Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 25

Tölvumál - 01.02.2008, Page 25
Að mati SUT er með öllu óskiljanlegt hversu erfitt virðist vera að framfylgja tillögum um Þriðju stoðina þó að allir hlutaðeigandi séu sammála um að til mikils sé að vinna Áætlanir gerðu til dæmis ráð fyrir að skammtímaávinningur „Þriðju stoðarinnar“ fyrir ríkið yrði um þrír milljarðar króna og langtímaávinningur mun meiri skammtímaávinningur „Þriðju stoðarinnar“ fyrir ríkið yrði um þrír milljarðar króna og langtímaávinningur mun meiri. Að mati SUT munu allir hagnast á bættum starfsskilyrðum hátækniiðnaðarins, hvort sem það eru fyrirtækin í geiranum, stjórnvöld eða almenningur í landinu. Ný von kviknar Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram að leggja beri aukna áherslu á að efla hátækniiðnað á Íslandi. Þar segir að skapa skuli kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja. Einnig má nefna að helstu markmið „Þriðju stoðarinnar“ eru mjög samhljóma markmiðum um hátækniáratuginn sem Samfylkingin lagði áherslu á fyrir kosningarnar sl. vor. Einnig var tekið undir ýmis baráttumál SUT í ályktunum síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Allur þessi samhljómur vekur að sjálfsögðu von um að fljótlega verði hafist handa við að hrinda tillögum „Þriðju stoðarinnar“ í framkvæmd svo og öðrum góðum tillögum sem lagðar hafa verið fram til að efla hátækniiðnað á Íslandi. Eins og segir í tilboðinu er það mat SUT að nauðsynlegt sé að gera strax öflugt átak áður en það verður um seinan. Átakið felst í að vinna upp forskot nágrannaþjóða okkar við að byggja upp upplýsingatækniiðnað og ná drjúgum skerfi í sístækkandi markaði fyrir upplýsingatæknilausnir og skapa ný störf. Eftir miklu er að slægjast. Alþjóðabankinn spáir að viðskipti með upplýsingatækni geti numið um 30% af heimsviðskiptum ef horft er til næstu 10­20 ára. Hátæknivettvangur? Í ljósi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að efla hátækniiðnað á Íslandi hefur verið unnið að því innan Samtaka iðnaðarins undanfarið að gerður verði samningur við stjórnvöld um stofnun svokallaðs samstarfsvettvangs um uppbyggingu hátækniiðnaðar á Íslandi. Meginhlutverk vettvangsins er að vinna á markvissan hátt að því að bæta starfsskilyrði og stuðningsumhverfi hátæknifyrirtækja. Vettvangurinn ynni að tillögugerð, mati og fjármögnun aðgerða og samstarfsverkefna til að ná skilgreindum markmiðum. Fylgst verður með framvindu, árangur aðgerða mældur og gerðar tillögur um nauðsynlegar úrbætur meðan á starfseminni stendur. Það er von SUT að með slíkum vettvangi fengju verkefni og tillögur Þriðju stoðarinnar öflugt brautargengi og tilboðinu frá 2005 yrði þar með formlega tekið. T Ö L V U M Á L | 2 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.