Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 74
Flestir eru sammála um að þúsaldarmarkmið Sameinuðu
þjóðanna um þróun (Millennium Development Goals) marki
tímamót hvað varðar einhug ríkja til að minnka fátækt í heim-
inum og stuðla að þróun. Markmiðin eru einföld og skýr,
hafa ákveðin tímamörk og hafa verið samþykkt af langflestum
ríkjum heims. Sameinuðu þjóðirnar og fjölmargar aðrar alþjóð-
legar stofnanir, samtök og einstaklingar starfa nú í anda þús-
aldarmarkmiðanna, að ógleymdum áhrifum sem þau hafa á
stefnumótun í þróunarríkjunum. En hvað segja markmiðin um
kynjajafnrétti og réttindi kvenna?
Þúsaldaryfirlýsingin og þúsaldarmarkmiðin um þróun, sem samþykkt
voru árið 2000, byggjast á þeirri sannfæringu að þróunarstarf eigi að
miða að „frelsi frá ótta og frelsi frá skorti“. Í yfirlýsingunni segir að
„karlar og konur hafi rétt á að lifa og ala upp börn sín í virðingu, án þess
að þurfa að líða hungur eða ótta við að vera beitt ofbeldi, kúgun eða
óréttlæti“. Ennfremur hvetur yfirlýsingin ríki til að „efla kynjajafnrétti
og auka frumkvæðisrétt kvenna sem árangursríka leið til að sigrast
á fátækt, hungursneyð, sjúkdómum og stuðla að sjálfbærri þróun“.
Margir hafa hins vegar bent á að þótt markmiðin marki tímamót hvað
skýra stefnumótun um þróun og fátækt varðar taki þau ekki nægilega á
réttindum kvenna og kynjajafnrétti.
Mikilvægar áherslur skortir í markmiðunum
Nýlegar skýrslur UNDP (Millennium Development Goals: National
Reports: A Look Through A Gender Lens), Alþjóðabankans (Gender and
Millennium Development Goals) og UNIFEM (Progress of the World’s
Women, 2003) hafa sýnt fram á mikilvægi þess að hafa kynjasjónarmið að
leiðarljósi ef þúsaldarmarkmiðin eiga að nást. Skýrslurnar hafa hins vegar
bent á alvarlega vankanta hvað viðkemur kynjasjónarmiðum í gerð og
framkvæmd markmiðanna.
Árið 2003 skipulagði UNIFEM í samvinnu við tengslanet sérstofnana
SÞ um konur og kynjajafnrétti (UN Interagency Network on Women
and Gender Equality), Tengslanet OECD/DAC um kynjajafnrétti
(OECD/DAC Network on Gender Equality) og fjölþjóðavinnuhóp
Alþjóðabankans um kynjamál, fimm vikna rafræna ráðstefnu um kynja-
mál og þúsaldarmarkmiðin um þróun. Þar tóku þátt yfir 400 jafnréttis-
málafulltrúar frá sérstofnunum SÞ, fulltrúar stofnana og ríkisstjórna sem
veita tvíhliða þróunaraðstoð, fulltrúar banka og félagasamtaka sem og
óháðir fræðimenn og sérfræðingar um þróunarmál og kynjajafnrétti.
Niðurstaða ráðstefnunnar var að þrátt fyrir að fjölmargar ríkisstjórnir
hafi áréttað mikilvægi þess að viðurkenna kvennréttindi sem mannréttindi
á vettvangi SÞ skili það sér takmarkað í þúsaldaryfirlýsingunni og þús-
aldarmarkmiðunum um þróun. Í markmiðunum skortir til að mynda
áherslur á rétt kvenna til kynheilbrigðis, sæmandi vinnustaðla (decent
work standards) fyrir karla og konur, auk þess sem hvergi er minnst á
ofbeldi gegn konum.
Þá eru mælistikur og markmið sem miða að kynjajafnrétti heldur af
skornum skammti í þúsaldarmarkmiðunum, að mati þessara sérfræðinga.
Þetta gerir að verkum að erfitt er að fylgja markmiðunum eftir í anda
kynjajafnréttis. Þetta á líka við um markmið 3, um jafnrétti kynjanna og
frumkvæðisrétt kvenna, þar sem orðalagið er almennt og erfitt að mæla
árangur á þessu sviði.
Skýrsla UNIFEM frá árinu 2003 um þúsaldarmarkmiðin segir þau ekki
leggja til mælistiku yfir þær hindranir sem konur þurfa að líða í daglegu
lífi. Hér er átt við hluti eins og ólaunaða vinnu á heimilinu og utan þess,
virðingarleysi gagnvart konum og ofbeldi gegn konum jafnt á heimilinu
sem utan þess, á tímum stríðs og friðar.
Markmiðin meðhöndluð á kynblindan hátt
Tölfræðingar hjá SÞ leita nú leiða til að finna út hvernig mæla megi
árangur í átt að kynjajafnrétti og frumkvæðisrétt kvenna. Að auki eru
að störfum samstarfshópar sem leita leiða til að samþætta kynjasjónarmið
hverju markmiði fyrir sig.
Þrátt fyrir störf fyrrnefndra starfshópa er algengt að markmiðin séu
meðhöndluð á kynblindan hátt. Sérfræðingur á rafrænu ráðstefnunni
komst svo að orði: „Við höfum orðið vitni að því að kynjasjónarmið
hafa orðið undir í starfi vinnuhópa um þúsaldarmarkmiðin, skýrslum
um framkvæmd verkefna í anda þúsaldarmarkmiðanna um þróun og
Þúsaldarmarkmiðin,
konur og stúlkur
„Hvers vegna ættu kvenréttindasamtök að veita þúsaldarmarkmiðunum um þróun athygli
þegar þörfin á því að taka á málum varðandi rétt kvenna til kynheilbrigðis, ofbeldi gegn
konum, hernaðarhyggju, ofstæki, fátækt og ójafnrétti fer vaxandi?“
Noeleen Heyzer, á fundi Alþjóðabankans um kynjajafnrétti og þúsaldarmarkmiðin, 2003.