Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 9 Vísindamaðurinn Marga Sem kennari og rannsakandi hefur Marga sérhæft sig í hjúkrunarfræði nýbura og sængurkvenna með áherslu á geðheilsu þeirra. Rannsóknir hennar eru fjölþættar og hún hefur birt niðurstöður þeirra á ensku, íslensku og þýsku og haldið um þær fjölda erinda. Hún hefur til dæmis rannsakað brjóstagjöf íslenskra kvenna, geðheilbrigði eftir fæðingu og svefnvandamál ungra barna. Margt hefur breyst í rannsóknarumhverfinu. Fræðasvið hennar Mörgu, geðvernd eftir fæðingu, var upphaflega mótað eftir rannsóknaráætlunum einstaka fræðimanna. Núorðið er það ekki þannig. „Fyrst voru flestir rannsakendur einyrkjar og frumkvöðlar,“ segir Marga. „Nú er samstarf orðið mjög mikilvægt. Starfsvettvangurinn er orðinn að rannsóknarvettvangi og okkar rannsóknir eru alltaf tengdar starfsvettvangnum.“ Samstarf við heilsugæslu og sjúkrahús, eins og til dæmis samstarfið við Örnu Skúladóttur á barnaspítalanum, er rauður þráður í rannsóknum Mörgu. Hún vinnur nú að stórri rannsókn á geðsviði ásamt geðlæknum, sálfræðingum, ljósmæðrum, heilsugæslulæknum og fleiri aðilum. Markmiðið er að lýsa geðheilsu íslenskra kvenna frá meðgöngu þangað til að börnin eru fjögurra ára og búa til skimunarverkfæri til þess að finna konur sem þurfa aðstoð. „Starfsvettvangurinn er orðinn að rannsóknarvettvangi og okkar rannsóknir eru oftast tengdar starfsvettvangnum.“ Marga fór að sérhæfa sig í geðvernd í doktorsnáminu. „Ég hafði auðvitað séð þessi vandamál í praxís án þess að hafa hugmynd um hvernig ætti að mæta þeim,“ segir Marga. „Samkvæmt breskri skýrslu missum við nú flestar konur á barneignatímabilinu vegna geðrænna vandamála. Það er jafnvel orðið mun algengara en líkamleg vandamál eins og háþrýstingur á meðgöngu, sýkingar eða blæðingar sem við nú stjórnum mjög vel. Það deyr nánast engin kona lengur vegna líkamlegra vandamála. Hitt eigum við eftir að ná betra tökum á.“ Marga segir þetta vera mikið hagsmunamál fyrir börnin því að börn kvenna, sem eiga við geðvandamál að stríða, hafi meiri líkur á tengslaröskun sem geta varað allt lífið. Þetta er þess vegna ekki bara vandamál móðurinnar. Einnig hafi geðræn vandamál móðurinnar mikil áhrif á sambýlismenn og geti skaðað sambandið. „Í doktorsnámi mínu velti ég fyrir mér hvernig hægt væri að ná til mæðra með sálfélagsleg vandamál. Ég komst þá í kynni við fólk með sérþekkingu á þessu sviði. Meðal annars er ég í Marcé félaginu sem er alþjóðlegur bakhjarl varðandi geðvernd við fæðingu. Það er mjög mikill stuðningur í því og nú er verið að stofna dótturfélög á Norðurlöndunum.“ Marcé er upphaflega breskt félag og heitir það í höfðuðið á frönskum geðlækni sem var fyrstur að skrifa um geðvandamál ungbarna. „Fyrst var ég eini hjúkrunarfræðingurinn á ráðstefnum félagsins um geðvernd mæðra og ungbarna en nú er helmingur þátttakenda ljósmæður og hjúkrunarfræðingar,“ segir Marga. Nokkrum árum eftir að doktorsnáminu lauk gaf Marga út bók sem nefnist „Geðheilsuvernd mæðra eft ir fæðingu“. Bókin er ætluð fagfólki og fjallar annars vegar um Edinborgar- þunglyndiskvarðann og hins vegar um rannsókn á þunglyndiseinkennum meðal íslenskra mæðra þar sem notast var við kvarðann. Marga þók þátt í að stofna og móta Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði og var fyrsti stjórnarformaður þess 1997–2000. Rannsóknastofnun er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Landspítala. Marga hefur meðal annars lagt áherslu á meðferðarrannsóknir. Í mars sl. opnaði Rannsóknastofnun sérstakt rannsóknarsetur og hefur eitt af merðferðarherbergjum þess fengið hennar nafn. Markmiðið með rannsóknasetrinu er að auðvelda kennurum og samstarfsfólki þeirra að stunda meðferðarrannsóknir. Á síðustu árum hefur Marga í auknum mæli tekið þátt í alþjóðasamstarfi háskóla og rannsóknastofnana, sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki. Tengsl hennar við Bretland hafa lengi verið sterk og hefur hún meðal annars stuðlað að upptöku breskrar aðferðar við að bera snemma kennsl á geðvandamál barna og foreldra. Marga hefur einnig tekið þátt í starfi Workshop of European nurse researchers fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræði í framtíðinni Meirihluti fastráðinna kennara í hjúkr- unarfræðideild er nú með doktorsnám og stefnan er að allir fastráðnir kennarar hafi doktorspróf. Marga segir að hjúkrunarfræðideild hafi nú, sérstaklega eftir stofnun Rannsóknastofnunar í hjúkrunar fræði, miklu betri umgjörð en áður. Eftirspurn eftir háskólakennurum sé orðin meiri utan skólans. „Spítalinn hefur óendanlega þörf fyrir háskólakennara og eigin sérfræðinga sem geta sameinað störf í skóla og í klíník,“ segir hún. „Samstarf við starfsvettvanginn mun fara vaxandi. Kennarar geta ekki lengur unnið sem einyrkjar. En ég er alveg viss um að vísindin munu dafna. Kennarar í deildinni eru nú komnir með mjög góðan undirbúning fyrir vísindastörf og nýta vaxandi virðingar. Samstarfið við aðrar fræðigreinar er einnig vaxandi.“ Marga er bjartsýn og vongóð um framtíðina þó að næstu árin verði ef til vill erfið vegna efnahagsþrenginga. „Mér finnst við búa við mikið ríkidæmi í heilbrigðiskerfinu. Það fer ekki allt á hausinn þótt hluti af samfélaginu fari á hausinn. Mikið hefur áunnist og vísindin eru að sprengja landamærin. Þetta hefur verið sérstakt ævintýri en nóg er eftir að gera fyrir komandi kynslóðir.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.