Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 80
Íslenska friðargæslan heldur úti starfsfólki víðsvegar um heim
og á viðbragðslista eru um eitthundrað sérfræðingar með
víðtæka menntun og reynslu. Hrund Gunnsteinsdóttir þróunar-
fræðingur skeggræðir við þá Arnór Sigurjónsson og Þorbjörn
Jónsson um störf friðargæslunnar og áherslur í kynja- og jafn-
réttismálum.
Eins og fram kemur á heimasíðu íslenska friðargæslunnar er „friðargæsla
samheiti yfir fjölþættar aðgerðir alþjóðastofnana til að tryggja frið á átaka-
svæðum. Grunnhugmynd friðargæslu er að bregðast við ófriði eða ófrið-
arblikum með margþættum aðgerðum, bæði áður en átök brjótast út og
eftir að stillt hefur verið til friðar. Friðargæsluhugtakið tekur þannig til
ýmiss konar fjölþjóðlegra aðgerða sem miða allar að því að koma í veg
fyrir átök, koma á friði og skapa skilyrði til að varanlegur friður ríki.“
Stjórn flugvallar skipar stóran sess
„Íslenska friðargæslan var formlega sett á laggirnar árið 2001, en segja má
að stórt skref hafi verið stigið í þessa átt árið 1994. Þá tóku Íslendingar
þátt í verkefni í Tusla í Bosníu og Hersegóvínu með Norðmönnum.
Í dag erum við með starfsemi í tveimur heimsálfum sem spannar vítt
svið,“ segir Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri íslensku friðargæslunnar.
Í febrúar á þessu ári varð íslenska friðargæslan svo að sérskrifstofu innan
utanríkisráðuneytisins og „í dag erum við með verkefni í Kósóvó, Bosníu
og Hersegóvínu, Sri Lanka og Afganistan,“ segir Þorbjörn Jónsson hjá
íslensku friðargæslunni.
Verkefni íslensku friðargæslunnar hafa verið margvísleg og ná til heil-
brigðisgeirans, löggæslu og borgaralegra starfa á sviði verkfræði, lýðræðis-
þróunar, mannréttinda og kynjajafnréttis, svo eitthvað sé nefnt.
Stjórn flugvallarins í Pristína í Kósóvó, og nú einnig í Kabúl í
Afganistan, skipar stóran sess í íslensku friðargæslunni. Yfirumsjón með
rekstri flugvallarins í Pristína lauk 1. apríl sl., en í júní tóku Íslendingar við
stjórn flugvallarins í Kabúl. Þar munu að meðaltali starfa 15 Íslendingar.
Eins og Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í
samtali við Morgunblaðið í júní sl. er ljóst að langstærsti hluti þeirra fjár-
muna sem utanríkisráðuneytið hefur til umráða til friðargæsluverkefna
muni renna til verkefnisins í Kabúl á næstu misserum. Fyrir vikið hafa
seglin verið dregin saman á öðrum sviðum, en um mitt ár voru einungis
að störfum tveir lögreglumenn og einn fjölmiðlafulltrúi í Bosníu-
Hersegóvínu, jafnréttisfulltrúi UNIFEM og fjölmiðlafulltrúi í Kósóvó
og tveir borgaralegir sérfræðingar á Sri Lanka. Á sama tíma störfuðu 17
Íslendingar við flugvöllinn í Kabúl.
Fimmtíu manns að störfum í senn
Arnór segir íslensku friðargæsluna enn vera í mótun, enda nýtt svið fyrir
Íslendinga og tími færi í að þjálfa upp sérhæft starfsfólk á þessu sviði.
Venjan væri að friðargæsluliðar færu til starfa í sex mánuði til eitt ár í
senn. Reynt er að hafa fólk ekki í lengri tíma en eitt ár í hverju starfi
og tekur íslenska friðargæslan stefnu annarra Norðurlanda sér til fyrir-
myndar í þeim efnum.
Þá nefnir Arnór dæmi um að Íslendingar færu á vegum friðargæslunnar
í ýmis minni verkefni. Í þessu samhengi má til að mynda nefna samstarfs-
samning við Alþjóðlegu matvælastofnunina (WFP) og OCHA, skrif-
stofu SÞ sem sér um að samhæfa neyðaraðstoð, en á vegum þessara
stofnana hafa Íslendingar verið sendir í stuttan tíma í senn. Þá hafa
Íslendingar einnig farið utan í kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
Utanríkisráðuneytið sendir 20-30 einstaklinga á ári til friðargæslustarfa
undir merkjum Íslensku friðargæslunnar. Að sögn Arnórs er markmiðið
„að hafa 50 manns að störfum erlendis á hverjum tíma árið 2006, en til
þess þarf að auka fjárveitingar frá því sem nú er.“
Karlar í meirihluta á viðbragðslista friðargæslunnar
Karlar eru í meirihluta á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar og
meirihluti þeirra sem sendir hafa verið til starfa á hennar vegum.
„Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent þeirra sem eru á viðbragðslista
friðargæslunnar eru konur. Sum verkefnin henta einfaldlega betur fyrir
„Að bregðast við
Íslenska friðargæslan ófriðarblikum“
80