Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 90

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 90
þótt hann ætti að hafa séð hana seinna. ífyrra íMaríulaugum... Because I do not hope to turn again... H. hrosti því hann var sannfærður um að hann hefði þegar náð jafnvægi á þræðinum, þótt hann væri einn. Hann þurfti að krækja fyrir mjög mörg borð. Salurinn var fullur af reyk og hann furðaði sig nokkuð á því, enda skilti við hliðina á innganginum sem á stóð Reykingar bannaðar! Hann fann heldur ekki laust borð þrátt fyrir langa leit og settist loks hjá tveim búlduleitum mönnum sem svolgruðu vín. Að |ní er hann fékk séð var drukkinn bjór við hin borðin og stórar krúsirnar fóru í taugarnar á honum. Hann var ekki beinlínis heppinn með sæti því búldufésin tvö gátu ekki haldið sér saman. H. starði á lokaða gluggana sem furukrónur höfðu sums staðar borað sig gegnum og því sáldruðust í sífellu barrnálar niður á borðið. Þetta er gjörsam- lega óhugsandi, staðhæfði hann um leið og hann muldi nálarnar milli fingranna. Búklufésin kváðu hann hafa rétt fyrir sér og staðhæfðu samsinnandi að furur yxu ekki gegnum gler. Kvennaliðið gekk augsýnilega fyrst núna í salinn. Þær settust við langt Ijorð. Meðal roskinna kvennanna var lítil svarthærð fingerð kona sem sendi dansfólkinu fýldar augnagotur. H. virti dansendurna einnigfyrir sér, vildi ekki fást lengur um þennan undarlega glugga. Illjómleika- salurinn líktist æ meir leikfimisal, þar sem fólk stóð upp og settist niður en umskiptin voru svo viðstöðulaus að halda mátti að allir sætu og dönsuðu samtímis. Þannig voru bæði dansgólfið og sömuleiðis borðin kringum það ávallt upptekin. H. reis upp með hægð. Hann var dofinn í sitjandanum eftir þessa löngu setu. Hann héll af stað og nálgaðist æ hraðar borð kvennaliðsins rétt eins og einhver ýtti á liann aftan frá. Þó þurfti hann í þokkabót að ryðja sér braut milli dansendanna og það koslaði ekki lítið erfiði. í nánd við langa borðið, gegnt litlu svarthærðu konunni, hneigði hann sig. Augnaráð konunnar hnitaði hringa yfir hölðinu á H. og ekki varð úr því skorið hvort höfuðhreyfing hennar táknaði samþykki. H. teygði út höndina einbeittur. Elísabeth Báthory, kallaði hann litlu svarlhærðu konuna. Hún sagði ekki neitt og stóð bara upp. Þegar þau voru byrjuð að dansa sagði hann enn: Elísabet Báthory. Konan dansaði með höfuðið reigt aflur, full viðbjóðs, en það sást fremur af svip hennar, hreyfingar hennar sömdu sig svifléttar að sporum karlmannsins. Finnst yður gaman að dansa? spurði H. til að spyrja um eitthvað. Ekki við yður. Af hverju ekki? spurði H. ögrandi um leið og hann fylgdi henni aftur að borðinu. Þegar tónlistin liófst á ný hneigði liann sig aftur fyrir Efísabetu Báthoi’y. Hver var þessi Elísabet Báthory? spurði konan allt í einu úti á miðju dansgólfinu. Hún klemmdi varirnar svo fast saman að munnur hennar leit út eins og rautt hnífs- blað. Elísabet Báthory, tilkynnti H., var vond greifaynja sem baðaði sig í hlóði ungra stúlkna. Svei! Ekki svei! svaraði 11., Elísabet Báthory var fögur en þér eruð enn fegurri. Og vitið þér af hverju? Af því að þér eruð hún Elísabet mín Báthory, ég diktaði yður upp. Þér eruð vitskertur, sagði sú litla svarthærða og reif handlegginn lausan, líkt og hún ætlaði að losa sig úr sameiginlegu dans- spori þeirra. Leggið á minnið að ég heiti Dunja, ég er ekkja orustuflugmanns sem var dásamlegasti maður í heimi, fiugliðsforingi, og hrapaði fyrir einu ári er hann var að kenna arabískum flugmönnum. Var hann líka svona dásamlegur sem elskhugi? vildi H. fá að vita. Líka sem elskhugi, leggið það á minnið! Ég hef lagt það á minnið. H. kinkaði kolli.Hann var sá dásamlegasti og svo hrapaði fáfl d - TÍMARIT l'ÝÐENDA 1994 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.