Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 51
Í takt við breyttar áherslur
Opinbera þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu má rekja allt aftur til
ársins 1950 þegar tveir lögregluþjónar fóru til starfa á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Palestínu. Eftir það lá starfsemin að mestu niðri framundir
1994 þegar Ísland hóf markvissa þátttöku í friðargæslu með því að senda
heilbrigðisstarfsfólk til starfa til Bosníu og Hersegóvínu og lögregluþjóna
til sama lands þremur árum síðar. Starfsemin varð fjölbreyttari upp úr
aldamótunum þegar borgaralegir sérfræðingar, til dæmis fjölmiðlafólk,
verkfræðingar og jafnréttissérfræðingar, fóru til starfa á vegum utan-
ríkisráðuneytisins hjá ÖSE, NATO og SÞ.
Sú þróun var í takt við áherslur utanríkisráðuneytisins á aukna þátttöku
í starfi fyrrnefndra stofnana. Fyrst var tæpt á mikilvægi aukins framlags
Íslands í skýrslu um öryggis- og varnarmál frá 1993 og var sú stefna
ítrekuð enn frekar í næstu skýrslu um sama efni sem kom út 1999. Árið
2000 var myndaður sérstakur vinnuhópur fjögurra ráðuneyta um þátt-
töku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu sem skyldi útfæra nánar tillögur sem
komið höfðu fram í fyrri skýrslum. Í kjölfar skýrslu vinnuhópsins var
íslenska friðargæslan stofnuð í september 2001 og komið á fót tæplega
hundrað manna skrá yfir einstaklinga sem voru reiðubúnir að gefa kost á
sér til friðargæslustarfa með stuttum fyrirvara.
Samsetning viðbragðslistans svokallaða tók mið af fyrri þátttöku utan-
ríkisráðuneytisins í friðargæslu og var á listanum að finna heilbrigðis-
starfsfólk, fjölmiðlafólk, verkfræðinga, stjórnmálafræðinga, lögfræðinga,
viðskiptafræðinga og hagfræðinga auk annarra borgaralegra sérfræðinga
með sérmenntun og víðtæka reynslu. Í auglýsingu fyrir stofnun íslensku
friðargæslunnar voru konur sérstaklega hvattar til að skrá sig á viðbragðs-
listann.
Fyrsta starfsárið var svipað fyrri árum, haldið var áfram að senda heil-
brigðisstarfsfólk, lögregluþjóna og borgaralega sérfræðinga í stöður hjá
ÖSE, NATO og SÞ – og síðar einnig undir merkjum norræns samstarfs
á Sri Lanka. Starfsemin tók þó mikilvægum breytingum haustið 2002
þegar samningar náðust um að íslenska friðargæslan tæki að sér rekstur
flugvallarins í Pristína í Kósóvó. Verkefnið þótti um margt nýstárlegt.
Þetta var í fyrsta sinn sem smáþjóð tók að sér rekstur á verkefni á vegum
NATO og sú sérþekking sem það krafðist var nýjung hjá íslensku friðar-
gæslunni.
Rekstur flugvallarins heppnaðist þó með ágætum og störfuðu þegar
mest var 15 Íslendingar á flugvellinum en undir þeirra stjórn voru tæp-
lega 200 hermenn frá 13 þjóðum. Tvær konur voru í hópi þeirra 18
Íslendinga sem störfuðu við flugvöllinn. Flugvöllurinn í Pristína var af-
hentur yfirvöldum Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó í apríl 2004 en þá
hafði þegar verið gengið frá samningum um rekstur íslensku friðargæsl-
unnar á enn stærri flugvelli, alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan,
sem formlega var tekið við í júní 2004.
Kabúl-verkefnið er mun umfangsmeira og flóknara en reksturinn í
Pristína. Í Kabúl leggja Íslendingar til 17 af rúmlega 300 stöðugildum
sem þarf til að reka flugvöllinn, þ.m.t. flugvallarstjórann en undir honum
starfar rúmlega 900 manna herlið frá 24 löndum. Íslendingarnir sinna
flestir flugumferðarstjórn, slökkviliðsstörfum og öryggismálum. Á sérstök-
um 50 manna viðbragðslista fyrir Kabúl-verkefnið er einungis ein kona.
Síðan tekið var við rekstri flugvallarins í Pristína og síðar í Kabúl,
hafa seglin verið dregin saman á öðrum stöðum. Um mitt ár 2004
voru einungis að störfum tveir lögreglumenn og einn fjölmiðlafulltrúi í
Bosníu og Hersegóvínu, jafnréttisfulltrúi UNIFEM og fjölmiðlafulltrúi í
Kósóvó og tveir borgaralegir sérfræðingar á Sri Lanka. Á sama tíma störf-
uðu um 17 Íslendingar við flugvöllinn í Kabúl.
Breytingar á viðbragðslistanum
Breytingum á starfsemi íslensku friðargæslunnar hefur vissulega fylgt
nokkur breyting á viðbragðslista hennar. Árið 2001 skipuðu karlar 62%
viðbragðslistans en 38% voru konur. Þremur árum síðar hafði konum
fækkað úr 38% í 28% og samsetning viðbragðslistans eftir sérþekkingu
var önnur. Fækkað hafði í öllum flokkum (mest í flokki viðskipta-
og hagfræðinga, úr 17% í 8%) nema í flokki verkfræðinga og tækni-
í íslensku friðargæslunni
„Stefnumótun friðargæslunnar
hefur nánast einvörðungu verið
í höndum karla. Verkefnaval
hefur á síðustu misserum leitt til
hlutfallslegrar fækkunar kvenna
bæði á viðbragðslistanum og
meðal útsendra friðargæsluliða
og ekki verið nægilega litið til
áhrifa verkefnanna á jafnrétti kynj-
anna í viðkomandi landi. Loks
vantar alla jafnréttisfræðslu fyrir
friðargæsluliða og þá sem annast
stefnumótun friðargæslunnar.“
Mynd til vinstri: íslenska friðargæslan tekur við yfirstórn Kabúl flugvallar, júni 2004.
Ljósmynd: Nína Björk Jónsdóttir.
50 51