Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 28

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 28
Li Fu-yen Chang Lao Enginn veit hvaðan Chang Lao, Chang hinn aldni, kom eða hvert ættarnafn hans var. Eins lengi og elstu menn í Luho-/isi'era rak minni til, hafði hann verið fátækur garðyrkjumaður og hiíið í sömu götu, í nábýli við liðsforingja á eftirlaunum, Wei Shu að nafni. Dag nokkurn frétti Chang Lao, að Wei Shu hafði boðað hjúskaparmiðlara heim til sín. Chang Lao áttaði sig gjörla á erindinu, svo hann beið eftir miðlaranum við gatnamótin. „Hvernig líður yður?“ ávarpaði hann hjúskaparmiðlarann, þegar hún kom frá húsinu og út á götuna. „Ágætlega, þakka yður fyrir “ „Mynduð þér vilja líta inn og snæða með mér kvöldverð? Ég hef eldað nokkra valda rétti af þessu tilefni. “ „Nú er elskulega boðið. En ég held að ég verði að hraða mér heim. Farið er að verða áliðið. “ „Ekki nærri strax. Það mun valda mér miklum vonbrigðum, ef þér afþakkið boð mitt, af því að ég hef matreitt réttina sérstaklega handa yður. Auk þess vil ég gjarna ráðgast við yður um áríðandi málefni.“ Nauðug viljug varð konan að þiggja boðið, en samt ekki algjörlega gegn hug sínum, því hvað gat veitt henni meiri ánægju en kát pör og að vera boðið upp á hressandi staup! „Er satt að granni minn, herra Wei, ætli að gifta dóttur sína og hafi falið yður að finna rétta manninn?“ spurði Chang Lao um leið og hann lyfti glasi fyrir henni. „Já, það er einmitt ástæða þess að hann bað mig að koma til sín.“ „Hvernig væri að láta mig hreppa hnossið?“ spurði Chang Lao og brosti breitt. „Þótt ég sé aðeins garðyrkjumaður, þá þræla ég hörðum höndum og vinn mér inn nóg til framfæris.“ Hjúskaparmiðlarinn rak upp stór augu. „Hvað?“ æpti hún og trúði tæpast eigin eyrum. „Þér viljið biðja um hönd stúlkunnar? Eruð þér vissir um að þér séuð ekki annaðhvort drukkinn eða þá viti yðar fjær? Hvaðan kom yður sú hugmynd að stúlka af svo göfugum ættum myndi vilja gifiast garðyrkjumanni? Þrátt fyrir að herra Wei hafi nýlega látið af embælti sínu í Yangchow og sé ekki eins fjáður og hann var í eina tíð, þá þarf hann að gæta sóma síns og stöðu í þjóðfélaginu. Hann treysti mér fyrir að sjá um hjónabandið af því, að hann veit að ég get valið dóttur hans besta mannsefnið. Haldið þér að ég geti farið og sagt honum að ég hafi valið honum óbreyttan garðyrkjumann fyrir tengdason? Þér eruð kjáni að ímynda yður að vínstaup geti fengið mig til að gera eitthvað sem ég sjálf tel vera óviðurkvæmilegt." Að þessum beinskeyttu orðum sögðum hélt hjúskaparmiðlarinn foxill á brott. En Chang Lao lét þetta ekki aftra sér Hann vildi ekki svo auðveldlega gefa alla von upp á bátinn og margleitaði til hennar með erindi sitt. „Gerið það fyrir mig að bera þetta upp við herra Wei,“ þrábað hann. „Ég 28 á Ó- - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.