Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 8

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 8
Rósa Erlingsdóttir, formaður UNIFEM á Íslandi Fimmtán ár eru liðin frá stofnun UNIFEM á Íslandi. Jafnframt eru 25 ár liðin frá samþykkt alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálans. Árið 1976 var UNIFEM, þróunarsjóður SÞ í þágu kvenna, öðru nafni Kvennasjóðurinn stofnaður. Á næsta ári lítum við um öxl til Peking og spyrjum hvað hafi áunnist í mannréttindabaráttu kvenna á þeim tíu árum sem liðin verða frá því að þátttökulönd kvennaráðstefnunnar undirrituðu sameiginlega framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Merkiskonur finna hugsjónum sínum farveg Á tímamótum gefum við okkur tækifæri til að staldra við, huga að því sem vel hefur tekist og leggja á ráðin um framtíðina. Með stofnun UNIFEM á Íslandi árið 1989 fundu þrjár merkiskonur hugsjónum sínum farveg, þær Sæunn Andrésdóttir, Kristjana Milla Thorsteinsson og Gréta Gunnarsdóttir. Í blaðinu má lesa viðtal Eddu Jónsdóttur við þær Sæunni og Kristjönu Millu þar sem ítarlegar upplýsingar um tilurð og stofnun félagsins koma fram. Ég var viðstödd viðtalið við þær stöllur og var djúpt snortin af því að heyra hvernig þær komu félaginu á legg. Sæunn sótti kvennaráðstefnuna í Osló árið 1988 og hlýddi þar á fram- sögu Helvi Sipilä, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra SÞ og stofn- anda fyrsta UNIFEM landsfélagsins í Finnlandi árið 1981. Þær Kristjana Milla lögðust í ferðalög og greiddu úr eigin vasa allan tilfallandi kostnað, sannfærðar um að boðskapur UNIFEM og kvennaáratugar SÞ myndi seinna ná eyrum íslenskra ráðamanna og almennings. Sæunn sagði mikil- vægi þróunaraðstoðar fyrir konur felast í því að með því að hjálpa kon- um væri öðrum einnig komið til hjálpar, börnum og öldnum. Þá er ekki síður mikilvægt að kynnast aðstæðum kvenna um allan heim, spegla okkur sjálfar í hlutskipti annarra og vita hvar og hvernig við getum orðið þeim að liði. UNIFEM á Íslandi hefur ekki enn orðið sú fjöldahreyfing sem frumkvöðullinn Sæunn Andrésdóttir sá fyrir sér en félagið hvílir á traustum grunni og öflugum hópi félaga. Á liðnum 15 árum hefur félagið eflst og þróast. Það hefur notið stuðn- ings dyggra félaga sem nú eru um 430 talsins, náð eyrum yfirvalda og tryggt Kvennasjóðnum föst framlög á íslenskum fjárlögum. Til skamms tíma rann fjárframlag íslenskra stjórnvalda í gegnum landsfélagið til til- greindra þróunarverkefna Kvennasjóðsins. Félagið öðlaðist á þeim tíma mikla þekkingu á kjörum kvenna í þróunarlöndum og félagar í UNIFEM kynntust af eigin raun hvað jafnvel smávægileg aðstoð getur breytt miklu. Félagið stóð ýmist eitt að verkefnunum eða átti sam- starf við önnur landsfélög. Verkefni þessi voru í löndum Andesfjalla, í Mexíkó og á Indlandi. Verkefni UNIFEM á annað hundrað talsins Nýr samstarfssamingur landsfélaga við höfuðstövar UNIFEM gerir ráð fyrir að framlög þeirra renni beint til þróunarsjóðsins og hækki í áföng- um í 50.000 dollara árlega. Skrifstofan í New York ráðstafar þessum fjár- framlögum til þróunarverkefna og heldur í samstarfi við svæðisskrifstofur utan um stjórnsýslu þeirra auk þess að vinna að framgangi jafnréttismála innan annarra stofnana SÞ. Nokkur umræða hefur verið meðal lands- félaganna um þessa skipan mála. Hins vegar er talið að fjármagnið skili sér á skilvirkari hátt til verkefnanna og er þessi breyting í samræmi við það sem almennt gerist á sviði þróunarsamvinnu. Helst hefur borið á gagnrýni þess efnis að landsfélögum sé með þessum hætti gert erfitt fyrir um fjáröflun þar sem um óskilgreind verkefni sé að ræða. Höfuðstöðvar UNIFEM í New York hafa brugðist við með auknum rafrænum sam- UNIFEM á Íslandi 15 ára 1989-2004 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.