Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 70

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 70
fyrr. Hann hefði átt að fá heiðursmerkið mitt.“ „Það áttu að eiga sjálfur," sagði gamla konan, „því sjálfsagt hefurðu fengið það fyrir hreysti og liugprýði." Hermaðurinn beit í eplið. Það var stórt og sætt. Svo sat hann og horfði á landslagið útum gluggann. Það voru akrar hvert sem litið var. Rauðir akrar, brúnir akrar og svartir. í fjarska stóðu hús sem horfðu á lestina og hermanninn með stofuandlitum og gluggaglyrnum. Og handanvið húsin óx skógur og teygði sig í átt að brautarteinunum til að gleypa lestina. Hún var gleypt. Skömmu síðar voru þau aftur komin útá bersvæði. „Það er hérna, það hlýtur að vera hérna!" hrópaði hermaðurinn. Hann strauk hendinni yfir heiðursmerkið og reis á fætur. Þvínæst opnaði hann klefadjTnar. „Væri ekki betra að þú fengir hana til að nema staðar?“ sagði gamla konan. „Það er auðvitað skynsamlegast,“ sagði hann, „en hérna verð ég að stíga út.“ Þetta var gamall klefi og opnaðist út, svo þau gátu ekki náð í lestarstjórann. „Hann er þarna uppi,“ sagði gamla konan. Hermaðurinn stökk uppá bekkinn og kippti í strenginn. Lestin nam slaðar. „Þakka þér fyrir eplið og hjálpina,“ sagði hermaðurinn. „Sjálfþakkað,“ sagði hún. „Ætlarðu að heimsækja einhvern hérna?“ „Nei,“ sagði hann. „Ég hef aldrei komið hér áður. Jú, kannski í draumi. Ég sá tjörn þarna og svo krakkana. Þá varð ég að fara út.“ „Það skil ég vel,“ sagði hún. „Já, þú ert ágæt,“ sagði hann. „Jú, þegar ég var í helvíti hugsaði ég mikið um svona tjörn, með bakka og hæðir að baki, og annað ekki. Alveg einsog hérna.“ „En hversvegna ertu núna í einkennisbúningnum?“ sagði hún. „Ég get ekki farið úr honum,“ sagði hermaðurinn. „Maður kemst aldrei framar úr honum.“ „Ja, ef ég væri bara þrjátíu árum yngri,“ sagði gamla konan, „þá skyldi ég sveimér losa þig við hann.“ „Þú ert ágæt einsog þú erl,“ sagði hann, og svo lyfti hann henni og kyssti hana. Og meðþví hann var hávaxinn hermaður, þá sundlaði gömlu konuna áðuren hann lét hana afiur niður. „Þetta fyrirgef ég þér ekki fyrst um sinn,“ sagði hún andstutt. í sama mund kom lestarstjórinn inní klefann, og þareð gamla glaða konan stóð næst dyrunum sneri hann sér til hennar: „Varst það þú sem kipptir í neyðarbremsuna?“ „Nei, það var ég,“ sagði hermaðurinn. „Stöðin mín er hérna.“ „Þetta verður þér skrambi dýrt spaug,“ sagði lestarstjórinn. „Við kærum okkur lítið um að nema staðar hvar sem vera skal. Og svo er það... Ertu með peninga?“ „Þér getið fengið eitthvað af sætu eplunum mínum,“ sagði gamla konan. Lestarstjórinn hristi hausinn. „En það er heiðursmerkið sem þú ert með þarna. Gætirðu hugsað þér að láta það af hendi? Þá væri kannski hægt að kippa þessu í liðinn.“ 70 á Jffiaey/já - TÍMARIT hÝÐENDA 1994
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.