Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 59

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 59
frá Vishkasúkí var gerður að lögreglustjóra, og það stóð heima að hann rændi ekki nema eigin fjandmenn eftir það, en lét aðra í friði með eigur sínar. Múhameð Valí kveikti sér aftur í vindli. í betta sinn færði hann eldspýtuna nær Gíianbúanum og lýsti upp andlit hans. Fjólubfár reykurinn sveið fangann um nasir. „Hlustaðu á það sem ég er að segja! Af hverju svararðu ekki? Þegar við komum til Túlam tii að setja á stofn lögreglustöð, varst það þú sem sagðir majórnum, að þið hefðuð borgað jarðeigandanum hans hluta, og þú hélst langa ræðu. Af hverju ertu þá svona þögull núna..?“ Hann mundi þetta vel — það var rétt sem yfirliðþjálflnn sagði; svona hafði þetta verið. Þegar bændur lýstu yflr því, að þeir hefðu nú þegar foringja og þyrftu ekki aðra, hafði majórinn svarað þeim: „Ágætt, farið þá og tilnefnið fulltrúa fyrir ykkur. Ég þarf að tala við þá.“ Hann hafði sjálfur verið einn af þessum fulltrúum. Majórinn spurði þá: „Hafið þið borgað þann hluta sem ykkur ber eða ekki?“ Allir sögðu: „Já við erum búnir að borga.“ Síðan spurði hann: „Afhentuð þið hlutann áður en þið fenguð foringja eða ekki fyrr en eftir á?“ Bændurnir svöruðu: „Við höfum borgað bæði á undan og eftir.“ Þá var það, sem majórinn vék sér að Gílanbúanuin og spurði hann: „Hvað hefur þú tif dæmis afhent?“ Hann hafði svarað: „Silki, hrísgrjón, egg, hvítlauk, græn vínber, granatepli, sópa, lauk, óþroskuð hrísgrjón, hálm, hrísmjöl — allt þetta hef ég látið af hendi“ Aftur spurði majórinn: „Hefurðu líka gefið af uppskerunni í ár?“ „Núna í ár er ég búinn að afhenda silki, og ég á líka eftir að láta hrísgrjón af hendi.“ Þá var það sem majórinn sagði allt í einu: „Farðu og sæktu kvittanir þínar og sýndu mér þær.“ „Þú ert ekki fulltrúi jarðeigandans,“ mótmælti aumingja gamfi maðurinn, LotFalí. „Þú átt ekkert með að heimta þetta.“ Hann hafði varla orðinu sfeppt þegar majórinn gaf honum eldsnöggan löðrung. Bændurnir hlupu út úr herberginu, út undir bert loft. Það varð aldrei ljóst hver hafði blásið í lúðurinn, sem varð tif þess að bændurnir umkringdu húsið í þúsundatali. Síðan var byrjað að skjóta. Soghra varð fyrir kúlunni og dagar aumingja LotFalís voru líka taldir. Bændurnir hittust svo seinna um nóttina, og það var einmitt lögregluforinginn frá Vishkasúkí, sem lagði til að þeir kveiktu í húsunum. Ef hópur herinanna hefði ekki komið lögreglunni til aðstoðar einmitt þá, hefðu hús þorpsins brunnið til kaldra kola. Múhameð Valí stóð enn og reykti vindilinn sinn. Einmitt þá skaut þeirri hugsun upp í liuga fangans, að nú væri rétta slundin að afvopna hann. Hann skalf um allan líkamann. Honum varð hugsað til átakanlegs dauða Soghru, og það olli því að hann missti nálega stjórn á sér. Hann vissi ekki hvort hann hristist svona af kulda eða örvæntingu. En Múhameð Valí lét ekki staðar numið: „Þú ert svo gáfaður og reyndur. Þú segir ekki orð. Þú ert hræddur. Það er auðséð á þér. Þú ert hræddur við að segja eitthvað sem kæmi upp um þig. En segðu mér — hver þeirra, sem töluðu LESIÐ MILLI LÍNA 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.