Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 6

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 6
UNIFEM á Íslandi 15 ára – frá formanni Rósa Erlingsdóttir formaður fjallar um tímamót í störfum UNIFEM á Íslandi, framtíðarsýn félagsins og störf UNIFEM á alþjóðlegum vettvangi. Noeleen Heyzer, aðalframkvæmdastýra UNIFEM Afnám ofbeldis gegn konum er eitt af brýnustu baráttumálum í átt að kynjajafnrétti. Noeleen Heyzer, aðalframkvæmdastýra UNIFEM, viðrar helstu áherslur stofnunarinnar á næstu misserum. Ávarp forsætisráðherra Í ávarpi sínu drepur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á farsælu samstarfi UNIFEM og utanríkisráðuneytisins og helstu atburðum á döfinni á sviði jafnréttismála. UNIFEM á Íslandi Megináherslur nýráðinnar framkvæmdastýru UNIFEM, Birnu Þórarinsdóttur, og helstu mál á dagskrá hjá landsfélaginu eru reifuð. Störf UNIFEM á liðnu ritári voru í senn fjölbreytt, fræðandi og spennandi. Ásta María Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur stiklar á stóru í þeim efnum. Það er félögum UNIFEM á Íslandi að þakka að landsfélagið er eitt það öflugasta á Norðurlöndum. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM taka nokkra félaga tali. Þrjár merkar konur fundu hugsjónum sínum farveg er þær stofnuðu UNIFEM á Íslandi fyrir fimmtán árum. Edda Jónsdóttir, ráðgjafi í almannatengslum ræðir við Sæunni Andrésdóttur og Kristjönu Millu Thorsteinsson um tilurð og stofnun félagsins. Efnahagslegt öryggi og réttindi kvenna Hnattvæðing og efnahagslegt öryggi kvenna Kynblind efnahagsstjórn, efnahagslegt öryggi kvenna á tímum hnattvæðingar og aðgangur þeirra að mörkuðum er meðal þess sem Ásta María Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur fræðir lesendur um. Kynjuð hagstjórn Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárlagagerð, skyldur Íslands í því sambandi og tilraunaverkefni norrænu ráðherranefndarinnar er umfjöllunarefni Silju Báru Ómarsdóttur, verkefnisstjóra á Jafnréttisstofu. Hér er einnig að finna samantekt Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur á framsögu Catharinu Brottare Schmitz, verkefnisstjóra hjá norrænu ráðherranefndinni, á ráðstefnunni Nordic Forum. Farandverkakonur Hvernig má það vera að þeir sem vinna 2/3 allra vinnustunda í heiminum beri úr býtum 1% eigna og 10% tekna? Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur byggir grein sína á erindi um farandverkakonur á málstofu sem haldin var á vegum UNIFEM og Mannréttindaskrifstofu Íslands í febrúar sl. Landið er hans en ekki hennar Eignar- og umráðarétturinn yfir landi er einn af hornsteinum velferðar og félagslegs öryggis fátækra í þróunarlöndum. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona fjallar um rétt kvenna til eignar og arfs. Ríkisstjórnun, friður og öryggi Heimurinn eins og við þekkjum hann? Um konur, stríð og frið Við búum í heimi þar sem konur og stúlkur eru meðal helstu fórnarlamba í átökum. Jónína Helga Þórólfsdóttir verkefnastjóri varpar ljósi á þessa staðreynd sem og störf Sameinuðu þjóðanna og UNIFEM sem viðkoma konum, stríði og friði. Þar sem allt er pólitískt Pólitískar hömlur, óviss framtíðarstaða Kósóvó, framfarir á sviði jafnréttismála og kynlífsþrælkun er meðal þess sem Bjarney Friðriksdóttir, faglegur ráðgjafi UNIFEM í Kósóvó, reifar fyrir lesendur. Jafnréttissjónarmið skortir í íslensku friðargæslunni Ný rannsókn um samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni gefur góða yfirsýn yfir störf friðargæslunnar með sérstaka áherslu á jafnréttissjónarmið. Hér fjallar Birna Þórarinsdóttir, höfundur skýrslunnar, um helstu niðurstöður. 6 Efnisyfirlit 8 11 14 15 17 20 24 27 30 34 40 44 48

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.