Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 37

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 37
 Líf hirðingja hentar samtímanum illa Barátta smábænda fyrir að halda landnæði sínu þyngist um allan helming á svæðum þar sem átök eða styrjaldir geisa. Fátt afhjúpar réttleysi og bág kjör kvenna eins og ófriður og því miður er það svo að víða þar sem eignarréttur kvenna nýtur lítillar sem engrar verndar grefur stríðsrekstur einnig undan honum. Karlar og drengir eru sendir í stríð en konum er gert að sjá um börn og gamalmenni og standa vörð um ræktarlandið. Ef fjölskyldan hrekst á flótta vegna stríðsátaka hafa konur oft litla sem enga tryggingu fyrir því að geta snúið aftur til síns heima. Eins og við fráfall maka geta ættingjar eða nágrannar hafa sölsað undir sig jörðina og eftir standa konur og börn slypp og snauð. Um þessar mundir er sótt að hefðbundnum umráðarétti fólks yfir ræktunarlandi um alla sunnanverða Afríku að sögn þeirra sem best til þekkja. Tilkall tiltekinna hópa eða ættbálka til ræktar- eða beitilands sem byggist á gamalli og oftast munnlegri hefð er ógnað, m.a. af verktökum í námuiðnaði og ferðamannaþjónustu, af spilltum héraðshöfðingjum og stjórnmálamönnum sem bera ekki fyrir brjósti hag fólksins, sem á allt sitt undir því sem landið gefur. Aldargamall lífsmáti hirðingja hefur mátt víkja fyrir borgarmyndun og eignarréttarlöggjöf sem tekur ekkert tillit til hefðarinnar um sameign á landinu sem líf hirðingjans byggist á. Óhætt er að fullyrða að líf hirðingjanna, að taka sig upp eftir árstíðum og árferði, hentar samtímanum illa. Vonin um skjótfenginn gróða ræður för Svo virðist sem baráttan fyrir rétti kvenna til eignar og arfs nái nú augum og eyrum almennings og ráðamanna, ekki síst fyrir tilstilli rannsókna og verkefna á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka á sviði þróunar- og mannúðarmála. Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vinna að því að gera konum til sveita ljós réttindi sín í þessum efnum og eru FAO, UN-HABITAT og UNIFEM þar á meðal. Frjáls félagasamtök, t.d. Oxfam í Bretlandi, hafa einnig beitt sér fyrir bættum réttindum kvenna, t.d. með fræðslu og með því að beita ríkisstjórnir þrýstingi til góðra verka. Oxfam segir áberandi að lítið sem ekkert sé hlustað á raddir kvenna eða annarra sem eiga hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld vilji ráðstafa landi eða slá eign sinni á svæði sem teljast til almennings, eða eru hefðbundin beitarsvæði hirðingja. Vonin um skjótfenginn gróða ræður för. Yfirvöld og verktakar fara oftast létt með að hafa land af fólki sem er illa upplýst um réttindi sín og varla í aðstöðu til þess að verja þau. Það er höfuðatriði að gera sér grein fyrir því að baráttan fyrir réttlæti og jafnræði við skiptingu jarðnæðis verður ekki skilin frá baráttunni gegn fátækt og fyrir mannsæmandi lífi öllum til handa. Aðgengi og umráðaréttur yfir landspildu er grundvöllur annarra lífsgæða, næringar, heilbrigðis og menntunar. Mikið skortir á að almenningur sé upplýstur um réttindi sín hvort sem þau eru samkvæmt gamalli hefð eða löggjöf landsins. Að auki er konum víða gróflega mismunað og það misrétti kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, börnunum. Grunnþarfir hverrar manneskju Markaðurinn einn getur ekki ráðið för við ráðstöfun jarða því að hann tryggir ekki að félagsleg réttindi fátæks fólks séu virt og oftar en ekki svína yfirvöld og verktakar á almenningi með því að greiða ekki fébætur vegna eignarnáms jarða. Að auki hefur margsinnis verið sýnt fram á gildi þess að konur hafi umráðarétt yfir því landi sem þær rækta, ekki einungis fyrir fjölskylduna heldur einnig fyrir umhverfið. Skynsamleg og sjálfbær nýting ræktunarlands er aðal smábænda í fátækum löndum en slíkur land- búnaður vinnur m.a. gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Niðurstöður rannsóknar sem FAO gerði sýna að 40% kvenna sem misst höfðu eiginmenn sína höfðu séð á bak nautgripum og verkfærum í hendur ættingja í kjölfarið og margar höfðu verið gerðar brottrækar af heimilum ásamt börnum sínum. Þriðjungur kvenna er heimilislaus eða býr í ófull- nægjandi og óheilsusamlegu húsnæði. Störf og strit kvenna standa að baki tveggja þriðju allra vinnustunda jarðarbúa, á heimilum og vinnu- stöðum. Samt eiga konur minna en 1% allra eigna í heiminum. Konur og börn eru 80% þeirra sem hrekjast á flótta vegna stríðsátaka. Víða um heim, sérstaklega í Afríku og Suður-Asíu, er konum kerfisbundið neitað um réttinn til eigna og arfs. Kvengerving fátæktarinnar Ljósmynd á vinstri síðu er tekin í Víetnam af Róshildi Jónsdóttur. Myndin að neðan er tekin í Namibíu af Sigvalda Torfasyni. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.