Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 88

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 88
endað á því að setja á laggirnar smáfyrirtæki,“ segir Sjöfn. ÞSSÍ hefur til að mynda styrkt rekstur skóla fyrir konur í Namibíu frá árinu 1993. Fiskvinnslukonur er nýtt verkefni ÞSSÍ í Mapútó í Mósambík. Að sögn Sjafnar er þar leitast við að aðstoða konur við að varðveita gæði fisks sem þær svo selja á markaði. Það er gert með því að útvega þeim kælibox sem þær þurfa að bera inn í bæina. „Þetta er smálánaverkefni þar sem konurnar fá smálán til að bæta starfsemi sína og þær endurgreiða svo síðar.“ Aðspurð um hvort sum námskeiðin valdi því að konur takmarki sig við hefðbundin „kvennastörf“, og séu meira heimavið í stað þess að taka þátt á opinberu sviði samfélagsins, segir Sjöfn svo ekki vera til lengri tíma litið. „Ég tel það mikilvægt að nálgast konurnar á þeirra eigin forsendum og taka eitt skref í einu til að þær öðlist fyrst sjálfstraust og grundvallarþekkingu á þeim sviðum sem þær eru kunnugstar. Verkefnin leitast svo við að auka frumkvæðisrétt þeirra. Þegar þær hafa aukið sjálfs- traust sitt og þekkingu til að sýna meira frumkvæði geta þær svo valið um það sjálfar hvar þær vilja beita sér. Með öðrum orðum, hvað konurn- ar gera við þennan frumkvæðisrétt er spurning. Það er mikilvægt að konur séu gerendur í sínu lífi, en ekki alltaf háðar nákomnum körlum, eins og feðrum, eiginmönnum og sonum, til að framfleyta sér. Innrás kvenna inn í opinbera sviðið skilar sér svo kannski frekar til barna og þeirra barnabarna sem eru líkleg til að hljóta lengri skólagöngu en kon- urnar sjálfar.“ Dæmi um kerfisbundna nálgun á sviði jafnréttismála er stuðningur ÞSSÍ við kvenna- og félagsmálaráðuneytið í Mósambík. Þar er íslenskur ráðgjafi að störfum, Hulda Biering, en hér á næstu síðu er viðtal við hana. „Í mörgum af þessum löndum eru jafnréttisreglur og lög til, þ.e. pappírsvinnan er í lagi, en þessu ekki endilega framfylgt í verki. Það er ekki nóg að flagga vandaðri lagasetningu. Ef konur og karlar eru ekki meðvituð um réttindi sín og skyldur í viðkomandi landi ber slík lagasetn- ing takmarkaðan árangur. Þeirri meðvitund þarf að miðla með fræðslu. Sá eða sú sem t.d. kann ekki að lesa á erfitt með að tileinka sér upplýs- ingar um borgaraleg réttindi sín, jafnvel þótt þau séu til staðar í löggjöf landsins, a.m.k. að nafninu til. Í svona tilfellum þarf líka að takast á við aldagamla menningu. Í sumum tilvikum líta menn á kröfur Vesturlanda um jafnan rétt kynjanna sem kröfu um gerbreytingu á þjóðmenningu, sem tilraun til að flytja inn vestræna menningu á kostnað menningar, siða og hefða þróunarríkisins. Einn þátturinn er að snúa sér beint að fólkinu í stað þess bara að sannfæra stjórnvöld. Miklu máli skiptir að stunda fræðslu fyrir konur og um réttindi kvenna.“ „Það fylgir því hins vegar vandi í mörgum löndum þar sem andstaða karla gegn fræðslu til handa konum er mikil. Einnig er oft erfitt að fá karlmenn til þess að sækja sér fræðslu, ekki síst ef þeir þurfa að gera það í „blönduðum bekkjum“. Margir karlar geta ekki hugsað sér að sitja í sömu skólastofu og konurnar og ein af ástæðunum fyrir því er óttinn við þá skömm að vera lélegri en þær í einhverju fagi. Það er hins vegar ekki vandasamt að fá konur til að sækja námskeið og kennslu og alveg sérstaklega ef við sjáum þeim fyrir umönnun barna þeirra á meðan og ef eiginmenn þeirra eða aðrir karlmenn í fjölskyldunni koma ekki í veg fyrir það.“ að vera mjög snar þáttur í stefnumótun í þróunarstarfi. Þessi áhersla hefur breyst eins og margt annað. Sérstök áhersla var lögð á konur fyrir nokkrum árum án þess að menn létu sig varða réttindi hins kynsins en nú er talið réttara að leggja áherslu á jafnréttismál.“ Sjöfn Vilhelmsdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri ÞSSÍ, tekur undir orð Sighvats og segir brýnt að huga að kerfisnálgun samtímis því að styrkja einstök verkefni sem viðkoma jafnréttismálum. Sjöfn var við störf á vegum ÞSSÍ í Namibíu í fjögur ár þar sem hún skipulagði ýmis fullorðins- fræðsluverkefni. Hún leggur ennfremur áherslu á mikilvægi þess að gjafa- ríki haldi sig við ákveðin verkefni til langs tíma. „Það er gríðarlega mikilvægt að þróunaraðstoðin sé til langs tíma í senn, ekki minna en 7-10 ár. Sum verkefnin í Namibíu munu vara svo lengi.“ Sjöfn tekur sem dæmi að í fræðslunámskeiðunum sem hún skipulagði hafi hún oft ekki séð miklar breytingar á konunum fyrr en á fjórða ári. Flestar þessara kvenna sem tóku þátt í námskeiðunum komu úr sveitum og höfðu hlotið takmarkaða menntun. „Ástæðan fyrir því er ekki síst bágborið menntakerfi, en þrátt fyrir að hafa gengið í skóla í 8-9 ár stóðu þær höllum fæti, t.d. hvað ensku- kunnáttu og stærðfræði varðaði. Skólaganga kvenna sem bjuggu í borg- um var því oft mun áhrifaríkari. Á fjórða ári fóru svo þessar konur að blómstra, töluðu fyrir hópi og voru fullar sjálfstrausts.“ „Mikilvægt að konur séu gerendur í sínu lífi“ ÞSSÍ vinnur að fullorðnisfræðslu fyrir konur í Mósambík, Malaví, Namibíu og Úganda. Kennslan felst ýmist í lestri, skrift, ensku, saumum, hönnun, félagsmálum, jafnréttismálum, lífsleikni, húsgagnagerð úr endur- unnum pappír eða samvinnufyrirtækjarekstri svo eitthvað sé nefnt. Í Malaví og Úganda er aðaláherslan lögð á að auka frumkvæðisrétt þeirra fátækustu, bæði karla og kvenna. Í verkefnunum í Namibíu og Mósam- bík hefur hins vegar verið lögð áhersla á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur og að auka frumkvæðisrétt þeirra. „Sumar kvennana hafa svo Í byrjun 21. aldar nýtur fimmta hvert barn í þróunarríkjunum ekki skólagöngu eða rúmlega 100 milljónir barna. Um 860 milljónir karla og kvenna í heiminum kunna hvorki að lesa né skrifa. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að menntun skili yfirleitt álitlegum arði. Þess vegna er bein þróunaraðstoð við menntun mannaflans í fátækum löndum ólíklegri til að mistakast en fjárhagsaðstoð til fjárfestingar í vélum og tækjum. Úr fréttabréfi ÞSSÍ um þróunarmál, apríl 2004. �������������������� �������������� �� ����������� ������������������������������������������� ������������ 88 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.