Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 101

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 101
Robertson Davies Þegar kölski kemst heim um jólin Einn sérfræðingurinn við háskólann hérna — virtur fræðimaður sem þið kannist öll við — sagði við mig fyrir nokkrum vikum: „Jæja, þú kemur væntanlega með enn eina draugasöguna á jólagleðinni í ár.“ Ég er næmur á raddhlæ og þessi athugasemd lét ekki í eyrum eins og hann væri að spyrja af áhuga og eftirvæntingu, það var öllu heldur uppgjafartónn í henni. Ég spurði undireins hvað það væri sem hann hefði á móti draugasögunum mínum. „Það eru draugarnir,“ sagði hann vafningalaust. „Þú ert búinn að segja frá fundum þínum við vofur Viktoríu drottningar, Georgs fimmta og sjötta og Johns A. Maedonald; það er eins og enginn sé þess verður að ásækja þig nema hann sé búinn að ávinna sér frægðarsess í veraldarsögunni. Þetta er afturgöngu- snobb af versta tagi.“ Ég hefði getað sagt honum að ég hefði ekki fundið þessa drauga upp sjálfur — ekki var ég að sækjast eflir þeim — þeir leituðu mig uppi. En það tjóar ekki að þrasa við öfundarhróka sem eru greinilega ásóttir af draugum úr röðum óæðri embættismanna, ef þeirverða þá fyi’ir ásókn á annað borð. En ég ákvað að ég skyldi ná mér niðri á honum. Ég átti enga von á alvörudraugi þetta árið; það er nú einu sinni svo að fimm í röð hljóta að duga, jafnvel í mestu reimleika- byggingu þessa háskóla. Ég vissi að ég mundi þurfa að búa til draug; það yrði lítið mál að finna upp draug sem sérlega jafnréttissinnaðir áheyrendur gætu sætt sig við. Og það gerði ég. Það er aldeilis ágæt saga — það sem kallað var ýkjusaga á árum áður — og ansi frumleg. Hún íjallar um ungan styrkþega við skólann hérna, Frank Einstein að nafni, fluggáfaðan líffræðing sem uppgötvar leyndardóm lífsins í gömlu gullgerðarhandriti og skapar lifandi veru úr úrgangi sem hann stelur af krufningastofunni í nýja læknadeildarhúsinu. Hann setur hana saman í laumi í herberginu sínu. En veran verður ófreskja vegna þess að hann getur ekki gefið henni sál, hún drepur háskólaritara og háskólabóka- vörð og afmeyjar loks og étur svo vinstúlku Franks — stúlku í meistaranámi sem heitir Mary Shelley. Þetta er bráðskemmtileg frásögn og ég hafði hlakkað til að lesa hana upp — einkum einræður ófreskjunnar — en í gærkvöldi — í gærkvöldi héldum við jóladansleik háskólans og engum kom blundur á brá íyrr en í morgunsárið, eins og vera ber þegar þau Æska og Glaumur hittast til að elta uppi hina gullnu morgunstund fráum fótum. Það var um eittleytið og ég hafði verið að horfa á dansinn í Kringlunni, þar sem verið var að elta hina hraðfieygu stund í hring, enda vart við öðru að búast í Kringlu. Síðan fór ég niður í kapelluna; mér fannst ósennilegt að nokkur pör sætu þar og því mundu mér hlotnast tíu mínútur í sælli ró. En það var einhver fyrir í kapellunni. Maðurinn sem stóð við altarið og starði frá sér numinn á altarisbríkina kom alls ekki undarlega fyrir sjónir, en samt fann ég strax á mér að hann var óvenjulegur á allan hátt. Hann virtist maður á miðjum aldri en þó var hann ekki háskólamaður; það er hægur vandi að aldursgreina háskólamenn eftir á ÆagtÁiá - LESIÐ MILLI LÍNA 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.