Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 93

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 93
húsanna í þessari borg. Honum kom leiðin meira að segja æ kunnuglegar fyrir sjónir, burtséð frá því, hvaða afstöðu hús og götur höfðu hvert til annars. Þau kýttust einatt hvert inn í annað, streðuðu burt hvert frá öðru eða snerust um öxul þeirra geðhrifa sem héldu þeim saman, rétt eins og þau, samslungin hvert öðru, ætluðu í hringdans. Allt var yfir höfuð í nánd. Til dæmis H., þegar hann fór í eða úr skónum, hvort sem það var í hótelinu eða í hljómleikasalnum, ellegar hann var á einhverjum bar, dansaði, elskaði, rabbaði, eða hann var beint undir kirkjuturninum sem hafði breyst í fiðluboga, allt eftir því hvert ilmur E. B. hafði leitt hann þá stundina. Vanilla? spurði H. sjálfan sig. Nei, ekki vanilla, E. B. hafði lyklað af lárviði, kýprustré og kastaníum, á andarlaki nautnarinnar einna helst af kastaníum. Var hann betri ílugmaðurinn sem hrapaði? spurði hann hana, ef til vill þegar í finnnta sinn. Gildir það ekki einu? svaraði E. B., hann er ekki til lengur, bætti hún við, og við höfum elskast í tvær vikur. Við höfum alllaf elskað hvort annað, mótmælti H. Ó nei, E. B. bandaði frá sér, tvær vikur, nákvæmlega upp á dag. Fallin laufljlöð loddu við glugga hótelsins meðan tónlistin dundi á öllum börum. E. B. dansaði með höfuðið reigt aftur en kroppur hennar þrýstist þétt að líkama H. Það var eins og þau lægju hreyfingarlaus hlið við hlið í rúminu og rúmið undir þeim snerist, hringsólaði, dansaði, og léttar snertingar kveiktu ástríðueld næturinnar. Hvað eigum við að dansa lengi? spurði H. Endalaust. Og hvenær ætlum við að elskast? Alltaf, sagði E. B. Og hvenær ætlarðu að segja eitthvað frá sjálfri þér? Aldrei. Og fiugmanninum sem hrapaði? Aldrei heldur. Af hverju ekki? Það borgar sig ekki að tala um það sem var. En það erum líka við. Snertu það þá, snertu gærdaginn þinn. H. hrökk í kút og honum varð ljóst að hann gat ekki snert hann. Hann sat á ný í hægindastólnum sínum og þökin á húsunum í Maríulaugum hurfu sjónum hans. Vika leið uns þeim skaut upp aftur. Árangurlaust var hann á höttunum eftir röddum, lykt, bragðtegundum, grainsaði í gömlum nótum, snart efnið í slitnum vetrarfrökkum, já hann tók sér meira að segja alfræðibókina í hönd. Ef til vill yrði honum næg sloð í því sem aðrir vissu líka. „Maríulaugar, Marianské Lázné, þekktur baðstaður í Tékkóslóvakíu, inni á milli furuskóga við suðurrætur Karlovarská Vrchovina. Íbúaíjöldi: 11.970 (1959). Uppspretturnar eru kaldar og alkalíauðugar. Glaubersaltvatn hefur læknandi áhrif við meðhöndlun meltingarvegs og lifrarmeina, einnig hlóð- og taugasjúkdóina sem og ofiltu. Víðkunn urðu á 19. öld Bannsóknarstofnuu heilsulinda og Hóteltækniskólinn.“ Þurrpurkuleg lýsingin í þessum línum huldi borgina sjónum hans. Tuminum sem orðinn var að fiðluboga hafði verið fieygt fyrir hunda, og á litla hótelherberginu sem grjóthrúgur Bannsóknarstofnunar heilsulinda og Hóteltækniskólans höfðu jafnað við jörðu, opnuðust gluggarnir með veðurbörðum umgjörðunum ekki í átt að furutrjánum heldur mót iðrum jarðar. Kannski ætti hann að sjá kvikmynd R.-G. enn einu sinni en það var hvergi verið að sýna hana. Vöðvatröll spenntu upphandleggsvöðvana á bíóvegg- spjöldunum og Maríulaugar R.-G. eru orðnar að myndræmu sem myglar í einhverri vöruskemmu. En hvar og í hverri? Hann hafði virkilega engan tíma til að komast að því. Eliot hefur rétt fyrir sér: because I hope not... Hvað! Ekki heldur vona framar? E. B. er samt á lífi einhvers staðar, og jafnvel þó hún sé LESIÐ MILLI LINA 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.