Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 111
Kostís Palamas, sem var uppi frá 1859-1943, nam lögfræði en
starfaði fyrst sem blaðamaður og síðar sem háskólaritari í Aþenu (1897-
1927) og loks sem formaður vísindaakademíunnar aþensku frá 1930.
Hann var sannkallaður jöfur í grísku menntalífi á fyrri hluta þessarar
aldar og höfuðfulltrúi þeirrar miklu endurreisnar grískra bókmennta
sem hófst með frelsisbaráttunni á nítjándu öld og tók einkum ijörkipp
er alþýðumálið, ðímotíkí, ruddi sér til rúms sem ritmál í lok aldarinnar,
ekki síst fyrir lilverknað bans. Palamas er óvenju víðfeðmur andi,
fjölhæfur og fjölmenntaður, og lét að sér kveða jafnt sem sagnaskáld,
ljóðskáld og gagnrýnandi, en einkenni hans eru öðru fremur
innblásinn og eldlegur stíll. Af verkum hans má nefna fyrsta
ljóðasafnið, Ti'agúðía tís patríðos mú (Ættjarðarsöngva 1886), og
sögurnar O þanatos tú pallíkaríú (Dauði hetju 1891) og ÍJlogera tú
vasílea (Flauta konungsins 1910), en meðfylgjandi sögur eru úr
smásagnasafninu Ðugímata (Sögur) sem kom út í Aþenu árið 1929.
Míkís Þeoðorakís fæddist árið 1925 á eynni Kliíos og stundaði tónlistar-
nám í heimalandi sínu og síðar í Parísarborg. Framan af fékkst hann talsvert
við kvikmyndatónlist og vann til heimsfrægðar fyrir tónlistina við kvikmyndina
Grikkjann Zorbas (1964). Þar fyrir utan liggur eftir hann fjöldi verka af ýmsu
tagi, allt frá einstökum sönglögum í alþýðlegum stíl til meiri háttar kórverka
á borð viðAxíon estí (Verðugt er), óratóríu við ljóð eftir skáldið Oðýsseas Elýtís.
Auk tónsmíða hefur Þeoðorakís haft afskipti af stjórnmálum og verið
fangelsaður oftar en einu sinni af þeim sökum: fyrst árið 1943 vegna andstöðu
við nasista og síðar á tímum borgarastríðsins gríska frá 1947-52 fyrir stuðning
við kommúnista og aftur á tímum herforingjastjórnarinnar 1967-72. Hann var
þingmaður fyrir vinstri menn um hríð, en hlaut síðar ráðherratign í hægri
stjórn Mítsotakísar (1989-1993).
Þýðendur og íslenskir höfundar
Ástráður Eysteinsson (Þjóðráð. Formáli að ritgerð um Paradísarmissi
bls. 10), fæddur 1957, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla íslands.
Franz Gíslason {Einnáferð tilMaríulauga bls. 89), fæddur 1935, kennari
í Reykjavík, hefur þýtt úr ensku og þýsku; einnig úr íslensku á þýsku í samvinnu
við Wolfgang Schiffer og ileiri.
Franzisca Gunnarsdóttir {ChangLao bls. 28), fædd 1942, fæst við
ritstörf, hefur þýtt úr ensku og Norðurlandamálum.
á JJSaepáiá - LESIÐ MILLI LÍNA
111