Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 43
friðarsamningum og sjá til þess að kynjasjónarmið séu höfð til hliðsjónar
við þjálfun friðargæslusveita. Að auki er áhersla lögð á verndun kvenna
og stúlkna í hernaðarátökum og samþættingu jafnréttissjónarmiða
í skýrslum og úttektum sem og á öllum stigum undirbúnings og
framkvæmda friðargæsluverkefna.
Þótt nokkuð hafi áunnist hvað framkvæmd ályktunar nr. 1325 varðar
er enn langt í land. Til að mynda var gerð úttekt á því hversu vel og
reglulega jafnréttissjónarmið voru samþætt í skýrslum til öryggisráðsins
á tímabilinu janúar 2000 til september 2003. Úttektin leiddi í ljós að í
17,8% tilfella var oft minnst á kynjasjónarmið. Í 15,2% tilfella var sjaldan
minnst á kynjasjónarmið og í 67% tilfella var einu sinni eða aldrei minnst
á konur og kynjamálefni.
Konur til ákvarðanatöku
Starfsemi UNIFEM er víðtæk á sviði þróunaraðstoðar við konur og
stúlkur og er því eftirfarandi upptalning aðeins brot að því sem sam-
tökin fást við. Á sviði ákvarðanatöku vinnur UNIFEM að því að efla
jafnréttissjónarmið er varða kosningaþátttöku, stjórnskipulag og réttar-
farslegar umbætur. Í um tíu ár hefur UNIFEM í samstarfi við ríkisstjórnir,
stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna og alþjóðleg og innlend samtök,
pólitísk og ópólitísk, aðstoðað konur á átakasvæðum og styrkt þátttöku
þeirra í ákvarðanatöku og friðarumleitunum.
UNIFEM þjálfaði 145 konur í Austur-Tímor til þátttöku í framboði
til kosninga. Af þessum konum tóku 26 þátt í framboði til neðrideildar
þingsins og ein af þeim var kosin á þing. Aðstoð UNIFEM við að
styrkja konur til forystu í Guatemala og innleiða kynjasjónarmið inn í
kosninga- , laga- og dómskerfið varð til þess að fleiri konur voru kosnar
í bæjarstjórnir. Til að tryggja að tekið væri tillit til málefna kvenna
meðan á friðarumræðum stóð í Kongó aðstoðaði UNIFEM við stofnun
kvennabandalags. Bandalagið lagði áherslu á að fræða embættifulltrúa
um jafnréttissjónarmið og málefni kvenna. UNIFEM skipulagði einnig
fund í Kenía með konum frá Kongó sem varð til þess að sameinast var
um framkvæmdaáætlun sem byggðist á tillögu kvenna að friðarumleitan
í Kongó.
Aðstoð UNIFEM við konur á tímum friðaruppbyggingar er einnig eitt
af meginmarkmiðum samtakanna. Að tryggja þátttöku kvenna í uppbygg-
ingu í Afganistan er gott dæmi. Í desember 2001 aðstoðaði UNIFEM
við að skipuleggja leiðtogafund afganskra kvenna. Afrakstur fundarins
var m.a. markvisst skipulag innan embættiskerfisins þar sem samþætting
jafnréttissjónarmiða er þáttur í uppbyggingu landsins. UNIFEM hefur
einnig aðstoðað við stofnun svæðisbundinna kvennamiðstöðva sem er
ætlað að aðstoða afganskar konur við að afla sér menntunar, heilsugæslu
og atvinnu.
UNIFEM hefur aðstoðað við friðaruppbyggingu í Sómalíu síðan 1993.
UNIFEM og konur frá Sómalíu, ásamt styrktarþjóðunum Danmörku,
Ítalíu og Hollandi, fögnuðu miklum sigri árið 2000 er sómalískar konur
tóku þátt í samningaviðræðum um tillögur að stjórnarfyrirkomulagi sem
varð til þess að konur fengu 27 sæti á þingi.
Að koma á samningaviðræðum milli stríðandi fylkinga er forsenda þess
að friður komist á. Árið 2000 tók UNIFEM þátt í samstarfsverkefninu
Palestína – Ísrael, sem var styrkt af hollenska utanríkisráðuneytinu.
