Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 99

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 99
geðþótta sínum. Og hinn veglyndi konungur, maður hennar, lét það eftir henni og battst í sjö daga ógurlegum eiðum. Og nú hafði hún öll völd í ríkinu í hendi sér, drottningin. Án tafar skipaði hún svo fyrir að Kúnala skyldi tekinn höndum, alsaklaus, og leiddur í myrkvastofu. Og hún mælti svo fyrir að þar skyldu augun stungin úr honum. Öllum hraus hugur, er þeir barst fregnin um handtöku sveinsins dygðum prýdda. Meira að segja böðlarnir vildu ekki hlýða skipun hennar og muldruðu í barm sér: — Nei, þetta er okkur um megn. Hjörtum okkar ofbýður. En drottningin rak þá í fangelsið með harðri hendi og hótaði þeim, ef þeir færðu sér ekki þá um kvöldið augu Kúnala, að hún myndi beita, til að murka úr þeim líiið sjálfum, pyndingum sem mannlegt hugvit hafði fram að þessu ekki enn fundið upp. Og þeir héldu nú af stað, daprir í bragði, böðlarnir, og gengu þungum skrefum inn í svartholið, og sem þeir komu ekki upp nokkru orði, urðu þeir með bendingum að koma kóngssyni í skilning um, hvað þeim væri á höndum. Og Kúnala, sem í sakleysi sínu vissi ekki hverju það sætti að honum hafði verið varpað í dýflissu í hóp illvirkja, kom það helst til hugar að það væri vilji föður hans, konungsins. En er hann komst að því, hvert var erindi þeirra, þessara manna með eirrauðu vopnin sem stóðu skjálfandi frammi fyrir honum, hrópaði hann: — Ágætu vinir, ekki er það rétt af ykkur að óhlýðnast skipun yfírboðara ykkar. Sá sem gerir skyldu sína í þessum heimi hlýtur laun fyrir, og ég bið ykkur fyrir alla muni að guggna ekki, lítið nú á, þetta vil ég gefa ykkur. Og hann dró fram úr pússi sínu nokkra dýrgripi og færði þá böðlunum að gjöf fyrir hlýðni þeirra og að launum fyrir ómak þeirra. Því hvernig fékk hann goldið þeim augnamissi sinn? Hverju skiptu þeir hann, þessir klunnalegu kristallar holds hans, hann sem var allur andi og sál? Honum var nóg að forða tveim mönnum frá því glapræði að óhlýðnast, frá þeirri villu að sýna mótþróa. En böðlarnir urðu frá að hverfa, því hendur þeirra tóku að skjálfa í hvert skipti er þeir reyndu að nálgast hann. Loks tókst þó stjúpunni, drottningunni, að hafa upp á manngarmi einum, snauðum og umkomulausum, og hann sendi hún nú til að svipta Kúnala ljósi augna sinna. Þegar hann varð þess áskynja að annað augað hafði verið dregið úr höfði hans, fór kóngssonurinn fram á það með bros á vör að sér yrði leyfl að halda á auganu í lófa sér stundarkorn, og um leið og hann vó það í hendi sér og einblíndi á það með hinu auganu sem eftir var, hrópaði hann: — Hví sérð þú ekki lengur heiminn sem í kringum þig er? Þú sást hann þó áður, þú óhrjálega líkamsflykki! Ó, mikil er heimska fákænna manna að halda að þú sért ljósgjafí þeirra, að trúa því að þú sért hluti af þeim sjálfum! Og þegar myrkur varð um hann og bæði augu hans slokknuð, hrópaði kóngssonurinn sigri hrósandi: — Augu líkama míns tóku þeir, en í þeirra stað á ég hin fullkomnu augu viskunnar. Og þótt þeir hafi fíett mig konungsskrúða, þá hef ég nú íklæðst purpura píslarvættisins, purpura lögmálsins, og dýrð mín er meiri en konungsins. á&œý’áiá- - LESIÐ MILLI LÍNA 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.