Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 29

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 29
mun vera yður þakklátur, jafnvel þótt mér verði hafnað. Þá mun ég sættast við örlög mín.“ Chang Lao hafði búið í nágrenni Wei Shus frá því að hinn síðarnefndi hætti störfum og settist þar að með fjölskyldu sína. Hann hafði annað hvort séð dóttur Wei Shus bregða fyrir, eða hafði að minnsta kosti heyrt um fegurð og góða kosti stúlkunnar. Þess vegna hafði hann einsett sér að biðja hennar. Að lokum var hjúskaparmiðlaranum farin að leiðast þrákelkni Chang Laos og hélt ófús til Wei Shus. Eins og hún hafði búist við brást Wei Shu hinn versti við, þegar hann heyrði tillöguna: „Er ætlun yðar að móðga mig!“ öskraði hann. „Ætti ég að þurfa að gifta dóttur mína lágkúrulegum garðyrkjumanni vegna þess eins að ég er að verða fátækur? Honum er hægt að fyrirgefa slíka hugaróra, en hvemig getið þér, sem þekkið mig og ætt mína mætavel, lagt fyrir mig svo fráleitt bónorð? Wei- ættin er fjölmenn. Haldið þér að nokkur í henni liði slíka hneisu?“ „Fyrir aila muni haílð hemil á bræði yðar, herra,“ baðst hjúskaparmiðlarinn afsökunar. „Ég vissi að þetta væri af og frá og harðneitaði að bera upp erindið. En Chang Lao heimtaði að ég kæmi hugmyndum hans á framfæri við yður! Hann sagðist verða ánægður, jafnvel þó svar yðar yrði »nei!«“ „Nei? Auðvitað nei!“ hneykslaðist Wei Shu. „Segið honum, að geti hann átt fnnm hundruð strengi cash-a handa mér eftir einn eða tvo daga, þá skuli ég gefa honum dóttur mína! “ Þetta átti að vera kaldhæðni vegna þess að Wei Shu var algjörlega sannfærður um það, að Chang Lao, fátækum garðyi’kjumanni, gæti aldrei tekist að ná saman fimm hundruðum cash-a, jafnvel á heilu ári. Vitanlega var hjúskaparmiðlarinn líka fullviss um þetta. „Allt í lagi,“ sagði Chang Lao þegar honum var borið svarið sem átti að heita skilmálinn fyrir hjónabandinu. Að morgni næsta dags hlóð hann vagn sinn allri upphæðinni sem krafist var, og ók heim til Wei Shus. Öllum heimilismönnum var brugðið. „Þetta var bara brandari!" veinaði Wei Shu. „Ég hélt, að garðyrkjumanni væri ógemingur að ná saman svo miklu fé. Núna eru peningarnir hér. Hvað á ég að gera? Hvað get ég gert?“ Hann sendi þjónustustúlku til þess að þreifa fyrir sér um viðhorf dóttur sinnar. En honum til furðu sagði stúlkan aðeins: „Þetta eru örlög mín.“ Dóttirin hafði verið alin upp í samræmi við kenningar Konfúsíusar og hlýddi ævinlega óskum foreldra sinna. Faðir hennar var ærukær maður. Hún vildi ekki að hann gengi á bak orða sinna hennar vegna. Hjónabandinu var komið í kring. Eftir giftinguna hélt Chang Lao áfram að vinna í garðinum, þar sem hann ræktaði grænmeti til þess að selja á markað- inum. Kona hans hjálpaði honum við störf á borð við að vökva og reyta illgresi. Hún vann heimilisverk sín án þess að mæla stakt kvörtunarorð af vörum. Hjónin virtust bera mikla umhyggju hvort fyrir öðru, þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun. Stundum sátu þau á sumarkvöldum eftir daglangt strit, hvíldust í reyrstólum og nuta þess að spjalla saman í svalandi andvaranum. Þau voru fullkomlega hamingjusöm. Aðeins ættingjar herra Weis voru óánægðir, því þeim fannst enn þá á ~ LESIÐ MILLI LÍNA 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.