Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 94
ekki lengur á lífi rúmast gærdagur mannsins líka í nútíð hans. Meira að segja
flugmaðurinn sem hrapaði og skipti hann einungis máli óbeint, E. B. bar alltaf
myndina af honum með sér í töskunni. Það small undarlega í rafmagns-
klukkunni, þetta hljóð vakti athygli hans. Það small líka í tösku E. B. og hún
opnaðist. Að hverju ertu að leita í töskunni minni? Myndinni... Æ, myndinni?
Ég er ekki með hana á mér. Ég hef komist að því að það borgar sig ekki að
burðast með þá dauðu. Oft mundu þeir láta sig sökkva niður úr gólfinu af
blygðun. Heldurðu að þeir dauðu hafi sterkari blygðunartilfinningu en þeir
sem lifa? Nú auðvitað. Þeir gleyma holdleika sínum fyrr eða síðar. En ég elska
þig ekki bara svona, ekki bara í rúminu, ekki bara þegar við dönsum, ekki
bara þegar þú leggur mig þér á munn, helst mundi ég éta þig upp til agna
ásamt hugsunum þínum. Það gengur ekki hvað sem öðru líður. Giftum okkur.
E. B. sat á hækjum sér í rúminu. Hún fór vísifingri yíir þykkt svart hárið. Ég fæ
svo há eftirlaun eftir flugmanninn sem hrapaði, það er betra svona. Hún strauk
nakta bringu H. og iingur hennar reikuðu sífellt neðar. H. hrökk í kút. Ennið
á mér kemst aldrei að. Þess þarf heldur ekki. E. B. hnipraði sig þrjóskulega
saman. Bak við ennið á þér er hara það sem þú hefur lært. Og því sem maður
hefur lært gleymir maður fyrr eða síðai-. Kannski ekki þú, því þú gerir það
sem þú hefur lærl. En ég, ég hara lifi. Skiptir það einhverju? Nei, það skiptir
engu. Auk þess elskar þú tónlist, fallegar myndir... Auðvitað elska ég þær. Það
breytir engu að ég veit ekki hvað einstök verk heita eða hvaða málverk er
málað í hvaða stíl. Ég skal skýra það út fyrir þér. Nei, skýrðu það ekki út fyrir
mér. Um mig veist þú líka jafn lítið. Maður þyrfti að ræða svo margt. Ó, ég
þekki þig, meira að segja mjög vel. Ég þefa af náttfötunum þínum og veit,
þetta ert þú. Ég þekki rödd þína og snertingu handar þinnar þegar þú heldur
fyrir augun á mér. Ég þekki líka hvernig þú liugsar þegar þú ætlar að kenna
mér eittlivað ílókið, sjáðu, ég hef lagt það á minnið að lokaþáttur Bachs endar
á allegro molto. I borg frá því fyrir þrjátíu árum getur maður gengið gegnum
veggina, klifrað upp á kirkjuturninn, stigið út um hótelgluggann og þannig
getur rnaður líka hniprað sig niður undir nálum furutrjánna. En stígi einhver
ekki út um gluggann út á skógargötuna hvað ætli hann þurfi þá að ganga
marga metra? Líklega hafði E. B. strax á leiðinni úl að furutrjánum opnað
klaufina hjá H. og smeygt hendinni inn í buxurnar. Allegro molto! sagði hún
sigri hrósandi. En hvernig hljómaði annars þetta allegro molto? Hjá Bach
samsvarar rödd hnéfiðlunnar slaghörpuhlutanum, rödd E. B. hljómaði eins
og hnéfiðla og slagharpa í senn, í raddblæ hennar sveif líka vottur af ásökun:
alltaf viltu lialda hlutunum aðgreindum. Þótt allt sé tómt hið innra. Allt er
einhvern veginn gott og einhvern veginn vont. Réttara sagt hvorki gott né
vont, allt tengist einhvern veginn öllu. Nei, þetta voru ekki lengur orð E. B.
Hún getur hara hafa sagt: þú vilt halda því aðgreindu, þú vilt haida því
aðgreindu... Já, þess þyrfti, en það gengur ekki. Skvaldrið í hinum, árin, fjar-
lægðin setja allt í bendu. Hérna, undir furutrjánum í Maríulaugum, gekk
auðvilað allt að óskum. Hérna rambaði hjól tímans ekki út á skjön, það var
engin fjarlægð, einungis snerting E. B. Já, snerting liennar. Kannski er það
þetta sem gildir framar öllu öðru. H. starði á standlampann og hrökk í kút
andspænis ljósinu sem skall á andliti hans. Auðvitað var bragðið líka núlulvægt.
94
TÍMARIT hÝÐENDA 1994