Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 10

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 10
Það er mér sönn ánægja að skrifa í afmælisrit UNIFEM á Íslandi og ég vil óska landsfélaginu innilega til hamingju með áfangann. Fimmtán ár eru langur tími og UNIFEM er mjög þakklátt öllu því dygga og hæfileikaríka fólki sem lagt hefur starfinu lið í gegnum tíðina. Störf ykkar efla markmið UNIFEM að draga úr kvenvæðingu fátæktar, binda enda á ofbeldi gegn konum, stöðva útbreiðslu og draga úr tíðni alnæmis meðal kvenna og stúlkna og koma á jafnrétti kynjanna. Við erum að upplifa mikilvægan kafla í sögu kvennaréttinda en í mars á næsta ári verða tíu ár liðin frá sögulegri kvennaráðstefnu sem haldin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í Peking í Kína. Við þau tímamót er kjörið að horfa fram á veginn, reynslunni ríkari eftir þau störf sem unnin hafa verið á síðasta áratug. Eitt af því sem við höfum lært er að þörfin á að draga úr ofbeldi gegn konum er ekki síður aðkallandi nú en fyrir tíu árum síðan. Ofbeldi gegn konum er ekki síst brýnt málefni nú í ljósi þess að kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna undirbýr að skoða vandlega hvaða árangur hefur hlotist af framkvæmd Peking-áætluninnar síðustu tíu ár. Ofbeldi gegn konum er varanlegt vandamál sem heldur áfram að hamla framförum og kemur í veg fyrir að tólf meginmarkmið sem voru lögð fram í Peking-áætluninni náist. Á næsta ári eru tíu ár liðin frá samþykkt áætluninnar, ellefu ár frá því að yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum var samþykkt og nær 25 ár frá gerð alþjóðlegs samn- ings um afnám alls misréttis gegn konum (CEDAW). Þrátt fyrir þetta hefur okkur ekki enn tekist að standa við skuldbindingar sem gerðar hafa verið til að bæta líf kvenna um allan heim. Í nær öllum ríkjum og svæðum heims má merkja að skref hafa verið stigin í átt að jafnrétti kynjanna og til eflingar á frumkvæðisrétti kvenna. Samt sem áður hefur þessi árangur verið ójafn og ávinningurinn brot- hættur. Hvað þarf til að ná viðvarandi árangri og umbótum til að tryggja að skuldbindingar sem settar hafa verið fram í jafnréttisáætlunum í yfir eitthundrað ríkjum nái fram að ganga til handa konum og körlum um allan heim? Svarið er að pólitísk skuldbinding, fjármagn og samvinna ólíkra aðila þarf að liggja til grundvallar langtímaárangri. Með tilkomu ofbeldissjóðs UNIFEM höfum við haft tækifæri til að styðja, fylgjast með og læra af nýbreytni sem skapast hefur í samvinnu ólíkra aðila víðsvegar að úr heiminum. Frá stofnun sjóðsins árið 1997 hafa sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna og tengslanet kvenna í sameiningu veitt 7,4 millljónum dollara til 157 verkefna í yfir 80 löndum. Þessi verk- efni miða að því að auka skilning og þekkingu á málefninu með ýmiss konar upplýsingaherferðum, rannsóknum og eflingu samtaka á öllum sviðum samfélagsins, auk þess sem verkefnin hafa orðið til þess að efla tengslanet sem leitt hefur til aukinnar sérfræðiþekkingar og aðgerða til að draga úr ofbeldi gegn konum. Fjölmörg dæmi eru um vel unnin verk fyrir tilstuðlan sjóðsins, allt frá stofnun lögreglustöðva sem taka sérstakt mið af þörfum kvenna, hvatningu til aukinnar þátttöku karla í baráttunni gegn ofbeldi karla gegn konum, til stuðnings við konur sem vilja afnema „heiðursmorð“. Sjóðurinn starfar á flestum