Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 20096 Í október 1973 hófst kennsla í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands, þá í námsbraut innan læknadeildar. Það átti eftir að reynast afdrífaríkt. Þó að hvatamenn hafi verið framsýnir gerðu líklega fáir sér grein fyrir þeim breytingum sem hjúkrun sem fræðigrein myndi taka næstu 30 árin. Marga Thome var ráðin stundakennari við námsbrautina 1974 og hefur verið fastráðinn kennari síðan 1977 eða samfleytt í 32 ár. Hún varð dósent 1980 og fékk framgang sem prófessor 2006. Á þessum árum hefur hún tekið virkan þátt í að byggja upp öfluga hjúkrunarfræðideild. Marga getur nú horft til baka á mikið SJÁLFSTÆÐ HUGSUN BYGGIST Á ÞEKKINGARSKÖPUN Christer Magnusson, christer@hjukrun.is breytingatímabil í hjúkrunarfræði á Íslandi. Í viðtali við Tímarit hjúkrunarfræðinga notar hún tækifærið að líta yfir farinn veg. Kennarinn og manneskjan Marga Þeir sem þekkja Mörgu lýsa henni sem sérstakri manneskju sem lætur lítið yfir sér en lætur verkin tala. Hún er samkvæm sjálfri sér, mikill vinur og mannvinur. Marga er hógvær kona og virðist hlédræg en býr yfir innri krafti sem sýnir sig í því sem hún hefur áorkað í starfi. Hún vill ekki mikið tala um eigin persónu heldur er í viðtalinu strax farin að tala um rannsóknir og fræðistörf. Hún féllst þó á að segja nokkur orð um sinn bakgrunn. Marga útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi 1963 og sem ljósmóðir í Sviss 1965. Á námsárunum í Þýskalandi kynntist hún íslenskum manni en hann lést skyndilega haustið 2007. Marga lauk svo námi í kennslufræði fyrir hjúkrunarkennara í Þýskalandi en var ekki ánægð með hlutverk hjúkrunarkennarans. „Á þeim tíma var engin þekkingarsköpun í starfinu – við áttum bara að taka við þekkingu annarra og kenna öðrum hana. En sjálfstæði í hugsun fylgir því að skapa þekkingu,“ segir Marga ákveðin. Hún fluttist til Íslands haustið 1973 og fór í janúar 1974 að vinna í námsbrautinni. Ári seinna fór hún til Bretlands í meistaranám. Þar sem hún var ekki með Rannsóknarvirkni hjúkrunarfræðinga er nú orðin töluverður eins og sjá má í þessu tölublaði. En hvað varð til þess að þetta ferli hófst? Ein af þeim sem var með frá upphafi er Marga Thome, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um geðvernd eftir fæðingu í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. „Það sem kannski hefur heillað mig mest er að líta á starfsvettvang okkar sem uppsprettu fyrir vísindi,“ segir Marga Thome.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.