Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 47

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 47
Megináhersluatriði áætlunarinnar eru annars vegar að styðja við samtök kvenna á svæðinu til að auka þátttöku þeirra í uppbyggingu lýðræðislegs samfélags og friðsamlegra samskipta milli landa í kjölfar átaka. Fyrsta verkefnið sem tengist þessu er vinnufundur til að undirbúa skýrslu um hvernig samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 er framfylgt. Sú ályktun fjallar um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku í friðarviðræðum og uppbyggingu samfélaga eftir átök. Hins vegar verður gerð rannsókn á stöðu kvenna á vinnumarkaði sem nefnist Sagan á bak við tölfræðina. Rannsóknin miðar að því að varpa ljósi á stöðu og réttindi kvenna á vinnumarkaði. Tölfræðilegum upplýsingum verður safnað um konur á vinnumarkaði, arðsemi mennt- unar, launamun kynjanna, áhrif þjóðernis, aldurs, búsetu og fleira. Að auki verður upplýsingum safnað um konur sem starfa utan löglegs vinnumarkaðar eða sjálfstætt. Fimm ár liðin frá því Kósóvó var gert að verndarsvæði SÞ Hinn 12. júní síðastliðinn voru fimm ár liðin frá því að Kósóvó var gert að verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Þá kom alþjóðlegt herlið undir stjórn NATO (KFOR) til Kósóvó og yfirstjórn héraðsins var tímabundið komið í hendur sérlegs fulltrúa aðalritara Sameinuðu þjóðanna með ákvörðun öryggisráðsins nr. 1244. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi Kósóvó, sem tilheyrir ennþá Serbíu, skuli vera undir yfirstjórn Sam- einuðu þjóðanna. Stjórnkerfi héraðsins er nú þannig háttað að vald yfir málaflokkum og stofnunum skiptist á milli alþjóðlegs starfsliðs undir yfirstjórn Sam- einuðu þjóðanna (UNMIK) og heimastjórnar Kósóvó. Sérlegur full- trúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna hefur þó úrslitavald hvað varðar lagasetningu, utanríkismál, heimkomu flóttafólks og samskipti ólíkra þjóðernishópa svo eitthvað sé nefnt. Ekki eru í öllum tilfellum skýr skil á milli valdsviðs yfirstjórnar Sameinuðu þjóðanna og heimastjórnarinnar. Óvissa um ábyrgð á málaflokkum er eitt af því sem hefur staðið framþróun í héraðinu fyrir þrifum, ásamt óvissunni um framtíðarstöðu þess. Óljós framtíðarstaða Kósóvó hefur því verulega mikil áhrif á upp- byggingarstarfið. „Ólýðræðislegt fyrirkomulag“ Héraðsþing og héraðsstjórn Kósóvó hófu störf í mars 2002 og nú á haust- mánuðum verða haldnar aðrar héraðsþingkosningar. Mikil og áhugaverð umræða hefur farið fram um kosningalöggjöfina sem sett hefur verið fyrir héraðið. Í fyrstu þingkosningunum, árið 2001, var sá háttur hafður á að listar yfir frambjóðendur stjórnmálaflokkanna voru það sem hér er kallað „lokaður listi“, sem felur í sér að formaður flokksins ræður uppröðun frambjóðenda á listanum og getur breytt henni að vild fyrir og eftir kosningar. Kjósendur geta því ekki vitað fyrirfram hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Af þessum sökum eiga fjölmörg sveitarfélög, sem eru alls 30 talsins, engan fulltrúa á þingi. Síðasta vor þegar tilkynnt var að kosningalöggjöfin yrði óbreytt fyrir væntanlegar þingkosningar sameinuðust um 350 frjáls félagasamtök um að þrýsta á breytingar þannig að framboðslistar væru lagðir fram nokkrum mánuðum fyrir kosningar og væru bindandi í þeim skilningi að flokksformaðurinn hefði ekki algjörlega frjálsar