Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 73

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 73
Staða þróunar: Framfarir og veikleikar 1 Eyða fátækt og hungri Lækka hlutfall þess fólks sem býr við örbirgð um helming á tímabilinu 1990-2015. Lækka hlutfall þeirra sem búa við hungursneyð um helming á sama tímabili. Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015 Tryggja að bæði stúlkur og drengir ljúki grunnskólanámi. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna Jafna rétt drengja og stúlkna til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum fyrir árið 2005 og á öllum skólastigum fyrir 2015. Lækka dánartíðni barna Lækka tíðni ungbarnadauða um tvo þriðju á tímabilinu 1990-2015. Vinna að bættu heilsufari kvenna Lækka dánartíðni vegna barnsburðar (maternal mortality) um þrjá fjórðu á tímabilinu 1990-2015. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu Draga úr útbreiðslu alnæmis, malaríu og annarra sjúkdóma fyrir árið 2015. Vinna að sjálfbærri þróun Framkvæma ríkjaáætlanir um sjálfbæra þróun fyrir árið 2005 og snúa þannig við neikvæðri þróun umhverfisáhrifa fyrir árið 2015. Lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni á tímabilinu 1990-2015. Stuðla að bættum lífsskilyrðum a.m.k. 100 milljón íbúa í fátækrahverfum stórborga. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun Vinna frekar að opnu og sanngjörnu viðskipta- og fjármálakerfi sem byggist á skýrum reglum. Taka á málefnum fátækustu þróunarlandanna, m.a. með því að leggja af innflutn- ingsgjöld og kvóta á útflutningsvörur þeirra, leysa skuldabyrði landanna með lækkun skulda, og með auknum framlögum til opinberrar þróunaraðstoðar. Taka tillit til sérstöðu landluktra landa og smárra eyþjóða. Vinna með lyfjaiðnaðinum að því að veita fátækum þjóðum aðgang að mikilvægum lyfjum. Vinna að því ásamt einkageiranum að veita þróunarlöndum aðgang að nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni. 1 Birt með góðfúslegu leyfi höfunda skýrslunnar Ísland og þróunarlöndin, álitsgerð um þróunarsamvinnu Íslands og þátttöku í starfi alþjóðastofnana, Hermanns Arnar Ingólfssonar og Jónasar H. Haralz (utanríkisráðuneytið 2003). Þúsaldarmarkmið um þróun 1 (Millennium Development Goals) 8 1 2 3 4 5 6 7 73

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.