Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 95

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 95
á sér stað í þróunarlöndum vegna þeirra. Hún liggur einnig í því að samfélagsleg velvild og ímynd tengist fyrirtækjanafninu. Sem dæmi um framlag sem skilar jákvæðum skilaboðum inn í samfélagið er samstarf Coca Cola og Sameinuðu þjóðanna í Afríku. Að deila sérhæfingu Samstarfsverkefni einkenna einnig aukna þátttöku einkageirans í hjálpar- og þróunarstarfi. Þróunarsamstarf felur í sér að framlagið er langtíma- skuldbinding frekar en framlag sem veitt er einu sinni. Slík samstarfsverk- efni byggjast ekki aðeins á fjárframlögum, heldur getur stuðningurinn einnig verið í formi sérhæfingar sem nýtist vel í þróunarverkefni. Coca Cola hefur náð miklum árangri í dreifingu vöru sinnar um allan heim, þar á meðal til þróunarlanda. Fyrirtækið hefur hins vegar sætt gagnrýni fyrir að selja svo næringarlitla drykki í hverjum krók og kima þróunarlanda, þegar næringarmeiri vara ætti betur við. Nú hefur Coca Cola hafið samstarf við SÞ um að vinna að útrýmingu alnæmis í Afríku. Samstarfið felst meðal annars í því að UNAIDS, stofnun SÞ sem vinnur sérstaklega að því að útrýma eyðni, noti lagerstöðvar og dreifingarkerfi Coca Cola sem útgangspunkt fyrir alnæmisverkefni í Afríku. UNAIDS fær aðstöðu fyrir þjónustustöðvar og hefur aðgang að virku og víðtæku dreifingarkerfi fyrir aðföng, hjálparstarfsmenn og lyf. Fjármunir sem ann- ars færu í að byggja upp og reka þjónustustöðvar og flutningsgetu geta því t.d. runnið beint til lyfjakaupa. Þetta framlag Coca Cola hefur án efa jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins í þeim samfélögum sem UNAIDS sinnir og víðar. Með því að því leggja til innviði fyrir UNAIDS hefur fyrirtækið snúið gagnrýndri viðskiptahegðun í framlag til hjálpar- og þróunarstarfa. SÞ leggja nú aukna áherslu á samstarf við einkageirann um hjálpar- og þróunarstörf. Samstarf við einkageirann gefur ekki aðeins möguleika á að nýta sérhæfingu einkageirans í þágu hjálpar- og þróunarstarfs heldur einnig tækifæri til að hafa áhrif á viðskiptahegðun og viðskiptasiðferði fyrirtækja. Viðskiptahegðun fyrirtækja í þróunarlöndum getur haft afger- andi áhrif á samfélögin þar sem fyrirtækin eru staðsett. Til dæmis hefur Coca Cola verið gagnrýnt, m.a. af Columbia Solidarity Campaign, fyrir að virða ekki verkalýðsfélög í Suður-Ameríku. Samningurinn milli Coca Cola og SÞ felur ekki aðeins í sér samstarf um UNAIDS heldur er í honum ákvæði um að Coca Cola þrói starfsmannastefnu sem fylgir lög- um í Afríkjuríkjum þar sem það starfar. Samningurinn er án efa gerður til þess að starfsmannastefna Coca Cola í Afríku bæti úr gagnrýni á starfsemi fyrirtækisins í Suður-Ameríku. Samningur um siðferði í viðskiptum Annað dæmi um samstarf einkageirans við þróunarstofnanir er hinn svokallaði „hnattræni samningur Sameinuðu þjóðanna“ eða UN Global Compact. Samningurinn samanstendur af tíu grundvallaratriðum á sviði mannréttinda, starfsmannahalds og umhverfismála sem fyrirtæki geta tekið opinbera afstöðu til og framfylgt í rekstri og viðskiptum. Samningurinn er byggður á þeirri sannfæringu að samþætting viðurkenndra samfélags- og umhverfisgilda við viðskiptahegðun hafi jákvæð áhrif á öll samfélög. SÞ binda vonir við að slíkar skuldbindingar komi að einhverju leyti til móts við neikvæð áhrif hnattvæðingarinnar og efli samfélög þar sem fyrir- tækin stunda viðskipti. Í þróunarlöndum, þar sem lýðræðislegar stofnanir eru oft veikbyggðar, getur slíkur samningur skipt miklu máli. Með því að taka afstöðu með samningnum gefa fyrirtæki út viljayfirlýsingu um að framfylgja grund- vallaratriðum samningsins, þó svo að veikburða innviðir viðkomandi lands gefi kannski tækifæri til annars. Fyrirtæki