Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 49
frá stjóminni meðferðis, hengdi hana upp á veggi og las hana upphátt fyrir
þá: „Ef bændur færast undan að gjalda jarðeigandanum sinn lilut, má tilkynna
það liðsforingja eða yfirmanni herbúðanna til þess að sjá um að hlutur
jarðeigenda verði innheimtur og afhentur þeim.“
Ég spurði, hvort þeir þekktu vald yflrmannsins. Ég útlistaði fyrir þeim, að
það væri ég, hægri hönd yflrmannsins, sem þeir ættu að hlusta á. Ég útskýrði
fyrir þeim, hvað innheimta og últjorgun væri í raun. En tók nokkur mark á
því? Þið haldið því fram, að jarðeigandinn eigi að gefa ykkur jörðina og
sáðkornið og borga kostnað við áveitur fyrir akrana — og það allt saman án
þess að vita, hvort honum yrði nokkru sinni greiddur liluturinn sem hann átti
sjálfur. Það stóðst — það kom engin útborgun! En nú er stjórnin orðin
valdameiri og getur krafist tvisvar sinnum hærri útborgunar en áður. Við í
lögregluliðinu erum líka orðnir mektugri en áður og getum því látið meira til
okkar taka, amerískir herbúningar, amerískir frakkar, amerískir fiutningabílar,
allt þetta höfum við fengið. Samt var enginn sem vildi hlusta á mig. Þeir spurðu
hvað ég eiginlega meinti með hlut jarðeigandans! Þeir buðu mér ekki einusinni
tebolla. En... nú... nú!“ Yfirliðþjálfmn rak upp skellihlátur og enn hélt hann
áfram ræðu sinni: „En nú er komið að ykkur! En segðu mér eitt — hvað starfaðir
þú? Varstu foringi? Kanntu að lesa og skrifa?“
Maðurinn frá Gílan hlustaði ekki á þetta raus og svaraði honum ekki. Það
hafði tekið þá meira en fjórar klukkustundir að komast frá Túlam til staðarins
þar sem þeir nú voru sladdir, og allan þann tíma hafði hann ekki haft frið fyrir
Múhameð Valí. Hann hafði sífellt í hótunum við hann og lét hann aldrei í friði.
Öll gremjan innra með honum bitnaði á fanganum. En maðurinn frá Gílan
hugsaði ekki um annað en flótta. Hefði hann bara haft byssu eins og þá sem
yíirliðþjálfinn hélt á, hefði þeim ekki tekist að grípa hann. Ef hann hefði haft
vopn í hendi, hefði enginn liðþjálfi auðveldlega getað setið um hann við
akurvinnuna til að handsama hann. Þetta voru svei mér góðar byssur, sem
þeir höfðu þessir karlar! Ef Agólsmenn hefðu haft þó ekki væri nema eitt
hundrað slíkra vopna hefði það nægt til, að enginn hefði þorað að nálgast
skóginn. Hefði hann átt svona byssur, hefði margt orðið öðruvísi en nú var.
Hefði hann borið skotvopn þennan dag, væri Soghra enn á lífi og hann hefði
ekki orðið að snúa aftur til þorpsins og akurvinnimnar vegna brjóstmylkingsins
og þola um leið hinar bitru ásakanir Agóls Lulmanís: „Þú ert enginn karlmaður
— tekur að þér kvennastarf — að passa krakkann þinn!“
Ef hann og Agól Lulmaní hefðu haft eitt hundrað af þessháttar skotvopnum
væri líklega enginn sem hefði nefnt jarðeigandahlut aftur. En var þörf á
skotvopni? Fyndi hann bara sveran staf, skyldi hann brátt gera út afvið þennan
eiturlyfjasólgna liðþjálfa. Hann óskaði þess, að hætti að rigna svo hann gæti
komið auga á spýtu. Þá mundi hann skella sér til jarðar, grípa spýtuna, rétta
snöggt úr sér og slá á byssustinginn, svo byssan félli úr höndum Múhameðs
Valís. Þannig væri þá annar hermannanna úr sögunni. En hann var ekki nema
þrjú skref fyrir framan hann. Nærvera hans hlaut að verða honum hindrun í
slíkri ráðagerð. Hann þekkti ekki þennan hermann. Hann hafði aldrei staðið
augliti til auglitis við hann og hafði aldrei talað orð við hann. Það félli honum
þungt að drepa mann sem hann hefði aldrei séð áður, né átt neitt samneyti
LESIÐ MlLLl LÍNA
49