Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 6

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 6
UNIFEM á Íslandi 15 ára – frá formanni Rósa Erlingsdóttir formaður fjallar um tímamót í störfum UNIFEM á Íslandi, framtíðarsýn félagsins og störf UNIFEM á alþjóðlegum vettvangi. Noeleen Heyzer, aðalframkvæmdastýra UNIFEM Afnám ofbeldis gegn konum er eitt af brýnustu baráttumálum í átt að kynjajafnrétti. Noeleen Heyzer, aðalframkvæmdastýra UNIFEM, viðrar helstu áherslur stofnunarinnar á næstu misserum. Ávarp forsætisráðherra Í ávarpi sínu drepur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á farsælu samstarfi UNIFEM og utanríkisráðuneytisins og helstu atburðum á döfinni á sviði jafnréttismála. UNIFEM á Íslandi Megináherslur nýráðinnar framkvæmdastýru UNIFEM, Birnu Þórarinsdóttur, og helstu mál á dagskrá hjá landsfélaginu eru reifuð. Störf UNIFEM á liðnu ritári voru í senn fjölbreytt, fræðandi og spennandi. Ásta María Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur stiklar á stóru í þeim efnum. Það er félögum UNIFEM á Íslandi að þakka að landsfélagið er eitt það öflugasta á Norðurlöndum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM taka nokkra félaga tali. Þrjár merkar konur fundu hugsjónum sínum farveg er þær stofnuðu UNIFEM á Íslandi fyrir fimmtán árum. Edda Jónsdóttir, ráðgjafi í almannatengslum ræðir við Sæunni Andrésdóttur og Kristjönu Millu Thorsteinsson um tilurð og stofnun félagsins. Efnahagslegt öryggi og réttindi kvenna Hnattvæðing og efnahagslegt öryggi kvenna Kynblind efnahagsstjórn, efnahagslegt öryggi kvenna á tímum hnattvæðingar og aðgangur þeirra að mörkuðum er meðal þess sem Ásta María Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur fræðir lesendur um. Kynjuð hagstjórn Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárlagagerð, skyldur Íslands í því sambandi og tilraunaverkefni norrænu ráðherranefndarinnar er umfjöllunarefni Silju Báru Ómarsdóttur, verkefnisstjóra á Jafnréttisstofu. Hér er einnig að finna samantekt Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur á framsögu Catharinu Brottare Schmitz, verkefnisstjóra hjá norrænu ráðherranefndinni, á ráðstefnunni Nordic Forum. Farandverkakonur Hvernig má það vera að þeir sem vinna 2/3 allra vinnustunda í heiminum beri úr býtum 1% eigna og 10% tekna? Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur byggir grein sína á erindi um farandverkakonur á málstofu sem haldin var á vegum UNIFEM og Mannréttindaskrifstofu Íslands í febrúar sl. Landið er hans en ekki hennar Eignar- og umráðarétturinn yfir landi er einn af hornsteinum velferðar og félagslegs öryggis fátækra í þróunarlöndum. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona fjallar um rétt kvenna til eignar og arfs. Ríkisstjórnun, friður og öryggi Heimurinn eins og við þekkjum hann? Um konur, stríð og frið Við búum í heimi þar sem konur og stúlkur eru meðal helstu fórnarlamba í átökum. Jónína Helga Þórólfsdóttir verkefnastjóri varpar ljósi á þessa staðreynd sem og störf Sameinuðu þjóðanna og UNIFEM sem viðkoma konum, stríði og friði. Þar sem allt er pólitískt Pólitískar hömlur, óviss framtíðarstaða Kósóvó, framfarir á sviði jafnréttismála og kynlífsþrælkun er meðal þess sem Bjarney Friðriksdóttir, faglegur ráðgjafi UNIFEM í Kósóvó, reifar fyrir lesendur. Jafnréttissjónarmið skortir í íslensku friðargæslunni Ný rannsókn um samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni gefur góða yfirsýn yfir störf friðargæslunnar með sérstaka áherslu á jafnréttissjónarmið. Hér fjallar Birna Þórarinsdóttir, höfundur skýrslunnar, um helstu niðurstöður. 6 Efnisyfirlit 8 11 14 15 17 20 24 27 30 34 40 44 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.