Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 20
Amal Tamimi
Hvað hefur þú verið félagi í UNIFEM lengi?
Í um tvö ár
Hvað gerir þú?
Ég hef verið í BA-námi í félagsfræði síðastliðin þrjú ár og útskrifast í október.
Hver eru áhugamál þín?
Meðal annars pólitík, félagsmál og kvenréttindi. Einnig finnst mér gaman að elda mat og dansa.
Af hverju ákvaðstu að gerast félagi?
Ég fór á ráðstefnu um konur og stríð í Háskólanum á vegum UNIFEM. Þar sem ég er frá Palestínu og hef upplifað
stríð fann ég samhljóm með því sem UNIFEM segir og að UNIFEM geti hjálpað konum í stríði, þá sérstaklega í
Palestinu og Írak núna. Mér finnst ég líka geta lagt mitt af mörkum til félagsins og frætt konur á Íslandi um stöðu
kvenna í Palestínu.
Hvaða þróunarmál eru þér hugleikin?
Að hjálpa konum sem búa við stríð. Konur sem búa í stríðshrjáðum löndum búa ekki bara við ógnina af dauða því
félagsleg staða þeirra versnar til muna. Þær búa einnig við óttann við nauðgun, kúgun, hungur og atvinnuleysi og í
raun neyðast þær til að setja persónulegan þroska í biðstöðu.
Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga?
UNIFEM og slík félög eru mjög mikilvæg í mínum huga. Fólk treystir almennt Sameinuðu þjóðunum og reiðir sig
á hlutleysi þeirra og þess vegna hefur UNIFEM sérstöðu hvað varðar málefni kvenna um allan heim, ekki síst kvenna
á stríðshrjáðum svæðum.
Er UNIFEM að standa sig?
Já, en alltaf er hægt að gera betur og meira.
Ef þú ættir eina ósk handa konum heimsins, hver yrði hún?
Að þær myndu stjórna heiminum og þá yrði heimurinn mun sanngjarnari.
Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi?
Miðað við margar aðrar þjóðir heims ríkir hér heilmikið kynjajafnrétti. En hér er samt ennþá töluvert karlaveldi.
Ekki hefur tekist að jafna launamun kynjanna og hlutur kvenna í stjórn-
málum, stjórnum stórra fyrirtækja og í fjármálaheiminum er því miður
ekki jafn hlut karla. Fæðingarorlofslögin voru þó eitt skref í rétta átt.
Hvað má betur fara í jafnréttismálum hér á landi?
Jafna þarf launamun kynjanna og hlut kvenna í stjórnmálum, stjórnum
stórra fyrirtækja og fjármálaheiminum. Einnig þarf að auka hlut karla
í hefðbundnum kvennastéttum, svo sem leik- og grunnskólanum og
hjúkrun. Varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna þarf að meta
betur menntun sem konur koma með sér til Íslands og gefa þeim fleiri
tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, t.d. með því að mennta
sig eða taka þátt á sem fjölbreyttastan hátt í atvinnulífinu, ekki bara í
láglaunastörfum. Þær þarf að fræða betur um réttindi sín og skyldur.
Sum lög vinna hreinlega gegn hagsmunum kvenna af erlendum
uppruna, t.d. kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Ef þær vilja skilnað
missa þær um leið dvalarleyfið.
slíkir. Afleiðingarnar geta verið þær að konur missi úr höndunum hefðbundið valdasvið sitt, og þar með raskast valda-
jafnvægi milli kynjanna.
Ef þú ættir eina ósk handa konum heimsins, hver yrði hún?
Allir, konur sem karlar, eiga að lifa við öruggar framtíðarhorfur fyrir sig og börnin sín. Aftur á móti heyrast raddir
kvenna ekki jafnvel og raddir karla. Þar af leiðandi er oft litið framhjá þekkingu kvenna sem getur leitt til þess að
réttindi þeirra eru sniðgengin. Ég vildi því að allar konur öðlist rödd, að hlustað væri á þær og þær metnar að verð-
leikum.
Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi?
Mér finnst komið ákveðið bakslag í íslensk jafnréttismál, ekki síst vegna þess að ungar konur eru ef til vill að sofna á
verðinum. „Ekkert svona rauðsokkukjaftæði“ er setning sem ég heyri allt of oft frá ungu fólki af báðum kynjum.
Hvað má betur fara í jafnréttismálum hér á landi?
Við eigum langt í land hvað varðar launamisrétti og ábyrgðar- og stjórnunarstöður. Annars var fæðingarorlof feðra
skref í rétta átt, það þarf að ala upp í karlmönnum að heimilið sé góður og virðingarverður staður, og að virk þátttaka
í heimilishaldi sé bæði gefandi og skemmtileg.
��������������������
��������������
�� �����������
���������
20