Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 91

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 91
í fyrsta sinn. Þetta felur í sér að Ísland hefur kosningarétt um málefnin sem tekin eru fyrir og er þar af leiðandi virkari þátttakandi í störfum nefndarinnar. Kosið er eftir landfræðilegri dreifingu og hafa Norðurlönd átt sæti í nefndinni. „Ísland tók sæti sitt á þessu ári og mun sitja í fjögur ár. Kvennanefndin leggur fram tillögur til efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) um málefni kvenna og jafnrétti kynjanna sem krefjast viðbragða alþjóðasamfélagsins. Samningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum (CEDAW) var til að mynda samþykktur fyrir tilstuðlan kvennanefndarinnar,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, lögfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu. Hanna Sigríður segir störf kvennanefndarinnar hafa eflst upp úr 1987 í takt við alþjóðlega áherslu á jafnréttismál. Þá hafi vægi kynjajafnréttis í allri umræðu og ákvarðanatöku aukist verulega eftir kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995. Þar var lokahönd lögð á alþjóðlega framkvæmdaáætlun sem miðar að því að bæta stöðu kvenna um allan heim. Áætlunin er þekkt undir nafninu Beijing Platform for Action, eða Peking-áætlunin og er Ísland meðal ríkja sem hafa samið slíka jafnréttisáætlun. Áhersla á þátttöku karla og drengja „Kvennanefndinni var falið það hlutverk að fylgja framkvæmdaáætluninni eftir og því markar efni hennar starfssvið nefndarinnar. Að jafnaði starfa tveir vinnuhópar í einu á fundum kvenna- nefndarinnar og fjalla um tiltekin áhersluefni hverju sinni. Á fundi nefndarinnar í mars 2004 var megináherslan annars vegar lögð á konur, stríð og friðargæslu og hins vegar á hlutverk karla og drengja í jafnréttisstarfi og starfi sem beinist að því að auka réttindi og bæta stöðu kvenna. Tillögur kvennanefndarinnar, byggðar á störfum þessara nefnda, eru svo sendar til ECOSOC og þvínæst til þriðju nefndar allsherjaþings SÞ, sem fjallar um mannréttindarmál.“ Þar starfa sex nefndir sem fjalla um þematísk málefni sem spanna starfssvið SÞ. Ofbeldi gegn konum þykir ein skýrasta birtingarmynd kynjamisréttis og hefur Ísland lagt áherslu á þann málaflokk, eins og fyrr segir. Á síðasta ári náðist ekki samkomulag um lokaskjal fundar kvennanefndarinnar sem ætlað var að fjalla um leiðir sem miðast við að afnema ofbeldi gegn konum. „Það urðu óneitanlega vonbrigði að ekki náðist samkomulag um lokaskjal um þetta efni og sennilega engin ein skýring til á hvernig fór. Ein ástæðan er þó líklega misjafnar áherslur og sjónarmið í þessum málum meðal ríkja heimsins. Því er kannski ráð að líta um öxl og tryggja betur framkvæmd á því sem þegar hefur náðst samkomulag um á þessu sviði,“ segir Hanna Sigríður. „Á næsta ári verða tíu ár liðin frá því að Peking-framkvæmdaáætlunin var gerð. Þá verður litið yfir farinn veg í störfum kvennanefndarinnar, hvað hefur náð fram að ganga og svo fram- vegis.“ „Í því sambandi hafa Sameinuðu þjóðirnar sent spurningalista til allra aðildarríkjanna þar sem þau eru beðin um að tiltaka árangur af starfi þeirra á sviði jafnréttis og réttinda kvenna á tveimur til þremur sviðum, tilgreina hvaða vandamál hafa komið upp við framkvæmd áherslu- atriða og svo framvegis. Þessum upplýsingum verður svo komið í eina skýrslu sem verður tilbúin fyrir næsta fund kvennanefndarinnar í mars 2005. Á þeim fundi verður lögð áhersla á að meta árangur sem náðst hefur frá þvi að Peking-áætlunin var gerð. Kvennanefndin mun því ekki beina sjónum sínum að nýjum markmiðum heldur vinna að því að ná þegar settum markmiðum.“ Áhersla á að sameina fjölskyldu- og atvinnulíf Hanna Sigríður segir Ísland telja sig hafa ýmislegt til málanna að leggja á sviði jafnréttismála. Íslendingar hafi ekki einir og sér ekki hafa sett sérstök verkefni í forgang, heldur hafi Norður- löndin unnið saman að tillögum sínum í kvennanefndinni. „Til að mynda var það áhersla Norðurlanda að sjónum yrði beint að þátttöku karla og drengja við að bæta stöðu kvenna um allan heim. Til að samhæfa afstöðu okkar má nefna að fulltrúar Norðurlanda hittast á undir- búningsfundi fyrir árlega fundi kvennanefndarinnar.“ Við gerð lokaskjalsins um þátttöku karla og drengja í jafnréttismálum á fundi kvennanefnd- arinnar í mars sl. segir Hanna Sigríður Ísland hafa lagt sérstaka áherslu á samræmingu fjöl- skyldulífs og atvinnulífs hjá báðum kynjum. „Má þar nefna málaflokka eins og feðraorlof, barnagæslu, verkaskiptingu á heimilinu, kynbundinn launamun, samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs, ábyrgð karla á að koma í veg fyrir kyndbundið ofbeldi, áhersla á foreldrahlutverk Vísað var í ræðu Kofi Annans, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um framfylgni þúsaldarmarkmiðanna, en í henni sagði hann að „hvergi í heiminum væru kvenréttindum gefið það vægi sem þau ættu að hafa“. Ennfremur benti Annan á að ofbeldi gegn konum á átaka- svæðum hefði færst í aukana og lýsti áhyggjum af mansali. Þá sagði hann að konum væri að mestu leyti haldið utan við samninga- viðræður og ákvarðanatöku, ekki síst á tímum friðarviðræðna og uppbyggingar eftir stríð. „Til að mynda var það áhersla Norðurlanda að sjónum yrði beint að þátttöku karla og drengja við að bæta stöðu kvenna um allan heim. Til að sam- hæfa afstöðu okkar má nefna að fulltrúar Norður- landa hittast á undirbún- ingsfundi fyrir árlega fundi kvennanefndarinnar.“ Ljósm ynd ir: Efri, D avíð Log i Sig urðsson/Írak. N eðri, Róshild ur Jónsd óttir/Laos. 90

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.