Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 26
— Nei, nei... Ég vil ekki heyra þetta...
— Jæja þá.
Ljóskeilur. Hækkandi hvinur. Skrúfa upp kveikinn. Engin þörf íyrir Jerome
— hann liggur á gólfinu. Inn um prímusljórann glampar á lítið, glaðlegt víti.
Ég syng á nóttinni sálm. Við lifum þetta einhvernveginn af. Víst er ég einmana.
Sálmurinn er dapurlegur. Ég kann ekki að lifa. Verstir af öllu eru hnapparnir.
Þeir hrynja af manni, það er einsog þeir fúni. í gær fór vestishnappur. í dag
fór annar, af jakkanum, og enn einn, af buxunum aftanverðum. Ég kann ekki
á hnappa, en ég sé allt og skil allt. Hann kemur ekki aftur. Hann skýtur mig
ekki. Um daginn sagði hún við Natöshu frammi á gangi: „Bráðum kemur
maðurinn minn heim og þá förum við til Pétursborgar“. Hann kemur ekkert
heim. Hann kemur ekki, sannið þið til. Það eru sjö mánuðir síðan hann fór, og
þrisvar sinnum hef ég séð hana gráta. Maður getur nefnilega ekki leynt tárum
sínum. En mikill er hans missir, að yfirgefa þessar hvítu, hlýju hendur. Hann
um það, en ég skil bara ekki hvernig hann gat gleymt Slavka...
Svo undur glaðlega söng í hjörunum...
Engai- ljóskeilur. í prímusljóranum svartamyrkur. Ketillinn löngu þagnaður.
Ljóstíra gjóar þúsund smáaugum út um gisinn satínskerm.
— Dásamlegir fingur sem þú hefur. Þú ættir að vera píanóleikari.
— Þegar ég fer til Pétursborgar, þá byrja ég aftur að spila...
— Þú ferð ekki til Pétursborgar. Slavka er með samskonar sveip í
hnakkanum og þú. En mér leiðist, veistu það. Leiðist alveg ótrúlega. Lífið er
ómögulegt. Eintómir hnappar alll um kring, hnapp...
— Ekki kyssa mig... Ekki kyssa... Ég verð að fara. Það er orðið áliðið.
— Þú ferð ekki. Þú ferð bara að gráta þarna frammi. Þú ert vön því.
— Það er ekki satt. Ég græt ekki. Hver sagði þér það?
— Ég veit það. Ég sé það sjálfur. Þú grætur og mér leiðist... leiðist...
— Hvað er ég að gera... hvað ert þú að gera...
Engar ljóskeilur. Ekkert ljós bakvið gisinn skerm. Myrkur. Myrkur.
Engir hnappar. Ég kaupi hjól handa Slavka. Ég kaupi hvorki skó né frakka,
syng engan sálm um nætur. Alll í lagi, við lifum það af, einhvernveginn.
Ingibjörg Haraldsdóttir íslenskaöi
26
áÆay/iiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994