Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 76
Þróunarsamvinna Íslands og þátttaka í starfi alþjóðastofnana
hefur verið töluvert til umræðu síðastliðin misseri. Rósa
Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður UNIFEM á
Íslandi, og Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur og fram-
kvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, rýndu í opinbera skýrslu um
málefnið og áherslur á kynjajafnrétti sem þar eru að finna.
Síðla árs 2003 gaf utanríkisráðuneytið út skýrsluna Ísland og þróunar-
löndin. Álitsgerð um þróunarsamvinnu Íslands og þátttöku í starfi
alþjóðastofnana. Skýrslan er unnin að frumkvæði utanríkisráðherra og
tekur hún bæði til marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu á árunum
1997-2002. Jafnframt því að gefa yfirlit yfir þróunarsamvinnu á þessu
fimm ára tímabili er skýrsluhöfundum ætlað að gera tillögur um um-
fang og áherslur marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu til næstu fimm
ára. Höfundar skýrslunnar eru Hermann Örn Ingólfsson og Jónas H.
Haralz, en sá síðarnefndi er einnig höfundur sambærilegrar skýrslu frá
árinu 1997.
Skýrslan veitir góða yfirsýn yfir breytingar sem orðið hafa á sviði þróunar-
samvinnu og viðhorfum til þróunaraðstoðar hjá alþjóðastofnunum og á
Norðurlöndum á undanförnum áratugum. Fjallað er um skipulag opin-
berrar þróunarsamvinnu og þátttöku Íslands í alþjóðastofnunum og
norrænu samstarfi. Ennfremur eru settar fram tillögur um breytingar
á fyrirkomulagi starfseminnar í samræmi við markmið stjórnvalda um
hækkun opinberra framlaga til þróunarmála á næstu árum. Þá er fjallað
um þróunaraðstoð frjálsra félagasamtaka, samstarf þeirra við opinbera
aðila og æskilega þróun þess. Nánar verður vikið að þeirri umfjöllun
síðar í greininni.
Íslensk þróunarsamvinna
Opinber þróunaraðstoð Íslands hefur verið lítil að vöxtum og aðild
landsins að alþjóðasamþykktum og aukin þátttaka í starfi alþjóðastofnana
hefur litlu breytt. Það er mat skýrsluhöfunda að vegna þátttöku landsins
í alþjóðasamvinnu og stöðu þess sem eitt Norðurlanda eigi Íslendingar
að leggja áherslu á að auka opinber framlög svo um muni á næstu árum.
Lagt er til að þróunaraðstoð landsins nái meðaltali þróunaraðstoðar
iðnríkjanna á árinu 2006. Það þýðir að tvöfalda þyrfti framlög okkar til
málaflokksins sem þó yrðu enn umtalsvert lægri en framlög annarra ríkja
Norðurlanda.
Þróunaraðstoð Íslendinga var lögfest árið 1971. Þá var það markmið
sett í lög að framlög landsins til þróunarlanda skyldu nema 0,7% af lands-
framleiðslu. Eitt af lögfestum markmiðum Þróunarsamvinnustofnunar
Íslands, lög nr. 43/1981, er að stofnunin vinni að því að framlög til
þróunaraðstoðar nái sem fyrst því marki Sameinuðu þjóðanna að iðn-
ríkin veiti 0,7% af landsframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar. Þrátt
fyrir að markmiðið hafi verið áréttað með þingsályktunum og við stefnu-
mótun í þróunarsamvinnu hefur gengið hægt að hækka framlögin. Árið
1985 nam þróunaraðstoð 0,05% af landsframleiðslu, 1997 hafði hún
hækkað í 0,10% og var árið 2003 orðin 0,16%.
Á árunum 2000-2003 kom til sögunnar nýr fjárlagaliður sem samkvæmt
alþjóðareglum telst til þróunaraðstoðar. Sá liður er borgaraleg friðar-
gæsla. Um hana er fjallað hér á eftir (og ítarlega annars staðar í blaðinu)
en hækkun framlaga til þróunaraðstoðar síðastliðin ár má að stórum hluta
skýra með auknum framlögum til íslensku friðargæslunnar.
Þróunaraðstoð Íslands er eingöngu veitt sem gjafafé sem gengur að
mestu leyti til fátækustu þróunarlandanna, svo sem Malaví, Mósambík
og Úganda. Aðstoðinni hefur eingöngu verið beint til Afríkuríkja en
hvað skiptingu milli málaflokka snertir, rann meiri hluti fjárins til verk-
efna í sjávarútvegi og fiskveiðum. Aukin áhersla hefur verið síðustu ár
á verkefni á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Hefur íslenska aðstoðin
þannig verið að færast nær því sem gerist hjá öðrum þjóðum.
Hugmyndafræði íslenskrar þróunarsamvinnu hefur þróast í samræmi
við breytingar sem orðið hafa á afstöðu til þróunaraðstoðar á alþjóða-
vettvangi síðustu ár. Þróunaraðstoð er nú beint til ákveðinna greina eða
málaflokka í samræmi við stefnu landsins, sem það hefur sjálft markað
sér. Áður fyrr sneri aðstoðin fyrst og fremst að ákveðnum verkefnum
sem gjafalandið tók að sér. Oft var það án virkrar aðkomu eða þátttöku
heimamanna og jafnvel án samráðs við þá sem að þróunarmálum
störfuðu. Við slíkar aðstæður lét árangurinn oft á sér standa. Breytingar
Íslensk þróunarsamvinna og jafnréttismál
Lj
ós
m
yn
d
: G
uð
ni
M
. E
irí
ks
so
n/
M
al
av
í
76 77