Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 110
Seamus Heaney fæddist 1939 í Derry-héraði á Norður-írlandi og lauk
námi frá Queens University í Belfast. Hann fór frá Norður-írlandi 1972 og
hefur verið búsettur í Dyflinni síðan. Hann er almennt talinn meðal fremstu
núlifandi ljóðskálda á enska tungu. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka
og skrifað bókmenntagagnrýni. Ásamt Ted Hughes ritstýrði hann The Rattle
Bag sem er sýnisbók samtímaljóðlistar. Á ári hverju dvelst hann vestanhafs
og kennir við Hai'vard-háskóla. Árið 1990 var hann kjörinn heiðursprófessor
í ljóðlist við Oxford-hákóla.
Sören Kierkegaard (1813—1855) var danskur heimspekingur. Hann
samdi ljölda bóka um heimspekileg efni með miklum skáldlegum tilþrifum.
Efni bókanna spratt bæði af andlegu lífi í Danmörku um daga hans og af
þýskri hughyggjuheimspeki, en ekki síst af einkareynslu hans og baráttu við
sjálfan sig. Ilann er talinn faðir tilvistarstefnunnar. Gjentagelsen (Endur-
tekningin) eftir Kierkegaard kom út hjá Helgafelli 1966 í þýðingu Þorsteins
Gylfasonar.
Clarice Lispector fæddist 1925 í Úkraínu en foreldrar hennar fiuttust
með hana nýfædda til Brasilíu og settust að í Becífe. Hún skrifaði fyrstu bók
sína Perto do corágao selvagem (Við rætur hins villta hjarta) aðeins sautján
ára gömul en síðan samdi hún fjölda verka og þegar hún lést 1977 hafði hún
skipað sér á bekk með höfuðskáldum Brasilíu; einkum hlaut hún frægð fyrir
liókina /1 magá no escuro (Eplið í myrkrinu). Smásögu eftir hana og frekai'i
upplýsingar er að finna í Tímariti Máls og menningar 4. hefti 1981.
Dezsö Monoslóy fæddist 1923 í Búdapest en flutti til Bratislava í
Tékkóslóvakíu árið 1946 og hóf þar rithöfundarferil sinn. Hann sat í fangelsi
um tíma á valdadögum stalínista en þegar „vorið í Prag“ gekk í garð 1968 var
hann formaður ungversku deildarinnar í Bithöfundasambandi Tékkóslóvakíu.
Hann komst undan innrásarliði Sovétinanna til Júgóslaviu og síðar til
Austurríkis og hefur búið í Vín frá 1969. Verk hans eru mikil að vöxtum, Ijórtán
ljóðabækur, sex skáldsögur, þrjár barnabækur en auk þess hefur hann þýtt
um þrjá tugi bóka. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar
fyrir bækur sínar en meðal þeirra þekktustu eru skáldsögurnar Tatowierte
Rose, Der Tod eines Millionárs og Flucht aus Sodom. Sagan sem hér birtist er
úr smásagnasafninu Diefiinf Jahreszeilen derLiebe (Fimm árstíðir ástarinnar)
sem kom út í Vín 1989.
Rudolf Nilsen fæddist í Osló 1901 og lést úr berklum árið 1929. Hann
var verkamannssonur, tók stúdentspróf og stóð til að hann færi í guðfræðinám.
Það varð þó ekki, þess í stað hóf hann störf hjá Norges kommunistblad, gekk
1923 í komniúnistafiokkinn sem þá var nýstofnaður og var virkur byltingarsinni
til æviloka. Honum entist ekki aldur til að gefa út nema tvær ljóðabækur: Pá
steengrunn 1925 og Pá gjensyn 1926. Verk sem hann lét eftir sig birtust í ritinu
Hverdagen 1929. Þrátt fyrir pólitískl hvunndagsvafstur varðveitti Rudolf Nilsen
næmi listamannsins og var framúrskarandi fulltrúi öreiganna á skáldabekk.
fr// á J3ceý/-iá - TÍMARIT hÝÐENDA 1994
110