Aðalframkvæmdastýra UNIFEM fór fyrir alþjóðlegri sendinefnd stýrði
samningaviðræðum kvenna frá Palestínu og Ísrael. Verkefnið hafði í för
með sér að samþykkt var að vinna að svokallaðri friðardagskrá kvenna á
þessu svæði.
Mansal er nútímaþrælahald
Í stríði verða konur og stúlkur oft utangarðs í samfélaginu, þ.e. þær
fá ekki þá vernd og aðstoð sem aðstæður kalla á. UNIFEM hefur lagt
mikið upp úr því að aðstoða við að veita þeim vernd, sem og félagslega
og efnahagslega aðstoð. Sérstök áhersla er lögð á að koma í veg fyrir kyn-
bundið ofbeldi og mansal. UNIFEM hefur í samstarfi við Sameinuðu
þjóðirnar og frjáls félagasamtök í Afríku starfað með flóttamönnum
í Búrúndí og Tansaníu og veitt þeim nauðsynlega aðstoð. Þá hefur
UNIFEM veitt konunum og börnum efnahaglega og félagslega aðstoð í
Tajikistan og skipulagt áætlun til að aðstoða HIV-smitaðar konur í Sierra
Leone.
Auka þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og í friðarsamning-
um. Leggja meðvitað áherslu á að skipa konur í háttsettar
stöður og þannig tryggja að hlutverk og ábyrgð kvenna
sé aukin við friðargæslu, jafnframt því að kynjasjónarmið
kvenna endurspeglist almennt við friðargæslu. Ákvæðið
hvetur einnig aðildarríki til að fjölga konum í friðargæslu-
sveitum, í lögreglu og meðal borgaralegra starfsmanna.
Vegna ólíkra kynjasjónarmiða og menningarlegra aðstæða
er mjög mikilvægt að fórnarlömb kynferðismisþyrminga og
mansals geti leitað til kvenkyns lögreglu og meðlima friðar-
sveita í stað karlmanna, þegar það á við.
Kynjasjónarmið og þjálfun friðargæslusveita. Öryggisráðið
á að veita aðildarríkjum og friðargæslusveitum viðmiðunar-
reglur og tiltaka kynjasjónarmið. Aðildarríki eiga að þjálfa
borgaralega starfsmenn og lögreglu friðargæslusveita sinna
með kynjasjónarmið í huga. Aðildarríkjum ber einnig skylda
til að auka eftir þörfum fjármagn til þjálfunar þar sem tekið
er tillit til kynjasjónarmiða.
Meðvitað að vernda konur í hernaðarátökum. Aðildarríki í
hernaði og uppbygginu eftir átök eiga að virða mannrétt-
indi kvenna og stúlkna og lögsækja stríðsglæpamenn og þá
sem brjóta gegn mannréttindum, þar með talin kynferðisaf-
brot og önnur ofbeldisbrot gegn konum.
Samþætting jafnréttissjónarmiða þannig að það sé þáttur í
heildarkerfi Sameinuðu þjóðanna og sé útfært kerfisbundið
í öllum skýrslum. Aðalritara Sameinuðu þjóðanna er gert að
samþætta jafnréttissjónarmið skýrslum sem berast öryggis-
ráðinu og gera reglulega úttekt á því hver áhrif átaka eru
á konur og stúlkur. UNIFEM fylgdi þessu eftir og tilnefndi
tvo óháða sérfræðinga til að meta áhrif hernaðar á konur
og hlutverk kvenna í friðaruppbyggingu. Afraksturinn er
skýrslan Konur, Stríð, Friður (Women War Peace) og kom út
2002. Kofi Annan aðalritari hefur beðið um að þeirri skýrslu
verði fylgt eftir 2004.
Ályktun nr. 1325 heitir á öryggisráðið,
aðalritara SÞ, aðildarríki, þátttakendur í
átökum og aðra viðkomandi aðila að láta
til sín taka á eftirfarandi sviðum:
Ljósmynd: Davíð Logi Sigurðsson/Írak
42