Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 28

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 28
Í höndum hverra? Framkvæmd kynlægrar greiningar á fjárlögum getur verið í höndum ríkisstjórna, sveitarstjórna og yfirþjóðlegra stofnana eins og Evrópu- sambandsins. Þá gætu einstök ráðuneyti unnið að greiningunni í samstarfi við félagasamtök. Slíkt samstarf ríkisstjórna og frjálsra félagasamtaka hefur verið árangursríkur kostur. Sem dæmi hefur UNIFEM hrundið af stað framtaki til að aðstoða við gerð kynlægra fjárhagsáætlana víðsvegar um heim, í samvinnu við Commonwealth Secretariet og International Development Research Centre, með fjárhagslegum stuðningi frá Belgíu og Ítalíu. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) og Norðurlandaráð hafa einnig sýnt framtakinu áhuga. Í því sambandi hafa stofnanirnar reynt að finna leiðir til að tryggja að öll lönd geti tekið upp slíkar áætlanir. Viðskiptasamingar út frá kynlægu sjónarmiði UNIFEM hefur vakið athygli á því að áhrif alþjóðlegra viðskiptasamninga eru oft slæm fyrir konur, því þær hafa ekki haft getu né aðstæður til að nýta sér tækifæri sem bjóðast til jafns við karla. Hefur stofnunin bent á árangursríkar aðferðir til að gera viðskiptasamninga sem miða að því að fjölga og bæta efnahagsleg tækifæri kvenna. Með stuðning UNIFEM eru frjáls félagasamtök og femínískir hag- fræðingar að þróa aðferð til að koma kynjasjónarmiðum að í viðskipta- samningum og í störfum verslunarbandalaga. Þá hefur UNIFEM þjálfað einstaklinga til að halda fyrirlestra um kynja- og efnahagsmál í Afríku og stutt við þátttöku kvenna í veigamiklum alþjóðlegum viðræðum og samningagerð. UNIFEM leggur áherslur á samstarf alþjóðlegra stofnana í einstökum löndum og hvetur í því sambandi til þess að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi í hvers kyns þróunar- og uppbyggingarstarfi. Til dæmis veitir UNIFEM tæknilega aðstoð í Rúanda og Kasakstan við gerð fram- kvæmdaáætlana sem stuðla eiga að því að draga úr fátækt og bæta efna- hagsstjórn. Slíkar framkæmdaáætlanir eru skilyrði fyrir því að ríki fái lán frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eignarréttur kvenna og aðgegni að fjármagni Eignarréttur kvenna og aðgengi þeirra að fjármagni eru málaflokkar sem skipa stóran sess í allri umfjöllum um bætta efnahagslega stöðu kvenna. Enn þann dag í dag hafa konur í mörgum löndum ekki sama eignarrétt og karlar, þær mega ekki eiga eignir, reka fyrirtæki eða vera úti á almennum vinnumarkaði. Því hefur UNIFEM hvatt til þess að lög og reglur séu endurskoðuð með það að markmiði að rétta hlut kvenna. Til að hægt sé að skoða raunverulegar aðstæður kvenna og áhrif um- hverfis á líf þeirra þurfum við áreiðanleg gögn sem eru grundvöllur áhrifaríkrar ákvarðanatöku og skipulagningar. Mjög mikilvægt er að kynjasjónarmið séu höfð til hliðsjónar við gerð skoðanakannana og vettvangsathugana. Brýnt er að opinberar tölur, sem og aðrar tölur, séu kyngreindar til að varpa ljósi á stöðu karla og kvenna innan ákveðinna málaflokka. Þá er kyngreind upplýsingaöflun ekki síst mikilvæg til að hægt sé að meta til fjár ógreidda vinnu kvenna sem horft hefur verið framhjá hingað til. Barátta fyrir bættri löggjöf, stefnumótun og áætlunum sem miðast að efnahagslegu öryggi kvenna hefur skipað stóran sess í starfi UNIFEM. Ein mikilvægasta aðferðin hefur verið svokölluð „réttindanálgun“, en hún felur í sér að athyglinni sé beint að rétti kvenna til eignar, félags- legu öryggi, rétti til lántöku o.fl. Til dæmis hefur UNIFEM í Tælandi, Indónesíu og á Filippseyjum átt í samvinnu við Alþjóðavinnumála- stofnunina (ILO) um félagslegt öryggi fyrir konur sem vinna á heimilum annarra. Aðgangur að samningaviðræðum, upplýsingum og tækni Mikilvægt er að konur komist að á mörkuðum, en ekki er síður brýnt að þær fái tækifæri til að móta þá. Því beinist stuðningur UNIFEM að því að veita konum aðgang að þjálfun og tækni, að kynna fyrir þeim samn- ingagerð við hugsanlega viðskiptafélaga eða þjónustuaðila og að auka þekkingu þeirra á innanlands- og erlendum mörkuðum til að þær geti gert sem mest úr þeim tækifærum sem bjóðast. Í Suður-Asíu hefur verið komið á nýjum vettvangi fyrir athafnakonur, listakonur og konur í framleiðslu á frumstigi. Markaðssýningar á Indlandi hafa stuðlað að samvinnu athafna- og listakvenna en yfir 200 konur sýna vörur og framleiðslu á slíkum sýningum ásamt því að fá viðskiptaráðgjöf og hagnýtt tölvunám. Ýmsir þjónustuaðilar og stofnanir hafa það hlutverk að hrinda áætl- unum af stað, en markmið stofnana er að fjölga og styrkja efnahags- tækifæri kvenna. Þjónustan sem veitt er, eins og þjálfun, tækni og lán, gerir konunum kleift að þróa sín eigin fyrirtæki. UNIFEM hefur lengi hvatt til þess að slíkar stofnanir verði styrktar frekar og að fleiri verði settar á laggirnar. Heimildir og ítarefni http://www.unifem.org, veljið: Economic Security and Rights � � � � � � � � � � � � � � � � � � � Sýnt hefur verið fram á að fátækar konur eru ólíklegastar til að geta gripið tækifæri sem bjóðast og líklegastar til að verða fyrir skaða vegna þeirra hraðvirku breytinga sem eiga sér stað í samfélaginu. Stúlkubarn betlar í Laos. Ljósmynd: Róshildur Jónsdóttir. 28 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.