Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 96

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 96
anlegum árangri. Sem dæmi má nefna endurvakningu á verkefni um út- rýmingu lömunarveiki. Þar náðist samstarf á milli Bill og Melinda Gates Foundation, UN Foundation, Rotary International, WHO og UNICEF um að standa að verkefninu. Fyrir tilstuðlan þessa samstarfs var um 500 milljónum dollara safnað úr einkageiranum í verkefnið. Jákvæð áhrif á skilvirkni þróunarverkefna Aukin virkni einkageirans hefur borið með sér skýrari kröfur um árang- ur, skilvirkni og gagnsæi hjá félagasamtökum og stofnunum sem stunda hjálpar- og þróunarstörf. Margir gefendur líta á framlög sem eins konar fjárfestingu í þróunarstarfi og gera kröfu um að málefnin og verkefnin sem þau styrkja séu vel unnin og skili árangri. Þetta hefur skapað aukna samkeppni um fjármagn frá gefendum og haft áhrif á störf þróunarstofnana og félagasamtaka. Stofnanir og félagasamtök í samkeppni um fjármagn hafa margar hverjar endurskoðað rekstur sinn til að gera hann skilvirkari og árangurinn sjáanlegri. Auknar kröfur um árangur hafa haft jákvæð áhrif á skilvirkni í þróunar- starfi, en jafnframt má skoða hvaða áhrif aukið fjármagn hefur á hjálpar- og þróunarstörf. Eitt af því sem einkennir hið nýja framlagaumhverfi er að gefendur er virkari en áður og vilja hafa áhrif á hvert féð rennur. Það er í sjálfu sér jákvætt, en gæti orðið til þess féð renni frekar til viðfangsefna sem eru sýnilegri og fjölmiðlavænni og skila sýnilegum árangri á styttri tíma, á kostnað „erfiðari“ verkefna sem þykja ekki eins spennandi. Ekki væri úr vegi fyrir þróunarstofnanir og félagasamtök, sem og gefendur, að gæta þess að viðfangsefnin séu valin á réttum forsendum. Ávinningur fyrirtækja Ávinningur fyrirtækja af framlögum er bæði beinn og óbeinn. Beinn ávinningur liggur í því að framlög eru frádráttarbær frá skatti í flestum löndum, þar á meðal á Íslandi. Óbeinn ávinningur felst einna helst í því að ímynd fyrirtækisins verður jákvæðari þar sem samfélagið tengir það og vörur þess við góðan málstað. Ákvörðunin um að gefa endurspeglar því viðhorf stjórnenda til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja. Stjórnvöld hafa víða leitast við að koma til móts við vilja einkageirans til þátttöku og hvetja til aukinna framlaga, með því m.a. að endurskoða skattaumhverfið. Sem dæmi má nefna að í Ástralíu var lögum breytt árið 2000 þannig að hægt er að dreifa skattafrádrætti vegna peningaframlaga og framlaga í formi fasteigna á allt að fimm ár. Þetta er lítil breyting sem þó veitir gefendum meiri svigrúm hvað varðar nýtingu skattafrádráttar. Í Bretlandi hafa stjórnvöld meðal annars hrint í framkvæmd þriggja ára verkefni sem kallað er Giving Campaign. Markmið verkefnisins er að auka framlög til góðgerðarmála með því að hvetja fyrirtæki og einstakl- inga til að gefa. Þátttaka einkageirans á Íslandi í hjálpar- og þróunarstarfi hefur breyst á svipuðum nótum og í öðrum vestrænum ríkjum. Stjórnvöld á Íslandi geta stuðlað að aukinni þátttöku einkageirans með því t.a.m. að endurskoða skattaumhverfi framlaga. Um það voru sett lög í upphafi sjö- unda áratugsins sem ekki hafa verið endurskoðuð síðan. Viðbót við framlag ríkja Aukið fjármagsstreymi frá einkageiranum er jákvæð þróun en það er aðeins lítill hluti af heildarframlögum til hjálpar- og þróunarstarfs. Í umræðunni um aukna þátttöku einkageirans er mikilvægt að hafa það í huga að hjálpar- og þróunarstarf er fyrst og fremst hlutverk ríkja. Framlag einkageirans er því viðbót við framlög ríkja og mikilvægt að yfirvöld líti á framlög einkageirans sem slíkt og firri sig ekki ábyrgð vegna aukinnar þátttöku einkageirans. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir í umfjöllun um samstarf SÞ og einkageirans, á heimasíðu SÞ: „einkageirinn er drif- kraftur efnahagslífsins, þar skapast efnahagsleg verðmæti og þar býr mikil stjórnunarþekking. Ef einkageirinn skilar ekki af sér efnahagsþróun og viðskiptatækifærum, réttlátum og sjálfbærum, um allan heim verður friður og samfélagslegt réttlæti áfram fjarlægur draumur.“ Global Compact samningur fyrirtækja við Sameinuðu þjóðirnar og yfirlýsingar fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð er skref í átt að auknu samstarfi um hjálpar- og þróunarstarf og getur verið mótvægi við nei- kvæð áhrif hnattvæðingar í þróunarlöndum. Um leið ber að hafa í huga að ábyrgðin á að framfylgja þessum samningum liggur hjá fyrirtækjunum sjálfum. Meginþungi hjálpar- og þróunarstarfs liggur enn hjá ríkjum, þróunar- stofnunum og félagasamtökum, en viðhorfsbreytingar einkageirans hafa skapað tækifæri til samstarfs á víðari grundvelli. Hjálpar- og þróunarstofn- anir vinna nú meira en áður með einkageiranum, en ennþá vantar mikið upp á almenna þátttöku fyrirtækja. U N IC EF / H Q 04 -0 05 8/ C hr is tin e N es b itt Coca Cola hefur nú hafið samstarf við SÞ um að vinna að útrýmingu alnæmis í Afríku. Samstarfið felst m.a. í því að UNAIDS noti lagerstöðvar og dreifingarkerfi fyrirtækisins. Fjármunir sem annars færu í að byggja upp og reka þjónustustöðvar og flutningsgetu geta því runnið beint í lyfjakaup. Myndin er tekin í Líberíu. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.