Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 21

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 21
Diljá Mist Einarsdóttir Hvað hefur þú verið félagi í UNIFEM lengi? Í rúm þrjú ár Hvað gerir þú? Ég er á 3. ári í Verzlunarskóla Íslands Hver eru áhugamál þín? Ég á mjög margvísleg áhugamál, allt frá leiklist að forvörnum, en ég hef líka mjög mikinn áhuga á málefnum kvenna. Af hverju ákvaðstu að gerast félagi? Ég skráði mig í félagið eftir frábæran fyrirlestur hjá Waris Dirie sem hafði mikil áhrif á mig. Ég hafði heyrt örlítið um félagið og fannst mikið til þess koma. Hvaða þróunarmál eru þér hugleikin? UNIFEM stuðlar að menntun kvenna alls staðar í heiminum og það finnst mér mjög mikilvægt. Mér þykir líka bráð- nauðsynlegt að leggja áherslu á að senda almenningi þau skilaboð að hvers kyns ofbeldi gegn konum sé óásættanlegt og verði alls ekki liðið. Þótt ótrúlegt sé virðast ekki allir hafa þetta á hreinu. Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga? UNIFEM er frumkvöðull í jafnréttismálum. Félagið hefur áunnið sér virðingu og er nú eitt besta dæmið sem fyrirfinnst um það hve gríðarlega miklu konur geta áorkað í sameiningu. Félagið er í mínum huga sameiningartákn kvenna. Er UNIFEM að standa sig? Það er einfaldlega ekki hægt að segja annað, félagið teygir arma sína til allra heimsálfa þar sem fjöldamargir einstaklingar vinna óeigingjarnt starf í þágu jafnréttismála. Ef þú ættir eina ósk handa konum heimsins, hver yrði hún? Ég myndi óska þess að konur í öllum heimshornum myndu í auknum mæli sameina krafta sína og nota þá til þess að veita bágstöddum konum hjálp. Samstaða er í raun lykilorðið. Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi? Ég tel að jafnrétti geti aldrei orðið algjört, en það er greinilegt hérlendis að baráttan fyrir því er að sækja í sig veðrið. Við verðum t.d. meira vör við umfjöllun um jafnréttismál, þ.e. fólk leitar réttar síns í auknum mæli. Það tel ég vera mjög jákvætt. Hvað má betur fara í jafnréttismálum hér á landi Ég held að e.t.v. þurfi fólk að hugsa sig örlítið betur um áður en það sannfærist um að á því hafi verið brotið á grundvelli kynferðis. Það færist í aukana að fólk noti jafnréttishugtakið sé því misboðið á einhvern hátt, t.d. á vinnumarkaðnum. Slík mál, komi þau upp, draga að vissu leyti úr trúverðugleika hennar. Hvað hefur þú verið félagi í UNIFEM lengi? Ég hef verið félagi í UNIFEM síðan 2002. Hvað starfar þú við? Ég er nýtskrifaður stjórnmálafræðingur og vinn hjá Ríkisútvarpinu. Hver eru áhugamál þín? Þau eru mörg, þjóðfélagsumræðan, stjórnmál og síðast en ekki síst staða kvenna. Af hverju ákvaðstu að gerast félagi? Af því mér fannst (og finnst ennþá) UNIFEM vinna gott starf og vildi leggja mitt af mörkum. Hvaða þróunarmál eru þér hugleikin? Hver finnast þér mikilvægustu málefnin? Ekkert eitt málefni er ofar öðru, heldur eru málefnin mörg sem þarf að taka á. Þar á meðal er réttarstaða kvenna í þriðja heims ríkjum. Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga? Að ríkjum er umhugað um stöðu kvenna víðsvegar um heiminn. Er UNIFEM að standa sig? Það held ég. Ef þú ættir eina ósk handa konum heimsins, hver yrði hún? Að allar konur hefðu aðgengi að hreinu vatni og mat. Ef ég gæti teygt þessa ósk myndi ég líka vilja að allar konur hefðu aðgengi að menntun og gætu síðan nýtt sér hana í þjóðfélagi þar sem hæfnin skipti máli en ekki kynið. Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi? Já í grófum dráttum, en betur má ef duga skal. Við konur þurfum að standa saman og styðja hver aðra í jafnréttisbaráttunni. Hvað má betur fara í jafnréttismálum hér á landi? Ég held að allir stjórnmálaflokkar þurfi að tileinka sér hugmyndafræði varðandi jafnréttismál. Þessi málaflokkur má ekki verða eins konar bannorð því jafnrétti kynjanna kemur öllum til góða. Erla Tryggvadóttir 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.