Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 72
Veikleikar
Ríkustu 5% jarðarbúa eru með 114-faldar tekjur þeirra 5%
sem fátækastir eru.
Þeim sem búa við örbirgð í Afríku fjölgaði úr 242 milljónum
í 300 milljónir á tíunda áratugnum.
Í Mið- og Austur-Evrópu lækkuðu tekjur á íbúa um 2,4% á
ári á tíunda áratugnum og um 0,3% í Afríku.
20 lönd í Afríku – þar sem meira en helmingur íbúa álfunn-
ar býr – eru fátækari nú en þau voru árið 1990. 23 lönd eru
fátækari en þau voru árið 1975.
Hlutfall bólusettra barna í Afríku hefur farið lækkandi og er
nú innan við 50%.
Verði ekki lögð aukin áhersla á baráttuna gegn hungri mun
það taka a.m.k. 130 ár að útrýma hungri í heiminum.
Í lok árs 2000 höfðu allt að 22 milljónir manna dáið úr al-
næmi, 13 milljón börn höfðu misst móður eða báða foreldra
vegna alnæmis. Alls 40 milljón íbúar jarðar eru smitaðir af
alnæmisveirunni, þar af eru 90% í þróunarlöndum og 75%
í Afríku.
Dag hvern deyja yfir 30.000 börn úr sjúkdómum sem ekki
eru banvænir.
100 milljónir kvenna væru nú á lífi ef ekki tíðkuðust barna-
morð, vanræksla og fóstureyðingar byggðar á kynjavali.
Á hverju ári deyja fleiri en 500.000 konur af völdum þung-
unar eða vegna barnsburðar.
113 milljónir barna á skólaaldri ganga ekki í skóla, 97%
þeirra búa í þróunarlöndum.
93 lönd – þar sem 39% íbúa jarðar búa – hafa ekki tiltækar
upplýsingar um grunnskólagöngu.
60% barna í heiminum sem ekki njóta skólagöngu eru
stúlkur.
Af 854 milljónum manna sem eru ólæsir og óskrifandi eru
544 milljónir konur.
Framfarir
Hlutfall jarðarbúa sem býr við örbirgð hefur lækkað úr 29%
árið 1990 í 23% árið 1999.
Á tíunda áratugnum minnkaði örbirgð um helming í Austur-
Asíu og Kyrrahafslöndunum og um 7% í Suður-Asíu.
Í Austur-Asíu og í Kyrrahafslöndum var 5,7% hagvöxtur á
íbúa á tíunda áratugnum og 3,3% í Suður-Asíu.
Síðan 1990 hafa 800 milljón jarðarbúa fengið betri aðgang
að vatnsbólum og 750 milljónir að hreinlætisaðstöðu.
57 ríki – þar sem helmingur jarðarbúa býr – hafa dregið úr
hungri um helming, eða munu ná því fyrir árið 2015.
Sum þróunarlönd hafa náð árangri í baráttunni gegn al-
næmi. Í Úganda lækkaði hlutfall þeirra sem eru smitaðir af
alnæmisveirunni úr 14% í 8% á tíunda áratugnum.
Á tímabilinu 1970-2000 lækkaði barnadauði í heiminum úr
96 í 56 á hverja 1.000 íbúa.
Á tímabilinu 1990-1998 hækkaði hlutfall barna sem ganga í
grunnskóla úr 80% í 84%.
Í 51 landi – þar sem 41% íbúa jarðar býr – fá öll börn eða því
sem næst grunnskólamenntun.
Í 90 löndum – með meira en 60% íbúa jarðar – fá drengir og
stúlkur að stunda grunnskóla jafnt, eða því takmarki verður
náð fyrir 2015.
1 Byggt á Human Development Balance Sheet. Human Development Report 2002.
UNDP. 2002. Birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi utanríkisráðuneytisins.
Staða þróunar: Framfarir og veikleikar
1
Ljósmyndir: t.v. Róshildur Jónsdóttir/Laos, t.h. Eyjólfur V. Valtýsson/ Namibía.
73