Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 13

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 13
Hinn 18. desember nk. eru liðin fimmtán ár frá stofnun Íslandsdeildar UNIFEM. Á þessum fimmtán árum hefur félagið vaxið og dafnað og er nú ein öflugustu landssamtök UNIFEM í heiminum. Félagið hefur unnið ötullega að því að kynna starfsemi sína innanlands og staðið fyrir veglegum og áhugaverðum ráðstefnum. UNIFEM-samtökin styðja konur í þróunarlöndum til efnahagslegrar sjálfsbjargar. Samtökin hafa einnig komið að leiðtogaþjálfun kvenna með það fyrir augum að þjálfa þær til þátttöku í stjórnmálum og ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra og afkomu. Gott dæmi um slíkt er jafnréttisverkefni UNIFEM í Kósóvó, en þar hefur að jafnaði starfað einn íslenskur starfsmaður á vegum íslensku friðargæslunnar frá árinu 2000. Það er ekki aðeins Íslandsdeild UNIFEM sem fagnar starfsafmæli 18. desember nk. því sama dag eru 25 ár liðin frá því að alþjóðasamningur um afnám alls misréttis gegn konum, CEDAW-samningurinn, var samþykktur. Er nú unnið að skipulagningu hátíðarhalda í New York af því tilefni. Á næstunni verður haldið uppá fleiri áfanga á sviði jafnréttismála á alþjóða- vettvangi. Á næsta ári eru tíu ár liðin frá því að kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Peking í Kína og fimm ár eru frá sérstöku aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna. Er af því tilefni unnið að skipulagningu hátíðarfundar nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um stöðu kvenna (Commission on the Status of Women, CSW) sem haldinn verður í mars á næsta ári. Íslendingar hafa ávallt lagt áherslu á réttindi kvenna á alþjóðavettvangi og árið 2003 vorum við í fyrsta skipti kosin í nefnd Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna (CSW). Ísland hefur óneitanlega margt fram að færa á þessu sviði enda höfum við náð miklum árangri á síðustu áratugum þótt enn sé ýmislegt eftir óunnið. Með öflugri starfsemi hafa landssamtök UNIFEM á Íslandi haldið á lofti meginmarkmiðum samtakanna og um leið og ég óska UNIFEM á Íslandi til hamingju á þessum tímamótum vonast ég til að starfsemi samtakanna muni halda áfram að blómstra sem og gott samstarf þeirra við utanríkisráðuneytið. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra U N IC EF/ H Q 02-0260/Am i Vitale Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.