sem skrifar undir hnattrænan samning samþykkir meðal annars að stunda ekki barnaþrælkun, að viður- kenna rétt starfsmanna til að ganga í verkalýsfélög og að hafa frumkvæði að þróun og dreifingu á umhverfisvænni tækni. Alcan Inc. er á meðal þeirra 1.739 fyrirtækja sem hafa skrifað undir hnattræna samninginn, en Alcan er alþjóðlegt fyrirtæki sem rekur fyrirtæki í öllum heimsálfum og er Íslendingum kunnugt sem móðurfyrirtæki Ísal. Þess má þó geta að SÞ fylgjast ekki með því hvort fyrirtækin sem skrifað hafa undir Global Compact samninginn standi við ákvæði hans. Það er á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að uppfylla ákvæði samningins. Fyrirtæki sem skrifa undir samninginn skuldbinda sig þó meðal annars til að gefa út yfirlýsingu um stuðning við ákvæði samningsins, til að setja þau í ársreikning og til að skila einu sinni á ári inn dæmum um hvernig fyrirtækið uppfyllti ákvæðin. Verktakavæðing á framlögum Hið nýja umhverfi framlaga einkageirans til hjálpar- og þróunarstarfs hefur einnig haft í för með sér aukna virkni og breytt viðhorf þeirra sem gefa. Fyrirtæki (og einstaklingar) eru farin að móta sér stefnu um hvað þeir vilja styrkja og gera síðan samkomulag við þróunarstofnanir um ákveðin viðfangsefni þannig að framlag þeirra skili sér skilvirkt inn í verk- efni. Líkja má ferlinu við eins konar verktakavæðingu á framlögum þar sem fyrirtæki velja þróunarstofnanir sem þau telja að geti skilað mestum árangri. Fyrirtæki (og einstaklingar) stofna jafnvel framlagsstofnanir í kringum framlög sín til hjálpar- og þróunarstarfs, til að fylgja þeim betur úr hlaði. Markmið og stefna framlagsstofnunarinnar er mótuð og stefnunni fylgt eftir af jafnmikilli elju og lögð er í rekstur fyrirtækjanna sjálfra. Haft hefur verið eftir Bill Gates að leggja þurfi mikið á sig til að þéna peninga og jafnmikið til að gefa þá. En Bill og Melinda Gates stofnunin er orðin ein af stærstu gefendum í hjálpar- og þróunarstarfi. UN Foundation (Stofnun Sameinuðu þjóðanna) er svipuð stofnun, sem var sett á laggirnar af fjölmiðlajöfrinum Ted Turner með 1. milljarðs dollara framlagi árið 1997. UN Foundation er ein af framlagsrisunum í dag og hefur það mark- mið að efla störf SÞ og veita fé í verkefni sem rekin eru á vegum þess. Fjölgun framlagsstofnana er eitt af því sem einkennir hið nýja um- hverfi góðgerðar- og þróunarstarfsemi. Í Bandaríkjunum er talað um framlagsstofnunar- „sprengingu“ því þar á bæ hefur slíkum stofnunum fjölgað til muna, eða úr um 22 þúsundum í upphafi níunda áratugsins í 65 þúsund. Svipaða sögu er að segja um Evrópu, að því er segir í The Economist (29. júlí 2004). Í Þýskalandi voru til dæmis um 200 slíkar stofn- anir stofnaðar árlega í byrjun tíunda áratugsins, en nú eru stofnaðar 800 til 900 framlagsstofnanir á ári. Margar framlagsstofnanir vinna þannig að þær velja sér málefni til að styðja, finna samstarfsaðila um þróunarstarf og fjárframlög og skuldbinda sig til að leggja ákveðið framlag í verkefnið. Stofnanirnar leitast þannig við að veita verkefninu öflugt brautargengi svo að það geti skilað áþreif- Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (corporate social responsibility eða corporate citizenship) er hugtak og hugmyndafræði sem hefur unnið sér fylgi síðastliðinn áratug, sérstaklega meðal stærri fyrirtækja. Slíkt felur í sér að fyrirtækið er ekki aðeins ábyrgt gagnvart eigendum sínum, heldur einnig gagnvart samfélaginu. Fyrirtæki eru farin að tvinna saman samfélagslega ábyrgð og stefnu fyrir- tækisins. Hvert fyrirtæki fyrir sig ákveður hver samfélagsleg ábyrgð þess sé og ábyrgðaryfirlýsingar inni- halda yfirleitt fyrirheit um starfs- mannamál, umhverfismál og hjálpar- og þróunarmál. 94 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.