Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 91

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 91
hann. Réttara sagt, þér haldið að hann hafí verið sá dásamlegasti. Hann gerði stutt hlé. Ég er reyndar miklu dásamlegri en hann. Ósvífnari, hvæsti Elísabet Báthory. Vogið yður ekki að bjóða mér aftur upp í dans! En þau dönsuðu næsta og þarnæsta dans hvort við annað. Búldufésin tvö svolgruðu enn í sig vínið, fururnar drúptu yfír höfðum dansendanna og litu út eins og óskreytt jólatré, þótt á einni hengi raunar bjalla sem hringdi við og við. Ég bý á hóteli í grenndinni, tveim húsum lengra en hljómleikasalurinn, flýtti H. sér að segja, hara mjó gata á milli. Romið til mín síðdegis á morgun, ég bý á herbergi 17. Þeir sem hafa hrapað eru hvort eð er ekki lengur áhugaverðir. Áður en H. tækist að ljúka við setninguna smaug E. B. úr höndum hans. Leiftursnöggt skáskaut hún sér milli dansendanna og aðeins tvö skrækróma orð blöktu henni á bak: Ósvffrii durgur! Hún hlýtur að hafa margendurtekið þau, því þau fylgdu henni eins og mökkur alla leið að langa borðinu. H. beið þar til E. B. hafði fengið sér sæti innan um snurfusaðar maddömurnar í kvennaliðinu, þá settist hann aftur hjá búldufésunum sem enn þráttuðu af heift. Um hvað lá ekki ljóst fyrir. Raddbeitingu þeirra svipaði til fólks sem hlutaðist til um líf H., án þess að af því yrði nokkur ályktun dregin. Annað húldufésið hermdi eftir rödd riðvaxinnar hjúkrunarkonu. H. reyndi að svara einhverju en eins og í gær og líka í fyrradag... fór hann að stama. En heyrið mig nú, herra verkfræðingur, tísti búldufésið með rödd hjúkrunarkonunnar: þarmarnir eru sannkallaðir skapofsasköndlar. Frá öðru borði heyrðist hvellur í byssu, stórri í ofanálag. H. hrökk í kút. Villtur vísundur, hæfður í hjartað, nálgaðist. Einungis adrenalínið í æðum hans knýr hann enn áfram, róaði hann sjálfan sig, hann getur í mesta lagi steypt stömpum niður brekkuna. Hvað brekku? Þessa í Ródesíu eða þessa hérna í hljómleikasalnum? Búldufésin hrærðu öllu saman. Jafnt því sem gerðist áður og því sem gerðist síðar. Það sem annars varð aðgreinl fór í bendu í skvaldri hinna ókunnugu. Þau leyfðu ekki að hann bæri kennsl á rödd E. B. Þetta vín rennur niður eins og olía. Nœsta dagfórum við í bíó. Marika lofaði að daginn eflir morgundaginn yrði gúllas í hádegismat. Hvaða Marika? Hann varð að bjarga rödd E. B. úr þessum kjaftavaðli, rödd sem var eins gimsteinn lokaður niðri í sortuviðaröskju. Hvemig var hún þá? Meðan lokið var á öskjunni var ekki hægt að sjá ofan í hana. En ef ekki var hægt að sjá of'an í hana, hafði honum bara skjátlast og hann var í raun ekki kominn til Maríulauga sem voru heil þrjátíu ár frá hægindastólnum. Þá ætlaði hann bara að taka til við Öskudag Eliots. I do not hope lo turn again. Þar eð raddir hafa enga lykt var auðvitað hugsanlegt að ekki væri hægt að þefa hana uppi afturvirkt. Bjallan sem hékk í furunni gerði hann Iíka taugaóstjrkan. Hún hafði að minnsta kosti ekki hljómað svona hátt og skrækt. Fremur niðurbælt, líkt og kristall sem glitrar innan frá, ískaldur viðkomu. Ósvíf'ni durgur! hvæsti H. Það hafði hann líka reynt án árangurs. Þó hafði honum verið ljóst dögum saman að hann varð að fara til Maríulauga. Sama hvort hann færi einn eða með öðrum. Á hinn bóginn mátti hann heldur ekki gleyma að ásamt tímanum hafði allt mögulegl hlaðist utan á rödd E. B., þessi tiltekni vísundur, skotinn lil bana, langir sjúkrahúsdagar og eilíft skvaldrið í ókunnugum. Einlivern veginn verð ég að slíta hana úl úr því, íhugaði H. Svo brakaði í einhverju á borðinu og þetta brak tengdist stunu kassaloks sem skellt var aflur. Laginu skaut þegar í /rs/ á Jföœý’/'iá - LESIÐ MILLI LÍNA 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.