þeirra tólf sviða sem Peking-áætlunin fjallar um og umsóknir um fjárstuðning sýna að bæði yfirvöld og frjáls félagasamtök sjá samhengi á milli ofbeldis gegn konum annars vegar og hins vegar málefna eins og fátæktar, útbreiðslu HIV/alnæmis, hlutverks kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingarstarfi eftir stríð og hlutverks karla og drengja við að ná jafnrétti kynjanna. Hvort sem ríki á í stríði, vinnur að uppbyggingarstarfi eftir stríð eða býr við frið, þurfa of margar konur og stúlkur að þola kyndbundið ofbeldi. UNIFEM-skýrslan, Konur, stríð og friður, sem gerð var af óháð- um aðilum um áhrif átaka á konur og stúlkur á helstu átakasvæðum heims, undirstrikar mikilvægi sjóðsins til að mæta þörfum kvenna á stríðs- tímum og auka líkur á að þær séu virkir þátttakendur í friðarumleitunum og uppbyggingarstarfi eftir stríð. Eins og kvennanefndin hefur lagt áherslu á þurfa konur að vera virkir þátttakendur á öllum sviðum sem viðkoma friði og öryggi. Sem fyrr segir eru til fjölmörg dæmi þar sem þetta hefur tekist en slík nálgun þarf að verða kerfisbundin. Í Búrúndí, Lýðveldinu Kongó, Tímor-Leste, Afganistan og Líberíu hefur UNIFEM átt farsælt samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og frjáls félagasamtök við að auka hlut kvenna á þessu sviði. Árangurinn hefur verið tilkomumikill. Sem dæmi hefur þátttaka kvenna í uppbyggingarstarfinu í Afganistan leitt til innleiðingar jafnréttisreglna í stjórnarskrá landsins. Í friðarviðræðunum í Lýðveldinu Kongó hefur konum tekist að tryggja rétt sinn til þátttöku í friðaruppbyggingu skv. 51. gr. stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir þennan árangur þarf að tryggja að þessar skuldbindingar verði að veruleika sem og skuldbindingar sem gerðar hafa verið í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325, CEDAW og Peking-áætluninni. Hætta sem steðjar að óbreyttum borgurum og þá sérstaklega konum á átakasvæðum ýtir undir mikilvægi þess að samþætta kynjasjónarmið þegar reynt er að fyrirbyggja átök, í friðarumleitunum og aðgerðum til að tryggja öryggi kvenna. Sú vinna verður að vera byggð á nákvæmum upplýsingum sem gefnar eru í tíma og skilningi á alþjóðlegri þróun, efna- hagslegum, félagslegum og pólitískum orsökum átaka og hvernig binda eigi enda á þau. Til að auka þekkingu á þessu sviði hefur UNIFEM útbúið kynlæga viðvörunarstuðla (early warning indicators) í tilraunaverkefnum á Sólomon-eyjum, Ferghana-dal í Mið-Asíu, Gvatemala og Lýðveldinu Kongó. Markmiðið er að bæta aðferðir til að koma í veg fyrir átök og aðgerðir sem hafa til þessa ekki tekið nægilegt tillit til kynjasjónarmiða. Áherslur kvennanefndarinnar á hlutverk karla og drengja við að ná fram kynjajafnrétti eru mikilvægar og framfarir í þessa átt gefa störfum okkar byr undir báða vængi. UNIFEM-sjóðurinn hefur sem dæmi stutt FEMNET í Afríku til að starfa með tengslanetinu „karlar fyrir kynjajafnrétti“. Þetta tengslanet hefur náð til þúsunda karla í Eþíópíu, Kenía, Tansaníu, Malaví og Sambíu í tilraunum til að vekja athygli á málstaðnum og breyta hegðunarmynstri í tengslum við kynbundið of- beldi og tengsl þess við útbreiðslu alnæmis. Samstarf ólíkra hópa og aukin þekking á málefninu er lykilatriðið í Afnám ofbeldis gegn konum í öndvegi Eftir Noeleen Heyzer, aðalframkvæmdastýru UNIFEM 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.