Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 25

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 25
— Alveg einsog ég? — Þetta var laglegasti snáði, en því miður vildi svo óheppilega til að hann var áílogaseggur. Og hann notaði það sem hendi var næst til að slást með — hnefana, fæturna, og meira að segja skóhlífar. Og einu sinni gerðist það í stiganum að hann lamdi stelpu sem átti heima í íbúð númer átta — þessa góðu stelpu, sem var svo prúð og falleg — lamdi hana í andlitið með bók. — Hún slæst sjálf... — Hægan nú. Ég er ekki að tala um þig. — Er það annar Slavka? — Allt annar. Hvar var ég nú aftur? Já... Nú, þessi Slavka var auðvitað flengdur á hverjum degi, því einsog gefur að skilja er ekki hægt að leyfa slagsmál. En Slavka lét sér ekki segjast. Og þar kom að lokum, að einn góðan veðurdag, þegar Slavka var að slást við Shúra — það var annar strákur — þá gerði hann sér lítið fyrir og beit í eyrað á honum — og hálft eyrað fór af. Það varð uppi fótur og fit, Shúra orgaði, Slavka var flengdur, hann orgaði líka... Svo var náð í lím og reynt að líma eyrað á Shúra, Slavka var auðvitað sendur í skammarkrókinn... Og þá — var dyrabjöllunni allt í einu hringt. Og inn kom bláókunnugur herramaður með gríðarmikið, rautt skegg og blá gleraugu og spurði djúpum rómi: „Afsakið, hvor ykkar heitir Slavka?“ Slavka svarar: „Það er ég sem heiti Slavka“. — „Sjáðu nú til, Slavka,“ segir maðurinn, „ég er eftirlitsmaður og sé um alla áfiogaseggi og nú neyðist ég til þess, háttvirti Slavka, að senda þig burt frá Moskvu. Til Túrkestan“. Þá sá Slavka að illt var í efni, og iðraðist af öllu hjarta. „Ég viðurkenni", sagði hann, „að hafa slegist og spilað kópekuspil í stiganum og skrökvað að mömmu alveg samviskulaust þegar ég sagði henni að ég hefði ekki spilað... En þetta gerist ekki aflur, því að nú ætla ég að byrja nýtt líf‘. — „Jæja“, sagði eftirlitsmaðurinn, „þá horfir málið öðruvísi við. Og nú skaltu fá verðlaun fyrir að iðrast svo einlæglega“. Og svo fór hann með Slavka beina leið í verðlaunageymsluna. Og Slavka sá að þar var urmull af allskyns dóti. Þar voru blöðrur og bílar og flugvélar og röndóttir boltar og hjól og trommur. Og eftirlitsmaðurinn sagði: „Veldu nú það sem hugur þinn girnist“. En nú er ég búinn að gleyma hvað það var sem Slavka valdi sér. (Dreymin rödd og djúp). — Hjól! — Já, já, nú man ég, það var hjól. Og viti menn: Slavka settist á hjólið og hjólaði sem leið lá út á Rúsnétskí. Hann hjólaði og flautaði og fólkið stóð á gangstéttinni og undraðist: „Alveg er hann undraverður maður þessi Slavka. IJvernig fer hann að því að verða ekki undir bíl?“ En Slavka gefur merki og æpir til ökumannanna: „Akið rétt!“ Vagnarnir þjóta, bílarnir þjóta, Slavka þýtur áfram á fieygiferð, og nú koma hermenn og spila hergöngulag svo glymur í eyrum... — Er hann sofnaður? Syngur í hjörum. Gangurinn. Dyrnar. Hvítar hendur og handleggir berir upp að olnboga. — Almáttugur. Ég þarf að hátta hann. — Komdu svo. Ég bíð. — Það er orðið áliðið... á Jfficeý'/já ~ LESIÐMILU LÍNA 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.