Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 19
Félagar UNIFEM
þau fimmtán ár sem UNIFEM hefur starfað á Íslandi hafa félagarnir alltaf stutt það dyggilega. UNIFEM
fannst því við hæfi á þessum tímamótum að fletta upp í félagaskránni og taka nokkra félaga tali,
fræðast um líf þeirra, áhugamál og skoðanir.
Hvað hefur þú verið félagi í UNIFEM lengi?
Í tvö ár.
Hvað starfar þú við?
Ég hef starfað sem leikari í 25 ár, auk þess sem ég hef verið í forsvari fyrir Bandalag íslenskra listamanna undanfar-
in sex ár, en ég lét af því starfi á síðasta aðalfundi (í lok október). Ég hef einnig verið í MBA-námi með vinnu við
Háskólann í Reykjavík frá árinu 2003. Nýlega var ég skipuð Þjóðleikhússtjóri af menntamálaráðherra og mun taka
við því starfi 1. janúar 2005.
Hver eru áhugamál þín?
Listir og mannúðarmál.
Af hverju ákvaðstu að gerast félagi?
Það var eiginlega fyrir hvatningu frá móður minni, Herdísi Þorvaldsdóttur, en hún hefur verið virkur félagi lengi.
Hvaða þróunarmál eru þér hugleikin?
Menntunarmál, ég lít svo á að árangursríkast sé að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Sérstaklega er mikilvægt að stuðla að
aukinni menntun stúlkna, en þær standa víða illa í þessu tilliti, eins og kunnugt er. Þekking eykur einnig almenna
víðsýni og er þannig árangursríkasta tækið til að hafa áhrif á afstöðu manna og trúarskoðanir til lengri tíma litið, eða
þau hindurvitni sem halda konum niðri eða stuðla að misnotkun þeirra.
Hvaða þýðingu hefur UNIFEM í þínum huga?
Samtökin endurspegla táknræna samstöðu kvenna um allan heim um þau málefni sem varða líf og viðurværi kvenna í
þróunarlöndunum. En samstaðan er ekki bara táknræn, því víða hefur UNIFEM einnig látið til sín taka með beinum
og áþreifanlegum hætti.
Er UNIFEM að standa sig?
Ég er ekki dómbær á það, en hægt og bítandi hlýtur starf alþjóðasamtaka á borð við UNIFEM að skila árangri, við
verðum að minnsta kosti að trúa því að svo sé.
Ef þú ættir eina ósk handa konum heimsins, hver yrði hún?
Að þær mættu í öllum tilfellum fá að njóta sín á sínum eigin forsendum án þess að þurfa að sæta andlegri eða líkam-
legri kúgun vegna kynferðis síns.
Finnst þér vera jafnrétti á Íslandi?
Í orði já en ekki á borði, og það hefur minnst með góðan vilja að gera, hann er til staðar. Vandamálið er að við erum
flest föst í viðjum vanahugsunar og tökum ósjálfrátt mið af þeim fyrirmyndum sem við ólumst upp við. Raunveru-
legar hugarfarsbreytingar taka því miður langan tíma.
Hvað má betur fara í jafnréttismálum hér á landi?
Það snýr aðallega að okkur sjálfum að sýna og sanna að við höfum raunverulega eitthvað fram að færa í öllum málum
og öllu tilliti. Við konur þurfum einfaldlega að vera djarfari en við höfum almennt þorað að vera hingað til og taka
okkur það rými í tilverunni sem hæfir vitsmunum okkar og mannkostum.
Tinna Gunnlaugsdóttir
Kjartan Páll Sveinsson
Hvað hefur þú verið lengi félagi í UNIFEM?
Í þrjú ár.
Hvað starfar þú við?
Ég er hópstjóri á unglingadeild BUGL, en er á leið utan í meistaranám í mannfræði.
Hver eru áhugamál þín?
Ég hlusta mikið á tónlist, fylgist með fréttum. Svo er fátt betra en að sötra skoskt viskí og lesa
góða etnógrafíu.
Af hverju ákvaðstu að gerast félagi?
Ég sá fyrirlestur með Waris Dirie um árið. Ég hef ferðast töluvert um horn Afríku þar sem umskurður kvenna tíðkast,
og fannst mikilvægt að standa við bakið á samtökum sem láta sig varða málefni sem þetta.
Hvaða þróunarmál eru þér hugleikin?
Oft er mikil karlaslagsíða í þróunarverkefnum, þar sem starfsfólk þróunarsamtaka ber með sér fyrirfram mótaðar en
ómeðvitaðar hugmyndir um kynhlutverk. Þær samræmast ekki endilega staðbundnum hugmyndum en karlmenn
koma oftast betur út úr slíkum misskilningi. Þeir eru sjálfkrafa taldir höfuð heimilisins og að þeir taki ákvarðanir sem
18