Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 11

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 11
ASþýSa upphdtt til útlanda og tekið við verðskulduðum viðurkenningum í Róm, París og London, og verið útnefnd heiðursdoktor við sjálfan Oxford-háskóla. Þegar hún las Sálumessu inn á band var hún búin að fá hjartaáfall fjórum sinnum. Upptakan var gerð í litlu sumarhúsi skammt frá Moskvu þar sem Anna dvaldist oft síðustu árin. Aðstæðurnar þar hafa líklega verið nokkuð frumstæðar og upptakan farið fram með leynd, aðeins upptökustjórinn og nánustu trúnaðarvinir viðstaddir, því einsog áður sagði var verkið bannað. Röddin er þreytuleg og slitin, fremur dimm, og hún les Sálumessu einsog hún sé að fara með þulu. Millifyrirsagnirnar ber hún fram einsog þær skipti engu máli og séu bara til leiðinda, heldur svo áfram að þylja. Einstaka sinn- um er einsog röddin losni úr fjötrum, það lifnar yfir henni og þá fer mig að langa til að heyra hana lesa ljóðin sem hún orti þegar hún var ung, áður en hörmungarnar byrjuðu, heyra röddina unga. Samt er upplestur hennar á Sálumessu magnaður, takturinn þungur, jafnvel drungalegur, og mér fannst það hjálpa mér mikið við þýðinguna að hlusta á hann aftur og aftur. I grein um ljóðaþýðingar sem Þorsteinn Gylfason birti í Jóni á Bagisá 2004 stendur: „... ljóð eru til að farið sé með þau. Þau eru til að vera lesin upphátt, eða að minnsta kosti í hálfum hljóðum.“ Þessu er ég hjartanlega sammála. Ljóð eru líka til að vera þýdd upphátt, og mín reynsla er sú, að það gangi yfirleitt best að þýða ljóð upphátt, „eða að minnsta kosti í hálfum hljóðum“. Aður en maður fer að setja þýðinguna á blað. Þá gengur manni betur að ná rétta tóninum, eða einsog Þorsteinn segir: „söngnum í kvæðinu". Auðvitað veit enginn nákvæmlega hvað það er: þessi söngur. Kannski er hann það sem situr eftir þegar orðin eru gleymd. Hann rúmast ekki alltaf innan bragfræðinnar, og ekki flokkast hann heldur til tónlistar. Þar að auki hefur hvert tungumál sinn sérstaka hljóm, sem gerir málið enn flóknara. Það er engan veginn nóg að telja atkvæðin og reyna að fylgja bragliðum frumtextans. Ef vel á að vera þarf söngurinn líka að innihalda rödd skáldsins og stíl, þetta sem gerir skáldið að skáldi. Það er ekki nema von að manni mistakist stundum. Það sem ég hef verið að segja um ljóðaþýðingar á að sumu leyti einnig við um leikritaþýðingar. Mér telst svo til að ég sé búin að þýða eitthvað um 30 leikrit, langflest úr rússnesku en einnig nokkur úr spænsku. Flest þeirra hafa verið sýnd á sviði eða flutt í útvarpi. Leikrit eiga það sameiginlegt með ljóðum að best er að þýða þau upp- hátt. Og leikrit er bráðnauðsynlegt að þýða með tilþrifum. Lifa sig inn í hlutverkin einsog leikari. Ljóða- og leikritaþýðendum er lífsnauðsynlegt, ekkert síður en kvenrithöfundunum hennar Virginíu Woolf, að hafa sérher- bergi til að vinna í. Helst hljóðeinangrað, ef leikritin eru mjög dramatísk. Fimm af þessum þrjátíu leikritum sem ég hef þýtt eru eftir Anton fá/i. á Jffieeyáiá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.