Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 39
hans leiddi drenginn og óttaðist að núna, þegar bæði væru laus við hann,
mundi hún tjá syni sínum...ja...hvað? „Catarína,“ hugsaði hann, „Catarína,
barnið er sakleysingi!“ Á hvaða andartaki þrýstir móðirin barni sínu að sér til
þess að færa því það fangelsi ástarinnar sem vofir endalaust yfir framtíð
karlmannsins. Seinna, þegar sonur hennar væri orðinn að manni, aleinn, þá
átti hann eftir að standa við þennan sama glugga og berja fingrum á rúðuna;
fangelsaður. Neyddur til að svara látnum manni. Hver veit í raun og veru
hvenær það er sem móðirin færir barni sínu erfðirnar. Og með hvaða
drungalega unaði. Núna skildu móðir og sonur hvort annað í þeirri leynd sem
þau deildu með sér. Síðan mundi enginn geta vitað á hvaða dökku rótum
frelsi mannsins nærist. „Catarína,“ hugsaði hann reiðilega, „barnið er
sakleysingi!“ En þau voru horfin niður á strönd. Orðin að sameiginlegum
leyndardómi.
„En hvað með mig?“ spurði hann skelkaður. Núna voru þau bæði farin
einsömul. Og hann var einn. „Með laugardaginn sinn“. Og kvefið sitt. í
snjTtilegu íbúðinni þar sem „allt gekk vel“. 1 Iver veit nema konan hans væri
að flýja með drenginn burt úr mátulega björtu stofunni með velvöldum
húsgögnum, frá gluggatjöldunum og málverkunum? Það var einmitt þetta sem
hann hafði veitt henni. íbúð verkfræðings. Hann vissi að þótt konan notfærði
sér stöðu ungs eiginmanns með bjarta framtíð, þá fyi'irleit hún hana líka með
klóku augunum og fiúði með taugaveiklaða og magra soninn sinn. Maðurinn
varð órólegur. Vegna þess að hún gæti ekki haldið áfram að veita honum athygli
og ákjósanlegri árangur. Þó vissi liann að hún mundi hjálpa honum við að
öðlast frama og hata það sem þeim lilotnaðist. Þannig var þessi stillta þrjátíu
og tveggja ára gamla kona sem talaði aldrei í eiginlegum skilningi, eins og
hún hefði verið alltaf á lífi. Sambúð þeirra var svo kyrrlát. Stundum reyndi
hann að niðurlægja hana, fór inn í herbergið þegar hún var að skipta um föt
því hann vissi að hún vildi ekki láta sjá sig nakta. Af hverju þurfti hann að
niðurlægja hana? Þegar honum var fullljóst að hún yrði aðeins eins manns
kona jafn lengi og hún fyndi til eigin stolts. En hann hafði vanið sig á að gera
hana þannig kvenlega: niðurlægja hana blíðlega, og núna var hún farin að
brosa — haturslaust? Kannski stafaði friðsamleg sambúð þeirra af þessu og
rólegu samræðurnar sem gerðu andrúmsloftið heimilislegt fyrir barnið. Eða
varð henni þó kannski stundum gramt í geði? Drengurinn var stöku sinnum
gramur, sparkaði fótum, æpti upp úr martröð. Hvaðan var þetta iðandi barn
sprottið ef ekki af því sem konan og hann höfðu uppskorið með daglegri
umgengni sinni. Líf þeirra var svo friðsælt að ef andartaks gleði var í
uppsiglingu, þá litu þau snöggt hvort á annað, næstum kaldhæðin, og úr augum
beggja skein: við skulum ekki fara að eyða því, notum það ekki á hlægilegan
hátt. Það var engu líkara en þau hefðu verið á lífi frá örófi alda.
Núna liorfði hann úr glugganum, sá hana ganga hratt og leiða drenginn,
og hann sagði við sjálfan sig: Ilún er að njóta unaðstundarinnar — alein.
Ilonum fannst hann vera yfirgefinn, því langt var síðan hann hætti að geta
lifað án hennar. Henni tókst að eiga sínar stundir — alein. Hvað hafði konan
hans verið að gera til dæmis á milli þess að hún fór frá lestinni og kom heim?
Það var ekki þannig að hann tortryggði liana, en hann hafði sínar áhyggjur.
á- JföœpÁiá - LESIÐ MILLI LÍNA
39