Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 17
Dagana 25. nóvember til 10. desember mun UNIFEM standa fyrir
herferð gegn ofbeldi gegn konum í samstarfi
við önnur frjáls félagasamtök á Íslandi. Slík 16
daga herferð hefur verið farin í meira en 130
löndum frá árinu 1991 og hefur UNIFEM á
Íslandi hug á því að festa hana í sessi hérlendis
til að vekja athygli Íslendinga á því mannrétt-
indabroti sem ofbeldi gegn konum er.
Til að fagna 15 ára afmæli félags UNIFEM á Íslandi verður opið
hús í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á afmælisdaginn, 18. desember, fyrir
félaga og velunnara félagsins. UNIFEM flutti í Miðstöðina fyrr á árinu
og um leið jókst starfsemin töluvert. Því er tilvalið að nota tímamótin til
að kynna starfsemina og nýja húsnæðið.
Árið 2005 er margfalt afmælisár en þá eru 10 ár liðin frá kvenna-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking, 30 ár frá upphafi kvenna-
áratugs Sameinuðu þjóðanna og 90 ár frá því konur hlutu kosningarétt
á Íslandi.
Á döfinni Ný framkvæmdastýra UNIFEM
Til að fagna þessum merku tímamótum mun UNIFEM á
Íslandi standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um jafnréttis- og þróunarmál á
sumarmánuðum. Þangað verður boðið fyrirlesurum víða að auk íslenskra
sérfræðinga og verða haldnar málstofur um ýmis málefni sem UNIFEM
beinir sjónum sínum að, til að mynda þróunarmál og pólitíska þátttöku.
Samhliða ráðstefnunni verður haldið heimsþing landsfélaga
UNIFEM þar sem fulltrúar allra landsfélaganna 15 koma saman ásamt
fulltrúum frá höfuðstöðvum UNIFEM í New York. Markmið heims-
þingsins er að viðhalda alþjóðlegum umræðuvettvangi landsfélaganna og
vekja athygli á alþjóðlegu samhengi UNIFEM á Íslandi.
Síðar á árinu 2005 er ennfremur stefnt að því að halda kvikmynda-
hátíð um konur, réttlæti og þróun. Til eru fjölmargar vandaðar heim-
ildamyndir og kvikmyndir frá síðustu árum sem fjalla um líf og mann-
réttindi kvenna í öllum heimshlutum frá ýmsum sjónarhornum. Kvik-
myndahátíðir af sama toga hafa verið haldnar erlendis og hlotið lof gagn-
rýnenda.
Á li›nu starfsári
Ásta María Sverrisdóttir fer yfir störf UNIFEM á liðnu ári
Morgunver›arfundur
Stjórn UNIFEM á Íslandi hefur ákve›i› a› flytja árlegan morgunver›ar-
fund félagsins frá 24. október til 25. nóvember sem er alfljó›legur baráttu-
dagur gegn ofbeldi gegn konum. Á morgunver›arfundinum 2003 fluttu
ávörp Rósa Erlingsdóttir, forma›ur UNIFEM á Íslandi, og Halldór
Ásgrímsson, þáverandi utanríkisrá›herra. N‡ heimasí›a félagsins var
opnu› af hei›ursfélögum og stofnendum UNIFEM á Íslandi, Kristjönu
Millu Thorsteinsson og Sæunni Andrésdóttur, en flær sátu í fyrstu stjórn
félagsins á Íslandi. Markmi› stjórnarinnar er a› heimasí›an ver›i áhuga-
sömum mikilvæg gátt frá Íslandi til Sameinu›u fljó›anna me› fró›leik
og fréttir um málefni kvenna og kynjajafnrétti í alfljó›amálum. Sí›an
mun einnig fljóna markmi›i stjórnarinnar um átak í fjárölflunar-,
fræ›slu- og kynningarmálum. Gestafyrirlesari á morgunver›arfundinum
var Margrét Heinreksdóttir, lögfræ›ingur og fyrrverandi framkvæmdar-
stjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Erindi hennar bar heiti› Me› kjarna-
konum í Kósóvó flar sem hún fjalla›i um starf sitt á skrifstofu UNIFEM í
Pristína.
Hinn 25. nóvember kom einnig út Tímarit UNIFEM á Íslandi.
Herdís Fri›riksdóttir ritst‡r›i tímaritinu og var ritstjórn skipu› fleim
fióru Margréti Pálsdóttur, Lilju Hjartardóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og
Birnu fiórarinsdóttur. A› flessu sinni beindist efni tímaritsins a› konum,
strí›i og öryggi, og ályktun öryggisrá›s Sameinu›u fljó›anna nr. 1325
um sama efni. Fjalla› var um alfljó›lega sk‡rslu, Women, War, Peace.
Tímaritinu var a› vanda dreift ví›a og n‡ttist vel í kynningu á félaginu.
Rannsókn um störf íslensku fri›argæslunnar
UNIFEM á Íslandi sótti fyrir hönd Rannsóknastofu í kvenna- og kynja-
fræ›um um 500 flús. kr. rannsóknastyrk hjá utanríkisrá›uneytinu og
fékk félagi› styrkinn í októberbyrjun. Birna fiórarinsdóttir stjórnmála-
fræ›ingur var rá›in til verkefnisins, sem fólst í rannsókn á samflættingu
jafnréttissjónarmi›a vi› starfsemi íslensku fri›argæslunnar. Rannsóknin
er bygg› á tilmælum fleim sem sett voru fram í sk‡rslu UNIFEM,
Women, War, Peace. Áætla› er a› sk‡rsla Birnu komi út í vetur. Nánar
ver›ur fjalla› um sk‡rsluna annar sta›ar í bla›inu.
Bækur og fræ›sla
Í jólabókafló›inu 2003 hélt UNIFEM á Íslandi, í samrá›i vi› JPV bóka-
forlagi› og Mál og menningu, tvo kynningarfundi um n‡útkomnar
bækur sem fjöllu›u um málefni kvenna. Annars vegar var um a› ræ›a
bókina Dætur Kína eftir kínversku fréttakonuna Xinran (sjá Timarit
UNIFEM 2003) og hins vegar um metsölubókina Bóksalinn í Kabúl eftir
norksu bla›akonuna Åsne Seierstad. Höfundar bókanna voru vi›staddir
fundinn, sög›u frá efni fleirra og svöru›u spurningum vi›staddra.
Óhætt er að segja að framundan séu viðburðaríkir tímar hjá UNIFEM á Íslandi enda 2004 og 2005 tímamótaár
fyrir félagið og kvennabaráttu almennt. Til viðbótar við hefðbundin störf eru eftirfarandi viðburðir á döfinni.
17