Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 78
hefur stutt, til að mynda aðstoð við ekkjur og einstæðar mæður til starfs-
þjálfunar og verkefni til stuðnings fiskverkakonum.
Í Namibíu hafa félagsleg verkefni einnig hlotið stuðning ÞSSÍ en þess
má geta að upphaf þeirra má rekja til frumkvæðis íslenskra og namibískra
kvenna sem bjuggu á svæðinu um fullorðinsfræðslu kvenna og barna-
gæslu í sambandi við hana.
Þá hefur Þróunarsamvinnustofnun styrkt verkefni ætluð til fullorðins-
fræðslu í Úganda, Malaví og Namibíu en slík fræðsla skiptir miklu máli
til að efla frumkvæðisrétt kvenna.
Í skýrslunni er lagt til að Þróunarsamvinnustofnun nýti þá þekkingu
og reynslu sem hefur skapast í samstarfi Íslands og UNIFEM í starfi sínu
á sviði jafnréttismála. Í tillögum um aukið samstarf ÞSSÍ og UNIFEM er
lagt til að UNIFEM á Íslandi verði virkara í samstarfinu.
Frjáls félagasamtök
Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um frjáls félagasamtök og stuðning þeirra
við þróunaraðstoð. Athyglivert er að þróunar- og neyðaraðstoð frjálsra
félagasamtaka hérlendis er mjög myndarleg í alþjóðlegum samanburði.
Kristileg samtök og síðar mannúðarsamtök af ýmsum toga voru í raun
brautryðjendur á sviði þróunaraðstoðar. Þegar þróunaraðstoð opinberra
aðila til félagslegra verkefna jókst á 9. og 10. áratugnum vaknaði áhugi
fyrir samstarfi þeirra við frjáls félagasamtök. Af hálfu opinberra aðila
var leitast eftir að nýta þekkingu og reynslu samtakanna ásamt tengsl-
um þeirra við hliðstæð samtök í þróunarlöndunum, og þar með við
almenning. Félagasamtökin litu hins vegar á opinber fram-
lög sem mikilsverðan stuðning við starfsemi sína.
Misjafnt er hversu miklum hluta opinberrar þróunar-
aðstoðar er beint til félagasamtaka. Í Svíþjóð og Danmörku
hefur hlutfallið verið 8-12% en í Noregi og Hollandi hefur
allt að fjórðungur heildarframlaga til þróunaraðstoðar farið
um hendur frjálsra félagasamtaka.
Hér á landi hafa frjáls félagasamtök notið opinberrar að-
stoðar í mjög litlum mæli en engu síður hefur starfsemi
þeirra verið talsverð að vöxtum. Lauslegar upplýsingar benda
til þess að fjárframlög þeirra til þróunaraðstoðar séu nokkuð
hærri miðað við landsframleiðslu en það sem þekkist hjá
Norðurlandaþjóðunum. Heildarframlögin eru þó mun
minni en frá öðrum ríkjum Norðurlanda. Helsta ástæða þess
er hversu lágra framlaga þau hljóta frá stjórnvöldum. Helstu
samtök hér á landi sem sinna þróunaraðstoð eru fimm tals-
ins: ABC-hjálparstarf, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross
Íslands, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og SOS-barna-
þorp. Nú síðast hefur UNICEF á Íslandi bæst í hóp þessara
samtaka. Önnur samtök sem eru virk á sviði þróunarsam-
vinnu eru: Alþýðusamband Íslands, Barnaheill, Caritas á
Íslandi, Kertabörn, UNIFEM á Íslandi og Vinir Indlands.
Samkvæmt grófum útreikningum hefur framlag þessara
samtaka til þróunaraðstoðar numið 0,04% af landsfram-
leiðslu og var á árunum 1999 og 2000 hærra en allt starfs-
fé ÞSSÍ. Fé þeirra kemur nær eingöngu frá fjársöfnunum
en ekki frá opinberum aðilum. Árleg framlög til þróunar-
aðstoðar félagasamtaka námu sl. ár aðeins um 5-20 m.kr.
Skýrsluhöfundar telja eðlilegt að hærra hlutfall opinberrar
þróunaraðstoðar fari um hendur frjálsra félagasamtaka en
verið hefur. Eðlilegt sé að stjórnvöld og ÞSSÍ nýti sérþekk-
ingu sem er til staðar hjá frjálsum félagasamtökum og njóti
aukins hagræðis af því að fela þeim umsjón með vissum
verkefnum.
Við þetta má bæta af hálfu greinahöfunda að síðasta starfsár
UNIFEM á Íslandi er til vitnis um vilja stjórnvalda um aukið
samráð við frjáls félagasamtök á sviði þróunarsamvinnu. Eins
og annars staðar hefur verið sagt frá vinnur félagið nú að
því að auka starfssemi sína, m.a. í því augnamiði að aðlagast
nýjum aðstæðum á sviði íslenskrar þróunarsamvinnu.
UNIFEM á Íslandi fagnar aukinni umræðu um stefnumótun
og markmið opinberrar þróunaraðstoðar og hefur í því
sambandi bent sérstaklega á mikilvægi jafnréttismála og bætt
hlutskipti kvenna við uppbyggingu sjálfbærrar þróunar.
uðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Á það er bent í
skýrslunni að með sameiningu skólanna yrðu tengsl þess starfs sem þar er
unnið við aðra marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands efld.
Verkefni ÞSSÍ
Þrátt fyrir ríkjandi áherslu á verkefni á sviði fiskveiða hefur Þróunar-
samvinnustofnun á undanförnum árum styrkt nokkur verkefni á sviði
heilbrigðis- og félagsmála, þ.m.t verkefni á sviði jafnréttismála.
Í Mósambík hefur íslenskur ráðgjafi aðstoðað ráðuneyti kvenna-
og velferðarmála frá árinu 2000 við áætlanagerð, þjálfun starfsliðs og
framkvæmd verkefna. Frá því að aðstoð ÞSSÍ hófst hefur kvenna-
máladeildin styrkst verulega með fjölgun starfsfólks og hafa yfirvöld
þannig sýnt í verki áhuga sinn á verkefninu. Íslenski ráðgjafinn hefur
einnig haft umsjón með nokkrum tilteknum verkefnum sem ÞSSÍ
Helstu samtök hér á landi sem sinna þróunaraðs-
toð eru fimm talsins: ABC-hjálparstarf, Hjálparstarf
kirkjunnar, Rauði kross Íslands, Samband íslenskra
kristniboðsfélaga og SOS-barnaþorp. Nú síðast hefur
UNICEF á Íslandi bæst í hóp þessara samtaka. Önnur
samtök sem eru virk á sviði þróunarsamvinnu eru:
Alþýðusamband Íslands, Barnaheill, Caritas á Íslandi,
Kertabörn, UNIFEM á Íslandi og Vinir Indlands.