Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 86

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 86
Þróunarsamvinnustofnun Íslands leggur áherslu á baráttuna við fátækt, aukinn frumkvæðisrétt kvenna og þróunarlandanna sjálfra í starfi sínu. Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur ræðir við þau Sighvat Björgvinsson, framkvæmdarstjóra ÞSSÍ, og Sjöfn Vilhelmsdóttur, fræðslu- og útgáfustjóra ÞSSÍ, um tvíhliða þróunaraðstoð og áherslu á jafnrétti kynjanna. Barátta gegn fátækt aðalmarkmiðið Þróunarsamvinnustofnun Íslands var stofnuð árið 1981 og er sjálfstæð stofnun, en ekki hluti af utanríkisráðuneytinu eins og algengt er annars staðar á Norðurlöndunum. Stjórn ÞSSÍ er kosin af Alþingi og skipar utanríkisráðherra formann stjórnar og framkvæmdarstjóra ÞSSÍ. „Eins og skipulagið er núna eiga allir þingflokkar nema einn sæti í stjórn ÞSSÍ, en til að hafa sæti þurfa flokkar að hafa ákveðinn þingstyrk. Mikil pólitísk eining ríkir í stjórninni,“ segir Sighvatur Björgvinsson, en hann var skip- aður framkvæmdarstjóri ÞSSÍ árið 2001. Af 1.400 millj. kr. sem veitt var til þróunaraðstoðar árið 2003 runnu 470 millj. kr. til tvíhliða þróunaraðstoðar, eða 34%. Á þessu ári nema fjár- veitingar til tvíhliða þróunaraðstoðar 520 millj. kr. Gert er ráð fyrir um 200 millj. kr. hækkun árið 2005. Fjárframlög til ÞSSÍ munu því verða rúmlega 700 millj. kr. á næsta ári. ÞSSÍ sinnir tvíhliða þróunaraðstoð Íslands, en tvíhliða aðstoð bygg- ist á milliríkjasamningum sem kveða á um hvernig standa skuli að þróunarstarfinu. „Verkefni verða að eiga upptök sín í samstarfslandinu. Lönd biðja okkur um aðstoð. Verkefnið verður að vinna í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í viðkomandi ríkjum og í samræmi við PRSP.“ PRSP er skammstöfun fyrir framkvæmdaáætlanir um hvernig þróunarríki hyggjast bæta efnahagsstjórn landsins og draga úr fátækt (Poverty Reduction Strategic Papers). „Þúsaldarmarkmið SÞ höfum við einnig til hliðsjónar en sameiginlegt öllum átta markmiðunum er baráttan gegn fátækt. Barátta gegn fátækt er aðalmarkmið ÞSSÍ,“ segir Sighvatur. Ríki sækja um aðstoð til ÞSSÍ Sighvatur segir ríkin sjálf verða að hafa frumkvæði að aðstoðinni. „Ferlið gengur þannig fyrir sig að ríki sækja um aðstoð frá ÞSSÍ. Skrifstofan metur svo hvort hún getur orðið við beiðninni. Ef hún telur svo vera, er útbúið svokallað verklýsingarskjal. Í því er verkefnið staðsett, því er „Jafnréttismál snar þáttur Um störf ÞSSÍ og áherslur á kynjajafnrétti lýst og tekið er tillit til stefnu stjórnvalda í viðkomandi landi, hvað aðrar stofnanir og gjafalönd eru að gera og svo framvegis.“ „Málið er svo kynnt fyrir stjórn ÞSSÍ. Ef stjórnin samþykkir að verða við beiðninni er verkefnaskjal útbúið þar sem almenn og sértæk mark- mið verkefnisins eru útlistuð. Almenn markmið geta til dæmis verið tengd þúsaldarmarkmiðum SÞ og sértæk markmið útlistað hvaða tilgangi verkefnið eigi að þjóna á sínu sviði. Sértækt markmið getur því til dæmis verið að auka lestrarkunnáttu. Verkefnið til að ná því markmiði er þá t.d. að skipuleggja fullorðinsfræðslu í 40 þorpum.“ „Í verkefnaskjalinu kemur einnig fram hvað við ætlum að leggja fram í fjármagni, þekkingu og fleira, og hvað stjórnvöld viðkomandi lands ætla leggja fram, hvort sem það er í formi aðstöðu, bókakosts eða annars. Þá er samið um sameiginlega yfirstjórn ÞSSÍ og fulltrúa stjórnvalda í sam- starfslandi á verkefninu. Hugtakið „ownership“ þróunarlandsins sjálfs, eða eignarhald þess, er mjög mikilvægt í öllu sem viðkemur þróunarstarfi í dag.“ Með eignarhaldi er átt við að þeir sem verkefnið taki til eigi frumkvæði að verkefninu, þeir taki fullan þátt í að móta það og framkvæma. Að þeim finnist þeir „eiga“ verkefnið og beri þar með ábyrgð á árangri þess. „Reglulega eru haldnir fundir þessarar yfirstjórnar og tíma- og kostnað- aráætlun gerð. Að lokum er svo fengin óháður aðili til að gera úttekt á verkefninu, ýmist á tilteknu árabili ef um langtímaverkefni er að ræða eða, í öllum tilvikum, fyrir lok þess og er leitast við að fá svör við því hvort markmið hafi náðst, bæði almenn markmið og sértæk. Var kostnaðar- og tímaáætlun raunhæf? Er óhætt að skilja við verkefnið á lokastigi? Er eitthvað sem á eftir að gera og þá hvað, svo markmiðunum verði náð.“ Þróunaraðstoð á forsendum þróunarlandsins Sighvatur segir það mjög algengt meðal fulltrúa íslensks atvinnulífs að líta svo á að þróunarsamvinna eigi að felast í stuðningi við íslenskt atvinnulíf. Með því er átt við af hálfu gjafaríkis sé sett það skilyrði við þróunaraðstoð að aðstoðin eða hluti hennar fari í að fjárfesta í vörum og þjónustu frá gjafalandinu sjálfu. Þróunaraðstoð sé þannig einnig ætlað að styðja við íslenskt atvinnulíf og atvinnufyrirtæki sem vilji reyna fyrir sér í þróunarríkjum. Þróunaraðstoðinni sé því ekki allri eytt í fjárfestingar innanlands í þróunarríki eða til kaupa á vöru og þjónustu utan Íslands. Slík aðstoð er nefnd „bundin aðstoð“ (tied-aid). „Við hættum þessu því sem næst alfarið fyrir 6-7 árum enda er slík stefna nú litin hornauga. Flest ríki hafa látið af slíkri stefnu en það eru í þróunarstarfi“ Lj ós m yn d ir: t .v . S jö fn V ilh el m sd ót tir , t .h . Á g ús ta G ís la d ót tir 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.