Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 23
Mikhaíl Búlgakov
Sálmur
f fyrstu er engu líkara en að rotta krafsi í hurðina. En svo heyrist afar kurteisleg
mannsrödd:
— Má ég koma inn?
— Já, gjörðu svo vel.
Það syngur í hurðarhjörunum.
— Romdu og sestu á dívaninn!
(Úr gættinni): — En hvernig kemst ég yfir parketið?
— Gakktu bara rólega, renndu þér ekki. Jæja, hvað er títt?
— Ekkert.
— Ég bið forláts, hver var þá að grenja frammi á gangi í morgun?
(Þungbúin þögn). — Ég var að grenja.
— Af hverju?
— Mamma flengdi mig.
— Fyrir hvað?
(Þögn hlaðin spennu). — Ég beit í eyrað á Shúra.
— Nei, heyrðu mig nú.
— Mamma segir að Shúra sé þrjótur. Hann stríðir mér, og hann hefur stolið
frá mér kópekum.
— Það er alveg sama, það eru engin lög sem segja að maður eigi að bíta í
eyrun á fólki sem stelur kópekum. Þú ert þá svona heimskur strákur.
(Móðgun). — Ég er ekki með þér.
— Þú þarft þess ekki.
(Þögn). — Ég segi pabba þetta þegar hann kemur. (Þögn). Hann skýtur þig.
— Er það svo, já. Jæja, þá er ég ekkert að hita te. Til hvers? Ef ég verð
skotinn hvort sem er...
— Jú, hitaðu te.
— Ætlarðu þá að drekka það með mér?
— Fæ ég konfekt með?
— Þó það nú væri.
— Þá vil ég það.
Tveir menn á hækjum sér — annar stór, hinn lítill. Músíkalskur hvinur í
katli, heit ljóskeila fellur á blaðsíðu í bók eftir Jerome Jerome.
— Vísunni ertu náttúrlega búinn að gleyma?
— Nei, ég man hana.
— Jæja, farðu þá með hana.
— Ég skal kau... kaupa mér skó...
— Og frakka.
— Og frakka og syngja á nóttinni...
— Sálm.
— Sálm... Og svo skal ég... fá mér rakka...
— Alltí...
— Allt í lagi, við lif-um það af.
id - LESIÐ MILLI 'LÍNA
23