hendur og gæti fært fulltrúa flokkanna til og frá á listunum. Í þessari umræðu voru helstu rök opinberu kosninganefndarinnar að þetta fyrirkomulag væri besta aðferðin til að tryggja hátt hlutfall kvenna á listunum, en samkvæmt kosningareglugerð verða 30% frambjóðenda að vera konur. Samstarfshópur þessara frjálsu félagasamtaka benti hins vegar á margar aðrar aðferðir til þess að tryggja hlutfall kvenna. Þótti þeim að jafn- réttismál og veik staða kvenna í stjórmálum væri misnotuð til að tryggja hagsmuni einstaka stjórnmálaflokka sem eiga nú fulltrúa á þingi. Þess má geta að 80 stjórnmálaflokkar starfa í héraðinu en íbúafjöldi þess er talinn um það bil 1,9 milljónir. Þrátt fyrir kröftug og vel skipulögð mótmæli gegn því að fyrirkomulag kosninga héldist óbreytt var ákvörðuninni ekki hnikað. Segir almanna- rómur að mikil óánægja sé með þetta fyrirkomulag sem þykir í meira lagi ólýðræðislegt. Búist er við að kosningaþátttaka í komandi þingkosningum verði enn minni en í kosningum undanfarinna ára. Árið 2000 var kosn- ingaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum 79%, 64% í þingkosningum 2001 og 54% í sveitarstjórnarkosningum 2002. Í hverjum mánuði fá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó sent með innanhússtölvupósti skjal sem kallast „off limits“. Skjalið er uppfært reglulega og er listi yfir staði sem starfsmenn allra stofnana sem heyra undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna, UNMIK, mega ekki fara inn á. Á þessum stöðum er talið að séu í haldi einstaklingar sem eru neyddir í kynlífsþrælkun og síðustu tólf mánuði hafa að meðaltali 190 staðir verið tilgreindir í skjalinu. Frá því alþjóðlegt herlið kom til Kósóvó árið 1999 hefur orðið gífurleg fjölgun á stöðum þar sem talið er að fari fram kynlífsþrælkun. Árið 1999 voru þeir 19, árið 2001 75 og nú, árið 2004, eru þessir „off limits“ staðir að meðaltali um 190. Fjöldi alþjóðlegra hermanna í héraðinu var þegar mest lét um 50.000 og hafa þeir ásamt starfsmönnum alþjóðlegra stofnana verið tilgreindir bæði af IOM (International Org- anization for Migration) og Amnesty International sem ein aðalorsökin fyrir því að þessi glæpastarfsemi hefur fest í sessi og orðið svona umsvifamikil. Kósóvó var fyrst af ríkjum og héruðum á Balkanskaganum til að setja löggjöf gegn kynlífsþrælkun, árið 2001. Þrátt fyrir það er Kósóvó eini staðurinn á svæðinu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið fram með aðgerðaáætlun til þess að vinna gegn þessari starfsemi. Kósóvó er bæði það sem kallast viðkomustaður, uppruna- staður og endastöð kynlífsþrælkunar, þ.e. börn og konur frá nærliggjandi löndum eru flutt til Kósóvó og haldið þar nauðugum. Börn og konur sem verið er að flytja til landa í Vestur-Evrópu eru flutt í gegnum Kósóvó, til dæmis frá Rúm- eníu, Moldóvu og Úkraínu. Börn og konur frá Kósóvó eru bæði neydd í kynlífsþrælkun innan Kósóvó og seld úr landi. Af þeim 253 Kósóvóbörnum og konum sem var veitt aðstoð til að losna úr þessum aðstæðum á árunum 2000-2002 voru 81% undir 18 ára aldri. Um þriðjungur þeirra var 11-14 ára. Kynlífsþrælkun í Kósóvó Krakkar veifa glaðlega til ljósmyndara fyrir utan húsarústir í Mitrovica í norðurhluta Kósóvó. Þar búa Albanar og Serbar við stranga öryggisgæslu alþjóðlegra lögreglu- og hersveita. Ljósmynd: Lorin Lopotinsky. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.