Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 48

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 48
Bozorg Alavi Maðurinn frá Gílan Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Það var eins og stormurinn læsti klóm í jörðina til að ná valdi á henni. Trjákrónurnar, háar og ævagamlar, lömdust saman, hver í aðra, og innan úr skógi bárust vein, eins og frá konu í sárri neyð. Þyturinn úr skóginum hafði sigrast á söngvum kyrrðarinnar og regngeislarnir undu digra kaðla milli myrks himins og votrar jarðar. Himinn og jörð runnu saman. Ár ílóðu yfir bakka sína og úr öllum áttum streymdi vatn. Tveir lögregluþjónar, vopnaðir byssum, voru að fylgja manni frá Gílan til Fumen. Um háls fangans var vaíið teppi, öskugrátt að lit, og með annarri hendi hélt hann í snúruna á pinkli, sem hann bar á bakinu. Hann óð berfættur hægum, stuttum skrefum gegnum bleytuna, án þess að skynja storminn, rigninguna, verðina, skóginn og ógnvekjandi trén. Byssur og dauði skutu honum ekki heldur skelk í bringu.Vinstri handleggurinn hékk þunglega niður með síðu hans. Hann gaut augunum til lögregluþjónsins, sem gekk við hlið hans, með byssustinginn sem beindist að honum og ekki nema hársbreidd frá hægri olnboga hans. Regnið féll í dropum af byssustingnum. Jakkaermin var í styttra lagi og vatnið af teppinu rann auðveldlega niður í ermina. Maðurinn frá Gílan sleppti því öðruhverju taki á teppinu og færði snúruna yfir í hina höndina, skók vatnið úr erminni, þurrkaði sér í framan og strauk síðustu dropana af andlitinu, eins og hann væri að lauga sig fyrir bænargerð. Það var fyrst í daufri skímunni frá ljóskeri annars vegfaranda, að greina mátti stórskorið andlitið, stór, uppsperrt augun, bogið nefið og óttann, sem lesinn varð í andliti hans. Annar lögregluþjónninn, sem hét Múhameð Valí, var yfirliðþjálfi. Hann hafði horn í síðu fangans og lét hann aldrei í friði, ásótti liann með háðulegum athugasemdum og bölvaði honum í sand og ösku. Það var eins og hann kenndi fanganum um alla erfiðleikana, sem þeir máttu þola á hinni löngu göngu — rigninguna, myrkrið og sjálft haustveðrið. „Áróðursmaður, níðingur, svikari. Hvað ætlaðirðu annars að gera? Þú hafðir víst illt í liuga. Hélstu að landið væri stjórnlaust?“ Orðin „áróðursmaður“ og „svikari" hafði hann lært af liðsforingja sínum og liðsforinginn hafði lærl þau af útvarpi og dagblöðum landsins. „Stjórnin hefur nú í sex mánuði hvað eftir annað ítrekað við menn að þeir legðu fram sinn skerf til jarðeigenda. En hver hlustaði á þessháttar hjal? Allir höfðu vanist því að lifa á sníkjum. Nú eru aðrir tímar! Dagar ókyrrðar og stjórnleysis eru taldir. Á hverju ættu annars jarðeigendur að nærast og borga skatta sína? IJvað yrði um okkur, ef ríkið skorti fé? í fyrra var það sama sagan hjá ykkur — þeir voru líka ljóra inánuði á eftir með laun okkar. En nú er stjómin aftur sterk, og nú leyfist engum að leika bolsévíka lengur. í heilan mánuð hef ég gengið milli tehúsanna, frá einu þorpi til annars, til að tala við fólk og hvetja það til að greiða jarðeigendum sinn ldut. Ég hafði yfirlýsinguna 48 á ,93a!ýáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.