Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 89

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 89
Hulda Biering er verkefnisstjóri félags- og fullorðnisfræslu- verkefna ÞSSÍ í Mósambík. Við tókum hana tali um störf hennar og helstu áherslur í jafnréttismálum Árið 2000 var undirritaður samningur milli ÞSSÍ og kvenna og félags- málaráðuneytisins í Mósambík. Samningurinn er til fjögurra ára og felur í sér að ÞSSÍ leggi til tæknilega ráðgjöf og fjármagn til uppbyggingar ráðu- neytisins og þjálfunar starfsfólks. Einnig er í samningnum ákvæði um að ÞSSÍ styðji við ákveðin verkefni ráðuneytisins. Hulda Biering fer með verkefnisstjórn félags- og fullorðnisfræðsluverkefna ÞSSÍ og er sérlegur ráðgjafi kvenna- og félagsmálaráðuneytisins í Mósambík. „Starf mitt er fólgið í því að halda utan um verkefni sem eru í gangi hverju sinni meðfram því að veita tæknilega ráðgjöf. Þá undirbý ég einnig ný verkefni og fylgi þeim eftir. Starfið er í stöðugri þróun og tekur breytingum frá ári til árs. Þegar ég kom fyrst hingað í september 2000 var verið að setja á laggirnar nýja deild innan ráðuneytisins. Sú deild heitir kvennamáladeild eða National Directorate for Women. Samhliða því breyttist nafn ráðuneytisins úr félagsmálaráðuneyti í kvenna- og félags- málaráðuneytið í Mósambík.“ „Á þessum tíma voru starfsmennirnir fjórir talsins og skrifstofan í óviðunandi bráðabirgðahúsnæði. Það kom í hlut þeirra að mynda tvær deildir, annars vegar fjölskyldudeild og hins vegar þróunardeild. Til að byrja með var þetta afar veikt apparat en fljótlega upp úr áramótunum 2000-2001 fluttu þau í annað og skárra húsnæði. Starfsmennirnir voru þá orðnir 13 talsins og búið að ráða deildarstjóra sem er afar sterk kona.“ „Starfsmenn deildanna hafa ólíkan bakgrunn. Þetta er sambland af há- menntuðu fólki og fólki sem hafði eingöngu grunnmenntun, en sterk tengsl við grasrótina. Byrja þurfti á að byggja skrifstofuna upp frá grunni og mín aðstoð fólst á þeim tíma í að hanna starfslýsingu hvers og eins, markmiðssetja deildirnar og búa skrifstofuna húsgögnum og tækjum.“ „Í dag er kvennamáladeildin í góðu húsnæði og þokkalega búin Sérlegur ráðgjafi í Mósambík tækjum. Þar halda deildirnar tvær, fjölskyldudeildin og þróunardeildin, úti starfsemi auk þess sem jafnréttisráð landsins er þar til húsa. Alls starfa þar rúmlega 30 manns.“ „Markmið fjölskyldudeildarinnar er að samhæfa stefnumótun og verk- efnaáætlanir tengdar fjölskyldumálum og málum tengdum konum sem eiga sérstaklega undir högg að sækja. Leitast er við að tryggja árangursrík afskipti yfirvalda og félagasamtaka af málaflokknum.“ „Markmið þróunardeildarinnar er hins vegar að hafa yfirumsjón með og framfylgja opinberri stefnu á sviði kvenna- og kynjamálefna. Þá á deildin að þjóna ráðgjafar- og samhæfingarhlutverki við gerð og fram- kvæmd þróunarverkefna.“ „Hlutverk jafnréttisráðsins er svo m.a. að fylgjast með framkvæmd opinberrar stefnu sem snertir stöðu kvenna og leggja fram tillögur til úr- bóta.“ Ljóst er að skuldbingingar stjórnvalda í Mósambík eru víðtækar og hefur starfsfólk ráðuneytisins ærið verkefni fyrir höndum. Námskeiða- hald ÞSSÍ þjónar mikilvægu hlutverki í að ná fram þessum markmiðum, en ÞSSÍ hefur boðið upp á enskunámskeið, tölvu- og bókhaldsnámskeið og námskeið í skrifstofuhaldi fyrir starfsmenn ráðuneytisins. Eitt af verkefnum Huldu hefur verið að halda utan um þessi námskeið. „Auk þessara námskeiða höfum við unnið með samtökum ekkna og einstæðra mæðra í hverfi númer 5 í Maputo, og þar er nú kominn vísir að sterkri fullorðinsfræðslumiðstöð.“ Hulda segir lítið um samstarf við alþjóðlegar stofnanir á sviði jafnréttis- mála. „Við erum hins vegar í samstarfi við ráðuneyti, borgina og hverfi númer 3 við að styrkja fiskverkakonur og landbúnaðarverkamenn við að koma afurðum í góðu ástandi á markaðinn til að geta fengið betra verð fyrir aflann.“ Varðandi samstarf við UNIFEM segir Hulda slíkt ekki hafa verið fyrirhugað, en þó tengdust störf ÞSSÍ og UNIFEM nokkuð. „UNIFEM hefur starfað hér með Womens Forum, þá aðallega tengt fullorðins- fræðslu. Við höfum ekki unnið beint með þeim, en samtökin Womens Forum hafa tekið virkan þátt í uppbygginu og markmiðssetningu kvenna- málaráðuneytisins og á þann hátt hafa störf okkar tengst.“ ���������������������� ���������� ��������� ���������������� ����� ���������������������� ������ �������� ����������������������������������� ������������������������������������ ������������ ������ ��� ���� ������ ����� ��� �������� ������ ������ ������� �� ����������������������������������������� ���������������������������������� ����������������������������������� ������� ���� ������� ������ ������ ����� ����� ������ �������� ������ ������� ��������� ������������������� ������� ���� ������ ����� ��� ������ ���������� ���� ������ ����� ���������������������� ���������������� ������������������������� ��������������������������� �� � � � � � � �� � � � � � �� � � � � � � � � �� �� �� � �� � � � �� � � � � �� � � �� � � � 88 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.