Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 82
Sumarið 2003 var sett á stofn svið fjölþjóðlegrar þróunarsam-
vinnu innan alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hrund
Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur ræðir við Hermann Örn
Ingólfsson sendiráðunaut um stefnur og strauma alþjóðlegra
stofnana og hlut Íslands í marghliða þróunaraðstoð.
Seta í stjórn Alþjóðabankans forgangsverkefni
Á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu starfa fjórir sérfræðingar auk rit-
ara og fer skrifstofan með málefni marghliða þróunaraðstoðar Íslands. Slík
aðstoð er veitt í gegnum stofnanir, en ekki beint frá einu ríki til annars.
„Forgangsverkefni skrifstofunnar er að styðja við setu Íslands í stjórn
Alþjóðabankans, sem óhætt er að segja að sé ein valdamesta stofnunin
á sviði þróunarmála í dag,“ segir Hermann Örn Ingólfsson, sendiráðu-
nautur á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu. „Í október 2003 tók
Þorsteinn Ingólfsson, fyrrverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum í New York, sæti aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystra-
saltsríkja í stjórn Alþjóðabankans (IBRD). Alls sitja 24 í stjórn bankans í
Washington, en hlutverk Íslands í sæti aðalfulltrúa er að samræma afstöðu
þessara átta ríkja og leiða störf þeirra í þrjú ár, eða til ársins 2006.“
Að auki tekur svið fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu að sér ýmis verk-
efni sem snerta störf ráðuneytisins og eru á vegum Þróunaráætlunar Sam-
einuðu þjóðanna (UNDP), Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA), Norræna
þróunarsjóðsins (NDF), Matvælaaðstoðar SÞ (WFP), Alþjóðasjóðs um
þróun landbúnaðar (IFAD) og ráðstefnu SÞ um viðskipti og þróun
(UNCTAD). Þá vinnur skrifstofan að aðild Íslands að þróunarsamvinnu-
nefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), eða DAC.
Hlutverk DAC (Development Assistance Committee) er að sögn
Hermanns fyrst og fremst að veita ríku þjóðunum aðhald, að vera vett-
vangur fyrir mótun sameiginlegra stefnumiða um framkvæmd þróunar-
aðstoðar og halda utan um upplýsingar um þróunaraðstoð þeirra.
Með aðild að DAC komum við til með að þurfa að „veita meiri og
nákvæmari upplýsingar um hvernig aðstoð og hve mikið fé við leggjum
til þróunaraðstoðar. Nefndin gerir úttekt á þróunaraðstoð aðildarlanda á
nokkurra ára fresti og með aðild að henni viljum við auka gæði þróunar-
aðstoðar okkar,“ segir Hermann Örn.
Samkvæmt viðmiðum þróunarsamvinnunefndarinnar og SÞ er gert
ráð fyrir að ríki eyði 0,7% af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. Þróun-
araðstoð Íslendinga var 0,17% árið 2003 eða 1.400 millj. kr. Samkvæmt
fjárlögum er gert ráð fyrir að þróunaraðstoðin verði 0,19% af landsfram-
leiðslu á þessu ári. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra,
lýsti því yfir á Alþingi í vor að stefna Íslands væri að 2008-2009 yrði
hlutfall þróunaraðstoðar komið í 0,35% af landsframleiðslu.
„Íslendingar vilja taka ábyrgð“
Hermann Örn segir heildarstefnu Íslands í marghliðaþróunaraðstoð vera
í mótun. „Við erum að vega og meta hvar íslenskum fjármunum sé best
varið og með hvaða alþjóðlegu stofnunum sé best að vinna að ákveðnum
málum.“ Hermann segir Ísland hingað til hafa takmarkað sig við samstarf
og fjárstuðning til tiltölulega fárra stofnana. „Ástæðan er einfaldlega sú að
við erum lítið ríki og höfum þar af leiðandi ekki yfir miklum fjármunum
að ráða til að geta haft áhrif á mörgum stöðum í einu.“
Hermann segir þróunaraðstoð okkar hafa til þessa miðast fyrst og
fremst við að standa við skuldbindingar okkar gagnvart alþjóðlegum
stofnunum. Lítið svigrúm hafi þar af leiðandi skapast til að beita sér á
afmörkuðum sviðum. Hann segir tvö sjónarmið vera uppi varðandi
stefnumótun í þróunarmálum og fari þau vel saman.
„Annað sjónarmiðið felur í sér að veita fjármunum til einstakra stofn-
„Viljum auka gæði
Um marghliða þróunaraðstoð Íslands
þróunaraðstoðar“
U
N
IC
EF
/ H
Q
01
-0
26
2/
G
ia
co
m
o
Pi
ro
zz
i
82