Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 108

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 108
Erlendir höfundar BozorgAlaVÍ fæddist 1904 í Teheran, stundaði nám í Þýskalandi og helgaði sig bókmenntaiðju og pólitískri baráttu er heim kom. Hann var einn af stofnendum Túde-flokksins, íranska kommúnistaflokksins, og sat í fangelsi frá 1938 uns Reza Shah íranskeisari sagði af sér 1941. Ilonum varð þó ekki vært í íran og fór í útlegð til Þýska alþýðulýðveldisins þar sem hann varð prófessor í persneskum bókmenntum við Humboldt-háskólann í Berlín. Alavi, Sajíd Muhammed Ali Djamalzade og Sadiq Hidajat teljast til brautryðjenda íranskra nútímabókmennta sem löngum hafa verið lítt þekktar í Evrópu en tékkneski persneskufræðingurinn Jan Rypka á heiðurinn af því að hafa komið þeim á framfæri skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld. Hann hreifst mjög af frásagnarlist Alavis í fyrsta smásagnasafni hans, Tshamadan (Taskan) sem kom út 1935 en síðan hafa komið út eftir hann bæði smásagnasöfn og skáld- sögur. Sagan sem hér birtist mun vera fyrsta skáldverkið sem þýtt er beint úr persnesku á íslensku. Yehuda Amichai fæddist 1924 í Þýskalandi, var alinn upp í gyðinglegum rétttrúnaði og hlaut U'úarlega menntun. Árið 1936 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Palestínu þar sem hann hefur dvalist meginhluta ævinnar. Árum saman vann hann fyrir daglegu brauði með kennslu. Fyrsta ljóðabók lians birtist 1955, en síðan hafa komið frá honum tíu ljóðasöfn, auk skáldsagna, smásagna og leikrita. Ljóð hans hafa verið þýdd á ríflega tuttugu tungur. Mikhaíl Búlgakov. Eflir Mikhaíl Búlgakov (1891—1940) hafa komið út þrjár skáldsögur í íslenskri þýðingu: Master y Margarita (Meistarinn og Margaríta — Mál og menning 1981 og íslenski kiljuklúbburinn 1993), Rokovye jaitsa (Örlagaeggin — íslenski kiljuklúbburinn 1989) og Sobatsje sjerdtse (Hundshjarta — MM 1992). Smásagan Sálmur birtist fyrst í tímariti í Moskvu árið 1923 og var ekki endurprentuð þar fyrr en 1966. Bobertson Davies fæddist árið 1913 í Ontario í Ranada. Hann stundaði nám við Oxfordháskóla, fékk þar áhuga á leiklist og var kennari og leikari við Old Vic í London þar til 1940, en þá fluttist hann aftur til Kanada. Þar starfaði hann við blaðamennsku þar til hann varð prófessor í ensku við háskólann í Toronto og síðan fyrsti rektor Massey College við þann háskóla til 1981. Sagan Þegar kölski kemst heim um jólin er nokkurs konar tækifærissaga þaðan, því Robertson Davies hafði þann sið að skemmta nemendum og kennurum skólans með því að segja þeim eina draugasögu á hverri jólagleði og að eigin sögn var ein ástæðan sú að svona nýjan skóla skorti hefðir. Enginn háskóli má drauglaus vera og ekkert samkvæmi er svo gott að það verði ekki enn betra af svo sem einni draugasögu. Þetta er því fyrst og fremst skemmtisaga og getur líkast til varla talist dæmigerð fyrir skáldskap liöfundarins. Sögunum var safnað saman í bókinni High Spirits árið 1982. - Robertson Davies er einn þekktasti rithöfundur Kanada og meðal verka hans má nefna The Salterton Trilogy (Tem- 108 á- Jföay/Áiá - TÍMARJT l'ÝÐENDA 1994
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.